Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1946, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1946, Page 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS » fiV* 121 ungs, einnig er nokkuð til hjer, af afskriftum af ritum hans. Eru rit þessi um óskyldustu efni sýna og fjölhæfni og lærdóm sjera OddS. — Segir og dr. theol. Jón biskup Helgason, í Kristnisögu sinni, að hann hafi verið: „Meðal lærðustu presta á sinni tíð, kunni söng á- gæta vel og var góður læknir, skáld sæmilegt og stjörnufróður“. — En Þorv. Thor. telur hann verið hafa náttúrufróðastan íslenskra manna á sinni tíð. Segir Þorvaldur meðal annars: „--------Eftir orði því sem af sjera Oddi hefir farið. á hann að hafa verið mikill gáfu- maður og í alt fær; með því að hann var náttúrufróður hugðu margir að hann væri göldróttur, forspár og kæmi fátt á óvart“. Góður læknir. MEÐAL ritverka sjera Odds, er lækningabók. Mun þó varla vera þar um sjálfstætt ritverk að ræða, heldur að mestu leyti þýðingu úr þýsku. Er lækningabók þessi tal- in vera með nokkru vísindasniði, og sjúkdómarnir greindir eftir limum og líkamspörtiim, er þar margt sjúkdómsheita á íslensku, einnig er þar allmikið um meðala- gjörð. Enda hafði sjera Oddur mikið orð á sjer fyrir lækningar. Tókst honum fyrstúm manna, að lækna hina hvimleiðu „sárasótt“, sem þá var all útbreidd hjer á landi, en fyrir aðgerðir sjera Odds, tókst næstum að útrýma henni. Hefir þetta væntanlega verið ein- hverskonar næringarsjúkdómur, eða öllu heldur fjörefna skorts sjúkdómur, og læknaði sjera Odd- ur veikina með meðölum, sem hann hefir sjálfur búið til úr jurtaseiði. En hann var mætavel að sjer í jurtafræði, og samdi ritgörðir um það efni, bæði á íslensku: „Um jurtir“ og á latínu: „De herbis medico ord.alphabetico“. — Er það eins og nafnið bendir til, eink- um um lækningajurtir og notkun þeirra alment. Einnig samdi hann rit: „Um farfa, blóðtökur, grasa- og steinadyggðir“. Gefur nafnið til kynna, að þar muni nokkuð gæta hindurvitna og hjátrúar aldar- farsins. Sjera Oddur kunni skil á mörg- um íslenskum jurtum og greinir frá vaxtarstöðvum þeirra, einnig tilfærir hann íslensk nöfn á jurt- unum og það jafnvel þeim, sem eru mjög fágætar. og gefur sum- staðar lýsingu á útliti þeirra. Enda er kunnugt um að hann átti jurta- safn. Ekki var Jón Guðmundsson „lærði“ þó sjerlega mikið hrifinn af grasa þekkingu sjera Odds: — — „Sá sig þekkir ekki (þekkir ekki takmörk sín) Reynivalla Odd ur, sá rangtrúaði“, segir Jón. Á hann þar auðvitað við, að sjera Oddur dragi rangar ályktanir, en ekki að hann sje trúvillingur. Var Jóni „lærða“ og illa við sjera Odd, sökum þess að hann hafði verið skipaður dómsmaður til að dæma í máli Jóns, árið 1631. — En Þorv. Thor, segir: „í grasafræði er þó Oddur auðsjáanlega Jóni miklu fremri". Læknisnám sjera Odds. SAGT ER að sjera Oddur, hafi numið „læknislist“ af enskum lækni, er vetursetu hafði í Skál- holti. — Á þeim tímum var öllum þeim mönnum, sem ekki voru þegnar Danakonun^s, eða úr „ríkj unum“, eins og það var orðað, bönnuð veturseta á íslandi. Með brjefi 1545. var þó sú undantekn- ing gerð, að „Bartskerar“ (hand- læknar) mættu liggja hjer I landi með fógetans leyfi og samþykki, þeir sem vilja verá landsmönnum til gagns og góða og græða vilja fólk“. — Að sjálfsögðu var þeim heimilt að taka sanngjarna þókn- un fyrir læknisverk sín. — Einnig máttu skipbrotsmenn hafa vetur- setu hjer, að víta lausu, svo og unglingar sem læra vildu tungu vora, þó að þeir væru ekki úr „ríkjunum". Hver þessi enski læknir hefir verið, sem sjera Oddur lærði hjá; mun ekki auðvelt að segja með vissu. En ekki virðist þó fráleitt að ætla. að það hafi verið maður sá, er Vallholts-annáll g'etur um, við árið 1644. Þar segir: „19. ágúst deyði Vilhjálmur Vilhjálmsson, enskur maður, er lengi bjó í For- sæludal (Vatnsdalshrepp í Húna- vatnssýslu) 60 ára, guðrækinn, meinlaus og góðgjarn“. — Að Vil- hjálmur enski, hafi verið læknir, sjest af sama annál, við árið 1667, þar segir: „— — Bólan gekk um Víðidal og Vesturhóp. Úr henni dó Vilhjálmur sonur Vilhjálms lækn- is hins enska“. Ef Vilhjálmur þessi, er sá enski læknir, sem sjera Oddur lærði hjá, sem virðist mjög sennilegt, hefir hann verið ungur maður, senni- lega um tvítugt, er hann kom hing að til lands, væntanlega á fyrstu árum 17. aldarinnar, og dvaldi í Skálholti. En þá hefir sjera Oddur verið kominn á fertugsáldur ög orðinn prestur í Grindavík. Vafa- lítið hefir hann þá, verið búinn að kynna sjer lækningabækur. en viljað nota tækifærið seni bauðst, og brugðið sjer til Skálholts og dvalið þar yfir vetrartímann, til að nema meira í læknisfræðinni, með tilsögn kunnáttumanns. — En í þá daga var læknisfræðin næsta fá- brotin við það sem nú er, og fyrir mann, sem áður hafði aflað sjer þekkingar í þeirri grein, gat eitt vetrarnámskeið orðið töluvert notadrjúgt. Vilhjálmi enska, hefir fallið vel að vera hjer á landi. og geðjast að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.