Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1946, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1946, Blaðsíða 10
262 LiESBÓK MORGUNBLAÐSINS jafnvægisstöðu aftur er náð og enda öllu lengra til baka, þar eð þetta ó- eðliléga framskrið hafði aukið heild arbráðnunina. Jökulhlaupin sem slík þýða og mikla rýrnun ísmagns ins því vatn þeirra mun að mestu leyti, beint eða óbeint, vera tekið úr jökulísnum. Sú aska er fellur á yfirborð jökulsins í öskugosum get ur í einstöku tilfellum hlíft eitt- hvað við bráðnun, en þegar fjær dregur eldstöðvunum eru hin dökku öskulög venjulega svo þunn að þau aðelns dekkja yfirborð hjarnsins svo að það varpar minna ljósi frá sjer en ella en bráðnar því meir. Það er því hægt að skýra einstöku skyndiframskrið skriðjökla með gos starfsemi en með því verða ekki skýrð þau langvarandi framskrið, sem raunverulega hafa átt sjer stað. Hugsanleg orsök til framskriðs- ins væri sú, að eldstöðvar undir þessum jöklum hefðu verið virk- ari á fyrstu öldunum eftir að landið bygðist en síðar. En nú má leiða að því sterkar líkur að á fyrstu öld- um íslands bygðár hafi aðaleld- stöðvarnar undir Vatnajökli verið minna virkar þá en síðar. Thorodd- sen hjelt því fram að Skeiðarár- jökull hefði haft sömu útbreiðslu á þjóðveldistímanum og nú og færði fyrir því nokkur rök, en hann gekk of langt er hann taldi þetta sönnun fyrir því, að engin veruleg loft- lagsbreyting hefði átt sjer stað síð- an land bygðiU. Líklegt má telja, að á þjóðveldistímanum hafi aðal- eldstöðvarnar undir Skeiðarár- jökli, Grímsvötn, haft hægt um sig eða jafnvel verið óvirkar með öllu. Það er erfitt að hugsa sjer, að bygð hafi getað haldist við á suðaustur- hluta Skeiðarársands ef þar hefðu flætt yfir jökulhlaup á stærð við jökulhlaupin 1934 og 1938. — En sannanlegt er, að á sljettunni norð- Þessar tvær myndir af Morsárjökli í Öræfum gefa nokkra hugmynd um eyðingu þess jökuls síðasta áratuginn. Efri myndin er tekin í ágúst 1935, sú neðri í ágúst 1945. Jökulfossinn undir örinni a er nú eyddur niður í fast berg; ísstraumurinn viðb. nær ekki lengur niður á skriðjök- ulstunguna. Haldi jökullinn áfram að eyðast með sama hraða og síðustu áratugi, virðist þess ekki langt að bíða, að skriðjökulstungan slitni al- gjörlega frá hjarnsvæði sínu. (S. Þ. foto.) ur af Ingólfshöfða var bygð fram yfir miðja 14. öld, enda er hvergi getið goss í Skeiðarárjökli fyrir þann tíma. En síðan um 1600 hafa a. m. k. 25 jökulhlaup komið und- an Skeiðarárjökli. Sje reiknað með að heildarvatnsmagn hvers hlaups sje 10 teningskílómetrar, sem er minna en áætlað heildar- vatnsmagn hlaupanna 1934 og 1938 og sje ennfremur gert ráð fyrir að megnið af þessu vatni sje myndað

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.