Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1946, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1946, Blaðsíða 6
258 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS skilningur. En hinsvegar verður ekki með neinni skynsemd efast um það, að fjarskynjun á sjer stað. Dýrin, og á sjerstaklega eftirtekt- arverðan hátt, fuglarnir, hafa þessa hæfileika til að bera á miklu hærra stigi en mennirnir, og meðal mann- kynsins eru að þessu leyti fremstar þær þjóðættir sem annars eru síðri að andlegum þroska, svo að það sem nefnt er vit, virðist að nokkru leyti hafa þróast á kostnað þessara svonefndu dulrænu hæfileika, sem eru þó ekki dulrænir lengur en þangað til komið er framyfir til- tekið stig vanþekkingar. Hjá hvít- um mönnum eru það heldur ekki mestu vitmennirnir, sem hafa slíka hæfileika til að bera, þó að und- antekningar megi nefna, eins og t. d. Njál og Swedenborg. Jeg get um þessi efni talað af mikilli og erfiðri reynslu. Því að í mörg ár hefir dulrænumaður vitað til mín á þann hátt sem undralækn- irinn er þarna sagður hafa vitað til sjúklinga sinna, og þeir stundum til hans. En í stað þess að Parish hefir notað hæfileika sína til að gera gott, þá hefir þessi kunningi minn, af mestu þrákelkni beitt dulrænum gáfum sínum til að reyna að gera mjer ilt. Og sakir þess hve illa menn hafa reynst mjer, hefir þetta verið mjer til stórbaga og tafar. Hafi jeg talað um þetta, í því skyni að fá Ijett af mjer þungbæru böli, eins og svo auðvelt hefði verið, ef þessu tali mínu hefði verið rjett tekið, þá hefir mjer í þess stað verið gefið í skyn að jeg væri geðveikur, og ekkert mark takandi á því sem jeg segi. Er því þar til að svara, að menn eiga heldur að ástunda að vera ekki illgjarnari en þörf er á, og hyggja betur að því, að þeir styðji ekki níðdngsverknað, eins og rjett er að nefna athæfi þetta gagnvart mjer. Það ætti ekki að vera torvelt þeim, sem vel eru greindir, að gera sjer alveg ljóst, að jeg er ekki á neinn hátt geðveik- ur. Geðveikir menn skrifa ekki eins og jeg, finna ekki ný náttúrulög- mál, og færa ekki út þekkinguna á lífi og heimi, eins og jeg hefi gert. Og svo ættu menn að geta látið sjer hugsast, að ef fjaráhrif geta orðið þannig frá manni til manns, að þau stórbæti líðan hans og heilsu far, — eins og þúsund dæmi sanna — þá er ekki ólíklegt að slík áhrif megi hafa einnig á hinn veginn. — Engum, sem af fullri alvöru vill hugleiða tíðindi þessara síðustu ára, getur í rauninni blandast hugur um, að mannkyn vort er á vegi til glötunar. En að svo er, stafar fyrst og fremst af því, að þeim sem voru að vinna að því umfram alt, að auka svo skilninginn á tilverunni, að komist yrði á hina rjettu leið, hefir verið gert svo erfitt fyrir. Þeir hafa löngum, öðrum fremur átt sljóleik og illvild að mæta hjá samtíðarm. sínum. En enginn má ætla, að jeg muni verja jafnvel stuttri stund til að fást um slíkt, þegar hugarfarið gagnvart mjer hefir tekið þeim breytingum sem nauðsynlegt er, til að burtu verði rutt þeim hindrunum sem svo mjög hafa torveldað og tafið verk mitt. IV. SKAL nú gerð nokkur tilraun til að greiða fyrir skilningi á því, hvernig í staðinn fyrir hinar svo- nefndu andlegu lækningar, sem eru „trúarlegs eðlis“ eins og haft er eftir undralækninum Parish í bók þessari um hann, gætu komið lækn ingar vísindalegs eðlis, sem aldrei þyrftu að bregðast. Þegar Gilbert um aldamótin 1600 gaf út bók um það sem hann nefndi ný vísindi (nova philosophia), þá fanst Baco lávarði fátt um og gerði lítið úr. Hann sjálfur ætlaði sjer, með hinu fræga verki sínu Novum organum, að hefja nýja öld í vís- indum. En Gilbert varð þó hlut- skarpari. Því að þessi nýu vísindi er hann nefndi svo, og Baco gerði svo lítið úr, voru ekkert minna en upphaf rafmagnsfræðinnar, sem eins og kunnugt er, hefir gjörbreytt högum mannkynsins, og leitt til hinna óvæntustu framfara í eðlis- fræði. Það má segja, að nokkuð líkt sje ástatt ennþá um líffræðina og um eðlisfræðina var, áður en þekkingin á rafmagninu kom til sögunnar. En þó má sjá fram á möguleika slíkrar þekkingar sem líffræðinni hefir |fátt verið, og hversu hún mundi verða áhrifa- meiri til eflingar öllu mannlífi, heldur en jafnvel rafmagnsfræð- in. Slík vísindi mætti kalla líf- magnafræði, og væri þess hin mesta þörf, að þau yrðu ekki eins seinþroska og hin nýju vísindi Gil- berts, rafmagnsfræðin, því að meir en 200 ár liðu áður en þau vísindi komust verulega á framfaraleið. Sá skilningur að lífið sje fram komið fyrir nokkurskonar magnan efnisins af utanaðkomandi orku, er mjög forn, og mun vera að rekja til Pypagorasar. En lítill gaumur hefir þeim skilningi verið gefinn, svo afaráríðandi sem hann er, og óyggjandi. Einhver kraftur er að reyna til að ná tökum á efninu og kemur fram í því sem líf. Á líf- stöðvum eins og vorri jörð, hefir þessi tilraun aðeins ófullkomlega tekist, enn sem komið er, og á slík- um stöðum ræður helstefnan. Hver lífvera verður að gefast upp við að lifa, og deyr, hvort sem er af meiðsl- um, veikindum eða ellihrörnun. En að tilraun takist er sama sem að komist sje á þá leið, að allri hröm- un verði lokið, og ekki dáið fram- ar. Því að það er mikill misskiln- ingur að halda, að tilgangur lífsins sje dauði, þó að svo virðist vera á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.