Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1946, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1946, Blaðsíða 5
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 257 Helgi Pjeturss. dr. FRAMFARIE, SEM ORÐIÐ GETA EF ÞEKKINGAR NYTI VIÐ I. FYRIR ekki allfáum árum sá jeg þess gétið, að breskir læknar væru farnir að hafa áhyggjur af því hve mjög trúin á hina svonefndu anda- lækna og andalækningar færi í vöxt þar í landi. ,Mun þó sú trú hafa ágerst eigi alllítið síðan, og nú er nýkomin út á íslensku bók um þann sem talinn er vera fræg- astur allra slíkra lækna. Bókin heit ir „Undralæknirinn Parish, frásagn ir um kraftaverk nútíma andalækn is“, og er eftir hinn kunna spiri- tistarithöfund M. Barbanell, en Sig- urður Haraldz (sonur sjera Harald- ar heitins Nielssonar) hefir þýtt, og á hann að vísu þökk skilið fyrir það verk, því að bókin er fróðleg. Segir þar frá mörgum furðulegum lækningum, og mun það erfitt reynast að halda því fram, að þetta sje altsaman skáldskapur, eða jafn- vel að mestu leyti. En hinsvegar er ekkert getið um þá mörgu, sem gera má ráð fyrir, að leitað hafi til undralæknisins árangurslaust. Margir hafa haldið, að ekki sje trú- andi neinu af því, sem sagt hefir verið af undralækningum í krafta- verkabænum Lourdes á Frakk- landi. Munu þó vera fyrir hendi vottorð lækna um mörg þessi „kraftaverk“, en einnig áreiðanleg- ar upplýsingar um það, að einung- is örfáir af þeim mikla fjölda sjúkl- inga, sem til kraftaverkaborgar- innar hafa leitað í von um að fá þar bót meina sinna, hafa læknað- ir verið. Vantar því mikið á, að svo vel sje, sem vera þyrfti, enda ekki við öðru að búast, þar sem er í þessum efnum meir um trú að ræða en þekkingu. Menn hafa ennþá hvergi nærri gert sjer Ijóst hvernig á undralækningunum stendur, og þá heldur ekki á orsökum þess, að þær bregðast svona oft. II. FRAMFARIR í læknisfræði hafa verið mjög miklar, einkum síðustu 100—150 árin, og þær framfarir hafa verið svo þýðingarmiklar, að án þeirra myndu mennirnir sem byggja jörðu vora, óefað vera nokkr um hundruðum miljóna færri en. er. En þessar framfarir er að mjög miklu leyti að þakka aukinni þekk- ingu á náttúrunni. Er sá þekking- arauki að nokkru leyti til orðinn fyrir starf manna sem sjálfir voru læknar, en þó einnig að mjög miklu leyti náttúrufræðingum sem ekki voru læknar. Er þar frægasta dæm- ið Pasteur, og uppgötvun hans á þessum smáverum, sem margar hverjar valda hinum háskalegustu veikindum. Er óhætt að segja, að læknarnir hafa verið fljótir að færa læknisfræðinni í nyt þær uppgötv- anir í náttúrufræði sem að liði gátu orðið. En þó er nú svo ennþá, að þrátt fyrir allar framfarir, og þrátt fjmir allan þann fjölda, sem á endurfengna heilsu sína, eða þá það, að þeir hafa ekki sýkst, hinni vísindalegu læknisfræði að þakka, þá er þó ennþá ekki betur komið en svo, að mjög margir, og það ein- mitt þeir sem helst þyrftu hjálp- arinnar með, fá enga bót meina sinna og verða að deyja kvalafull- um dauða. Örugglega má þó segja þao fyrir, að þær framfarir geta orðið í lækn- isfræði, að enginn þurfi árangurs- laust að leita hjálpar. Og það er sá möguleiki sem leynist undir- hin- um svonefndu andalækningum. En áður en jeg sný mjer að því að skýra þetta nokkru nánar, ætla jeg að minnast á sumt stórfróðlegt og eftirtektarvert í þessari bók sem Sigurður Haralz hefir þýtt. III. „Hinn andlega lækningakraftur Parish“ — segir í bókinni, s. 16 — „hefir náð heimsálfanna á milli“. Sjúklingar þeir, sem bót fengu meina sinna fyrir áhríf frá undra- lækninum, voru oft í öðrum heims- álfum. Virðist ekki unnt að skýra þetta öðruvísi en svo, að einhver tegund orku geisli frá lækninum til sjúkl- inganna ,svo að rjett sje að tala um lífgeislunarlækningar, Bioradi- oþerapí. Parish hefir, að því er í bókinni segir, oft getað „lýst ná- kvæmlega herbergjum sem hann' hefir aldrei sjeð í sínum jarðneska líkama. Og fjölmargir sjúklingar (fjarri lækninum) hafa orðið fyrir því, að sálrænn skygnihæfileiki þeirra hefir opnast, og þeir hafa sjeð heilsugjafa sinn“. í sambandi við slíka hæfileika hafa menn taláð um „astral“ferða- lög og „travelling clairvoyance“, og má sýna fram á, að það er mis-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.