Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1945, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1945, Blaðsíða 5
LESBÓR MORGUNBLAÐSINS 403 hún honum á eintal, sagði honum aú taka allar ábreiður ofan af rúm- unum heima hjá sjer og sauma saman í einn stóan poka og korna svo um kvöldið að vitja heysins. Þetta gerði hóndi og var pokinn látinn fullur af töðu eins og um- talað var, og á fengur sá að hafa borgið bústofni mannsins, því næsta dag brá til hiáku. Glöð á svip kvað hin ráðuga húsmóðir hafa ver ið þegar hún sá á eftir manninum með sleðann úr hlaði. HercKs var gift Steini Jónssvni bónda á Gautastöðum í Stíflu. Var hann kvistur af stof-ni hinnar á- gætu Stórnbrekkuættar. Mun vartf ofsagt þó sagt sje, að Herdís hafi verið sjerstæð gáfukona. Hún og Sigurbjörg dóttir sjera Jóns Reykjalín, voru á sínum tíma tald- ar gáfaðastar konur um Norður- land. Hefir mjer verið sagt af skil- góðum mönnum, að vart muni hafa verið gripið niður í þeim liókmennt- um, sem almenningi stóðu þá til boða, að ekki hafi Herdís kunnað þar góð skil á. Enda má gera ráð fyrir að bókakostur góður hafi verið á heimili foreldra þeirra svstra, því ella mundu þær vart all- ar hafa verið svo fróðar, sem af er íátið. Minuug og athugul var Herdís svo af bar, og það mun sönnu næst, að við sem nú sjáum fjarlægar sveit ir á svo auðveldan hátt getum ekki. lýst vegum, vöðum á ám og öðrum tortærum, sem oft hömluðu ferðum vegfarandaus í þá daga, jafn greini lega sem þessi kona gerði, en hafði þó lítt eða ekkert farið út fyrir takmörk sveitar sinnar. Til þess að ljóst megi verða að þessi ummæli um Herdísi eigi við rök að styðjast, set jeg hjer frásögn Jóns Þorkels- sonar fyrrum bónda á Svaðastöðum í Skagafirði. En heimildarmaður minn að þessari frásögn er systur- dóttir Jóns (sem er enn á lífi). Jón hitti Herdísi á Heiði í Sljettuhlfð lijá Ólöfu dóttur hennar. Yar hún þá mjög við aldur. Þegar talið barst að því, að Jón var nýkominn úr ferðalagi og það alla leið austan af öræfum, tók hún að spyrja hann frjetta aí ferðinni. Mátti hann segja seru nánast frá öllu. Undrað- ist hann m.jög hvað kunnug hún var leiðinni, því um hverja smá á yissi hún jafnt sem hinar stæi'ri, um alln kirkjustaði, og í einu sagt allt. senx nokkru máli skifti um sögustaði. Og svo sagðist Jóni frá, að ef hann gleymdi emhverju úr ferðalýsing- unni hefði hún óðara leiðrjett hann. Og til þess að ganga úr skugga um hversu fróð hún væri í vegalýsing- um, bað hann hana að lýsa fyrir sjer öðrum leiðum, sem hann hafði farið um landið, því Jón var fjöl- farinn ferðamaður, og gerði hún það á þann hátt, að ekki hefði ver- ið skýrara frá sagt, þótt sjeð hefði með eigin augum. Sami heimildarmaður hefir einu- ig sagt mjer, eftir sjera Tómasi á Barði í Fljótum, að hann hefði aldr- ei þekkt svo- gott minni sem Herdís hafði, eða hitt svo fróða konu, því s'vo hefði sjer virst, sem hún byggi yfir ótæmanlegri fróðleikslind. Það sem nú hefir verið sagt kem- nr vel heim við munnmælasögu, sem gengið hefir í Skagafirði til þessa tíma, að sjera Einar hafi að gamni sínu, þegar hann kom úr kirkju, látið þær Herdísi og Guð- rúnu fara með stólræðurnar, og hafi þær gert það án fyrirstöðu. Einn af sonum Herdísar, Jón, hafði viljað fá leyfi til að læra, og þá sjera Stefán, er seinna varð prest- ur á Kvíabekk, fór í skóla, vildi hann fara með honum, því þeir voru á jöfnum aldri og vinir. En móðir hans sagði, að það sem ekki væri hægt að veita öllum sonunum, veitt- ist ekki einum, því svo segði sjer hugur um, að allir vildu þeir þá braut ganga ef einn fengi. Og var málið þar með útrætt. því ókleift' mun liafa verið í þá daga að ganga menntaleiðina, nema með öruggum styrk ættingja, en vart gerlegt fyr- ir bónda að kosta fjóra syni til náms. Ekki var Herdís eftirbátur systra sinna hvað hagmælsku snerti, og var hún með afbrigðum vandvirk á slíka hluti. Fátt eitt mun nú vera varðveitt af skáldskap þeirra systra, en þó er eitt stef sem er landfleygt eftir Iierdísi, en ekki veit jeg til að það hafi verið prentað nema einu sinni. Iín svo má þó vera, þótt mjer sje það ókunnugt, en það er prent- að í Þjóðvinafjelagsalmanaki árið 1917, og þá er látið fylgja því, að það muni vera eftir sjera Hallgrím P.jetursson. Vísan er svoná : 3 pr ■?; . . Fæðast, gráta, reifast, ruggast, ræktast, berast, stauta; gá, tala, leika, hirtast, huggast, herðast, vaxa, þanka fá, elska, biðla, giftast greitt, girnast annað, hata eitt, eldast, mæðast, andast, jarðast, æfi mannleg syo ákvarðast. Sökum þess að þörf mun þykja á, að færðar sjeu nokkrar sannanir fyrir að vísan sje eftir Herdísi, vil jeg geta þess, að fjölmargir sem nix lifa muna, að Bessi Steinsson hrepp- stjóri í Kýrholti, sonur Herdísar, kenndi mörgum vísuna og sagði hann hana eftir móður sína, og veit jeg að öllum, sem þekktu Bessa, muni þykja sönnunin óræk. því hann var kunnur frððleiksmaður og vandur í besta lagi. En svo eru önn- ur rök, og þau að engu ómerkilegri, því enn lifir norður í Skagafirði há- öldruð merkiskona, Hallfríður, dótt ir Björns dannebrogsmanns á Skálá í Sljettuhlíð, ekkja Friðriks Stef- ánssonar fyrrv. alþingism., og er hún með öllu óskyld Herdísi eða vensl- uð. Hún hefir gefið mjer vísúna uppskrifaða, og læt jeg hjeF oíð- Framh. á bls, 407.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.