Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1946, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1946, Qupperneq 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS § T' '¥■ <i r 117 Er hún hafði lokið því námi að mestu veiktist hún að nýju. Þá þufti hún langa sjúkrahússvist. — Þar kyntist hún jóskri konu. Tókst kunningsskapur með þeim. Bauð hún Nínu til sín út á Jótland, er hún væri orðin ferðafær. Á Jótlandi kyntist Nína danskri listakonu er var myndhöggvari. — Hafði hún ekki áður haft nein kynni af myndlist. Þessi viðkynn- ing hreif hana, gágntók hana. Hún fjekk sjer leir og fór að móti mynd- ir. Hún mótaði m. a. barnshöfuð. Þetta verk hennar vakti mikla at- hygli. Hún fór með það til kenn- ara við Tekniska skólann í Höfn. H. Grönvold. Hann var ágætur kennari. Hann spurði hana hvar hún hgfði lært. Hún sagði sem var, að hún hefði engrar tilsagnar notið. Þetta varð til þess, að kennarinn studdi hana til náms, svo og frænka hennar. Helga Guðmundsdóttir. — Síðan gekk hún á Lista-akademíið í Höfn í fjögur ár. Var Utzon Frank aðalkennarinn hennar Hann örvaði þenna nemanda sinn mjög til sjálfstæðra verka og jók á sjálf- traust hennar. Frá Höfn fór hún að afloknu námi til Róm og Parísar. Dvaldi lengi í París. Þar gerði hún myndina Móðurást. Hugmynd sína að þeirri mynd fjekk hún frá skáld sögu Sigridar Undset, Jenny. Nokkru eftir að hún kom til Ncw York, gerði hún m. a. mynd af Vil- hjálmi Stefánssyni, er síðar var gefin hingað. En þá fyrst vakti hún almenna eftirtekt vestra, er hún sigraði í samkepni þeirri, er stjórn- endur Waldorff-Astoría gistihúss- ins gerðu um mynd, sem prýða skyldi aðalinngang að stórhýsi þessu. . ' Eftir nokkurra ára dvöl í New York fluttist hún til Hollyvood. Þar gerði hún mynd af Leifi Eiriks- syni, sem sett var í .,Griffith Park“ í Los Angeles. og ál'hjúpuð á fyrstu Nína Sœmundsson aö vinna við síðasta listaverk sitt, Hafmey. „Eiríkshátíð" er þar var haldin. Aðra standmynd og stærri hefir hún gert er táknar Prometheus í West Lake Park. Hún hefir, sem fyr segir mótað fjölda mynda af kvikmyndaleik- urum í Hollyvood. Eitt sinn er hún hafði verið lengi veik og hafði ekki líkámsþrek til að fást við að móta myndir eða höggva í stein, tók hún að mála. Hefir hún fengið góða dóma fyrir mörg málverk sín. Nýlega hefir frk. Nína fengið langtum meira verkefni en nokkru sinm áður, er inun endast henni í mörg ár til úrlausnar. Oliukongur einn í Houston í Tex- asfylki Mc. Carthy að nafni, hefir ákveðið að reisa mörg stórhýsi ut- an um fagurt torg í borg þessari. Torgið á að bera nafn hans. Hin fyrirhuguðu stórhýsi eiga að vera fyrir útvarpsstöð. gistihús og leigu- hús með dýrindis íbúðum. Forstöðu menn þessa mikla byggingafyrir- tækis. hafa ráðið frk. Nínu Sæmund

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.