Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1945, Side 8
520
LESBÖK MORGUNBLAÐSLNS
urnar voru á síuuiu tíma nálega
eiui andlegur fjársjóður alþýðuun-
ar. Aldrei man jeg eftir að Þórður
skipti skapi, svo stiltur var haim.
Allra manna var nann fljótastur
að rjctta hjálparhönd, ef í nauðir
rak, og þá hvað helst ef að „sinæl-
iugjar“ áttu í hlut. — Verkmaður
var Þórður svo mikill að hverju
sem hann gekk, syo það bar frá, og
lætur það að líkum um slikan
kraftajötun og happsmann, sem
hann var. Smiður var hann á trje,
járn og kopar. Smíðaði mikið fyrir
sveitunga sína, einkum hestajárn,
og mun ekki alltjend liaía tekið
mikið fyrir það. Sláttumaður var
hann með afbrigðum góður, og
brýndi ljá sinn jafnan með vinstri
hendi, því að vinstri höndin var
honum alla jafna tamari til allra
verka. Oft var til hans leitað ef
hjálpar þurfti skepnum, og þótti
honum vel takast það, þó að þend-
urnar væru ekki litlar, að rnjer
fannst. Jörð sína sat Þórður vel,
húsaði bæ sinn sæmilega. Þau hjón
bjuggu ætíð góðu búi, og þó ekki
stóru eða ríkmannlegu. Gestanauð
var mikil í Neðra-Sumarliðabæ,
enda voru báðir bæjirnir í þjóð-
braut, þegar ferjað var yfir Þjórsá
á Króksferju.
Þórður og Borghildur eignuðust
8 börn, og komust 5 af þeim til
fullorðiös ára. Brynjúlfur bóndi í
(íelti í Grímsnesi, giftur Signði
Guðmundsdóttur frá Efra-Apavatni
í sömu svcit, Ingibjörg Ijósmóðir
á Stokkseyri, tvígift. Fyrri maður
hennar var Kristján Jónatansson
frá Bergsholti í Staðarsveit. Síðari
maður hennar er Magnús bóndi
Jónsson frá Jliðkoti í Flóa. Þau
búa nú á Stokkseyri. Tómas bóndi
í Ilamrahól í Asahreppi í Holtum’,
tvígiftur, fyrri kona hans var Guð-
ríður Ingimundsdóttir frá Móakoti
á Vatnsleysuströnd. Síðari kona
hans er Jórunn Ólaísdóttir frá Des-
ey í Norðurárdal, Sigurður, dáinn,
kvæntur Guðrúnu Þórðardóttur frá
Gíslaholti i Holtahreppi. Þau
bjugg'ú að Neðra-Sumarliðabæ eft- •
ir lát foreldra hans.
Borghildur, sömuleiðis dáin Gift-
ist Sigurði bónda Sigurðssyni að
Bjálmholti í Iloltahrepþi.
Öll voru börn Þórðar og Borg-
hildar vel gefin og mannvænleg.
Þórður andaðist 2. dag septémber
mánaðar J90o að heimili sínu
Neðra-Sumarliðabæ.
Ilann var hinn mætasti maður,
ljúfmenni, sem átti marga vini en
engan óvin.
Það var ekki heyglum hent að
vera fcrjumaður á þeim tímum. er
Þórður starfaði að því verki. All-
ar ár voru óbrúaðar, en menn
þurftu þó að komast leiðar sinnar
með fjenað og vörur. Þannig var
það við stórárnar Þjórsá og ölfusá.
„Að passa ferjuna“ var erfitt verk
og mjög vossamt, svefnleysi svo að
heita mátti að vinnutíminn A-æri ó-
takmakaður. Menn konui að austan
og sunnan með hesta og farangur,
á öllum tímum sólarhringsins að jeg
ekki tali um lesttinar haust og
vor, þá sváfu ferjumennirnir ekki
alltjend mikið. ölfusá og Þjórsá;
eru mikil vatnsföll, einkum Þjórsá,
sem mun vera ein hin versta og
vatnsmesta á á landi hjer. llún er
mjög straumhörð, full af sand-
bleytu við bakkana, og monnum og
skepnum stórhættuleg. Það reyndi
þyí mjög á krafta, þrek og snar-
ræði ferjumanna er sandbleyta,
straumur og íshroði vildu nær
gleypa allt, sem fyrir var. En aldrei
heyrði jeg talað um slys við *„ferj-
una“. Á öllum tímum þjóðarinnar
hafa verið menn og konur, sem
unnið hafa þrekvirki, ýmist á sjó
cða landi, en þau voru venjulega
unnin í kyrrþey án endurgjalds.
Var því hljóðara um n.öfn þeirra og
afrek, en sum þau þrekvirki, sem
nú eru unnin á þurrum og sljett-
um völlum. Sjaldan Htur maður
svo í dagblað eða opnar útvarp, að
ekki sje lýst afrekum eins eða ann-
ars íþróttaflokksins, sem þá er oft-
ast launað með silfur gripvrm, mat-
ar eða kaffisamsætum, ræðum og
þakarorðum. Allt er þetta gott og
blessað. En „samtíðin þarf ekki síð-
ur að sjá“ að til voru meun. sem
unnu þrekvirki í þarfir lands og
þ.jóðar, án verðlauna eða annarar
viðurkenningar, þótt þeir legðu líf
í hættu fyrir samborgara sína.
Eintv af þeim mötinum var Þórð-
ur Þórðarson í Neðra-Sumarliða-
bæ,
Læt jeg fylgja límun jtessutu þær
fáu sagnir, sem sagðar hafa verið
vun hdnn og mjer borist í hendur.
en jeg veit að enti er margt óskráð
um Þórð gatnla „ferjumann".
K. Ó.
EFTIRFAlíANDr sntásagnir um
Þórð bónda Þórðarson frá Neðra-
Sumarliðabæ, sem ýmist var kall-
aður „sterki Þórður“ eða „ferju-
Þórður“, hefi jeg«krifað upp eftir
íiandritum eða sögnum nafn-
greindt'a höfunda, og fara þær hjer
á eftir:
Eftir handriti Jóns Jónssonar
fyrrum hreppstjóra á Illiðarenda
í ölvesi.
ÞAÐ var um Jónsmessuleytið
1868 að mikil ös var við „ferjuna"
í Óseyrarnesi, og var þar þá kom-
inn meðal annara „ferju-Þórður“
frá Sumarliðabæ, juvrfti hann að
hafa hraðan á, því að lieim ætlaði
haun að komast um nóttina. Við
vorunv tveir við „ferjuna" sinn á
hvoru skipi, en þau báru 14—18
hestburði. Jeg varð fyrir því að
takti á móti Þórði. Hann kom til
mín vingjarnlegur að vanda, og
segir:: „Ættli ]ni getir komið mjer
yfir á hinn bakkann, drengur
minn?“ „Jeg reyni það, ef ein-
hver fæst til þess að róa undir
hestunum". „Jeg skal nvi reyna