Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1946, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1946, Blaðsíða 6
114 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS verðugs hróss, að hann hefir mild- ,að mjög og dregið úr hinni grimm- úðugu bardagafíkn Germanans, en samt fjekk hann ekki sigrast á henni. Og þegar krossinn, þessi sið- bætandi uppalari, er brotinn og að velli lagður, mun villimennskuæði hinna norrænu bardagamanna bál- ast upp á ný og sú brjálæðislega heift þessa kyns, sem það lofsyng- ur seint og snemma. Kristindómurinn, hinn áður- nefndi verndarguð, er fallvaltur, og sá.dagur mun koma, er hann hnígur máttvana að velli (hjer er sjálfsagt átt við í Þýskalandi). Þá munu steinguðir fornaldanna rísa upp af gleymdum gröfum og þurka þúsundára ryk úr augum sjer, og Þór mun þá hefjast handa, sveifla jötunhamri sínum og mola niður hin gotnesku musteri....... Og þegar þjer heyrið vábrest, slíkan sem aldrei hefir áður heyrst, þá skuluð þjer vita, að þrumufleinn Þjóðverjans hefur hitt í mark. Við slíkan hávaða mun örninn hrapa frá háloftunum dauður til jarðar og ljónin lengst suður í Afríku munu hringa skott sín og hypja sig inn í sín konunglegu bæli. Til sam- anburðar við það , sem þá mun gerast á leiksviðinu, má telja frakk nesku byltinguna meinlausan barna leik..... Verið á verði! Jeg vil yður vel, og það er þess vegna að jeg segi yður hinn beiska sannleika. Yður má standa meiri stuggur af Þýska- landi með frjálsar hendur, en hinu Heilaga sambandi með öllum þess Króötum og Kósökkum. r... ★ Kommunismi er dulnefnið á hinu hræðilega andstöðuvaldi og sókn- armætti öreigalýðsins gegn núver- andi auðvaldsskipulagi. Milli þess- ara tveggja verður háð skelfilegt einvígi. Hvernig mun því ljúka? Það veit enginn nema guðirnir, sem framtíðina þekkja. En þetta vitum vjer, að þótt kommúnisminn sje enn hægfara, lítið ræddur og haf- ist helst við í leyni og hrörlegum bústöðum, þá er hann sá skugga- legi ofurhugi, sem forlögin hafa kjörið til þess að leika mikilfeng- legan þátt í harmleik hins nýja tíma, þótt um skamma stund kunni að verða...... Það verður stríð, — hið ægileg- asta eyðileggingarstríð, sem kalla mun, því miður, báðar hinar göf- ugustu þjóðir siðmenningarinnar, Fakka og Þjóðverja fram á leik- völlinn, þeim til eyðileggingar. En England, hinn voldugi sædreki, get ur ávalt leitað sjer öryggis í hinu vota og rúmgóða bæli sínu, og Rúss land á öruggasta griðastaðinn í sínu mikla og kalda víðlendi og furuskógum. Þessi tvö er ekki hægt að gersigra í pólitískri styrjöld, hversu hörmulega sem þau kunna að verða leikin. Undir slíkum kring um stæðum er Þýskaland miklu ver sett, en þó sjerstaklega Frakk- land, sem mist gæti á hinn ömur- legasta hátt öll sín stjórnfarslegu rjettindi. Þetta yrði þó aðeins fyrsti þátt- urinn í hinum háværa harmleik, eins konar forleikur. Annar þáttur- inn er Evrópubylting og alheims- bylting, einvigið mikla milli hins afskipta öreigalýðs og auðvaldsins — aristókratsins. í þeirri viðureign mun hvorki trú nje þjóðerni koma til greina, og þá verður ekki nema um eitt föðurland að ræða — al- heiminn, og aðeins eina trú og skoð un, trúna á hamingju mannkyns- ins. Hvort mun þá trúarsnið og trúarkenningar þjóðanna á liðn- um öldum rísa upp til hamslausrar andstöðu og leitast við að færa upp þriðja þáttinn? Eða mun hið forna einræðisskipulag birtast á sjónar- sviðinu í nýjum búningi, með nýj- ar leikreglur og nýtt kjörorð? — Hvernig gæti sá leikur endað? Þessu get jeg ekki svarað, en mig grunar, að þá kunni svo að fara, að molað verði höfuð hins mikla sædreka og dreginn yfir eyru hans húðfeldur bjarndýrsins í norðrinu Og hugsanlegt er, að þá verði að- eins ein hjörð og einn hirðir — einn alráður hirðir með járnstaf í hendi sjer, og ein jafnrúin og ná- kvæmlega eins jarmandi mannleg hjörð. Skuggalegir tímar tryllingsskap- ar eru í aðsigi. Skyldi einhver spá- maður æskja þess að rita nýja Op- inberunarbók, yrði hann að skapa einhver algerlega ný dýr, svo hræðilegar skepnur, að hinar fornu táknmyndir, dýrin í Opinberunar- bók Jóhannesar, yrðu til saman- burðar eins og meinlausar dúfur í búri. Guðirnir hylja andlit sín í meðaumkvun yfir mannanna börn- um, þeirra langa syndaregistri, og ef til vill sínum eigin örlögum. — Framtíðin ber þef af rússnesku leðri, blóði, guðleysi og miklum húðstrokum (Whippings). — Jeg mundi ráðleggja barnabörnum yð- ar til \:.2zz að fæðast með þykka húð á bakinu“. ★ Á þennan hátt skrifar skáldið Heine fyrir hundrað árum um framtíðina. Spádómur hans er ekki flókinn eða þungskilinn, þótt hann sje skáldlega orðaður með köflum. Fyrri þátturinn er furðulega ná- kvæm lýsing á valdatöku nazism- ans. afneitun hans á kirkju og kristni, dýrkun kynsins og hinna fornu norrænu trúarbragða og harðneskju víkingsins, ógnum styrj aldarinnar, hruni Frakklands og Þýskalands, en skáldið sá það fyrir, að England og Rússland mundu bjargast að þessu sinni, þótt senni- lega hart leikin. En Heine stendur þó enn meiri stuggur af næsta þætti

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.