Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1946, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1946, Blaðsíða 4
416 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Sólarlag við Hestgerðislón í Suðursveit. C. Mannerfelt foto 1936. og engan að. utan guð cinn“. (Safn t. s. Isl. I., bls. 108). Biskupaannálarnir ern skrifaðir í Skálholti á fyrsta áratug 16. alclarinn- ar og höfundur þcirra cr fæddur 1;>48. I’cir tncga því tdjast næsta örugg heimild um þertnan atburð. Fitjaann- áll tekur upp sömu frásögn. Þessa sjó- slyss er gctið hjá Espólín og víðar, en allstaðar virðist mega rekja frásögnirta til Biskupaannála. í lýsingu Kálfafells staðarsóknar frá 1855, sem er með hendi séra Jóns Sigurðssonar, en und- irskr.ifuð, og efalaust samin af sóknar- prestinuin borsteini Einarss. cr sagt, að drukknað hafi 93 menn við Hálsa og sama hcfur Danicl Bruun skráð og hefur þtfð eftir heimildarmönnum sínum að 8 bátar af 18 hafi farist, (talan 1§ er öruggt einkenni þess að frásögnin cr búin að fá á,sig þjóðsagn- arblæ), og hafi þeir sumpart verið mannaðir Suðursveitungum. í sagna- safni Guðnjundar Jónssonar í Hoffelli (Lbs. 1585 8°, bls. 3—6 — 322) cr sú frásögn að 18 (!) skip hafi róið til fiskjar úr Ilálsahöfn þennan dag og hafi öll farist nema eitt. F'ormaður skipsins sem af komst hét Bjarni. Hann náði íandi heilu og höldnu nokkuð vestan við Hálsa og heitir siðan Bjarnahraun og Bjarnahrauns- sandur, þar stem hann lenti. Mælti hann svo um, að þar skyldi aldrei skip farast í Iendingu og hefir það þótt rætast síðan. Sögn er og, að presturinn á Kálfafellsstað hafi verið á því 'skipi sem af komst. í verbúðum Norðlinga var maður sem Ingjaldur hét, hann var forn í skapi og átti ekki samlynt við fjelaga sína. Þótti honum þeir „brúka óskikk og ljótt orðbragð“. Ilann bjó því einn sjer í verskála. Nóttina fyrir skipstapann heyrði hann vísu kveðna fyrir utan skáladyrnar. Sú vísa er ekki varðveitt óbrjáluð, en hún varð til þess að Ingjaldur hjelt sjer heima skiptapadaginn. Önnur sögn er, að Ingjaldur hafi verið maður, sem dæmdur hafi verið til lífláts næsta vor en verið látinn róa þessa vertíð á einu af þeim kon- ungsskipum sem haldið hafi verið út frá Hálsahöfn. Hafi hann nauðugur farið á sjóinn skiptapadaginn vegna þeirrar vísu er hann hafði heyrt kveðna nóttina áður. Hann var sá eini er rak lifandi í land og voru hon- um gefnar upp sakir um vorið. Þá er og sögn að rauðkembingur hafi grandað skipunum. Skipin voru á fiski og lágu þjett saman utan það eina, sem af komst. Illhvelið hvolfdi þeim hverju af öðru en skipverj- arnir á því skipi sem var eitt sjer sáu hverju fram fór og rjeru lífróður til lands með illhvelið á eftir. Rauð- kembingurinn 'dró á og tóku þeir þá það ráð að róa upp á Styrmissker, sem sjór flæðir vfir á flóði. Var það jafn- snemma, að þeir sluppu yfir skerið og hvalurinn náði þeim. Svo mikið var kaStið á honum að hann lenti upp á skerið og festisf þar og sprakk síðan en skipið náði landi. Bruun getur þess að nokkrir Norð- lingar hafi orðið eftir í Suðursveit til að sjá ekkjum þeirra er drukknuðu farborða. Þrír bátaeigendur, Skarði, Teitur og Bjarni, eiga að hafa ílenst í Suðursveit og byggt sjer smábýli þar sem nú heitir Skarðahraun, Teits- hraun og Bjarnahraun. Þóttist Brutin hafa fundið bæjarleifar hjá Skarða- hrauni. Almennt mun talið að sjósókn Norðlinga úr Suðursveit hafi lagst niður eftir hinn mikla mannskaða og vegna hans. En við n^nari athuguni hlýtur sú spurn,ing að rakna, hvort þetta geti verið eina orsökin til þess að útræðið við Hálsa lagðist niður. Þótt þarna væru mikil afhroð goldin eru þau. því miður, ekki einsdæmi í sögu íslenskra fiskiveiða, en ekki veit jeg til að aðrar verstöðáar hafi niður lagst af þeirn orsökum einum, nema þá um stuttan tima. Yfirleitt hættir mönnum við að gera of mikið úr þýð- ingu einstakra viðburða og gleyma þ'ví að þeir eru aðeins einn hlekkur í óslitinni orsakakeðju. Lykilinn að hinni eiginlegu orsök til að Norðlingar liigðu niðirr sjósókn frá Hálsaósi, er að minni hyggju að finna í lýsingu Þorsteins prests Einarssonar á skerj- unum við Hálsa í áður nefndri sókn- arlýsingu. Þar segir: ,,Er það skerja- klasi nokkmf sem sjaldan sjest upp úr sjó, en brýtur hvarvetna á, hann er næstum landfastur á öðrum enda,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.