Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1946, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1946, Blaðsíða 11
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS |j|& '■&# * w: t 423 EINKENNILGT FÖLK • > -•* *' - i- ‘ ' Ekki eru allir menn steyptir í móti, sem betur fer, því að þá mundi lífið vera heldur fáskrúðugt og tilbreytingalítið. En stundum hafa uppi verið menn, sem skera sig svo algjörlega úr fjöldanum, að það er því líkast, sem náttúran hafi gert það að gamni sínu að gera þá öðru vísi úr garði en aðra. Sumir eru gæddir þeim hæfileikum er varla verða skildir á annan hátt en þann, • að þeir menn hafi einhver skilningarvit, er allur þorri jarðar- búa fer á mis vi$. SÁ í GEGNUM HOLT OG HÆÐIR Þar er nú til dæmis sagan um portúgölsku konuna með „Xgeisla- augun“. Frá henni er sagt í „Mer- cure de Paris“ 1725. Þessi kona gat sjeð niður í iður jarðar. Hún þurfti ekki annað en stara niður fyrir fætur sjer, þá sá hún djúpt í jörð Hún sá einnig í gegn um alla hluti, einnig menn, og gat með óskeikulli vissu sagt barnshafandi konum hvorf þær gengi með pilt eða stúlku. Einu sinni var það að konungurinn í Portugal ijet byggja sjer dýrindis höll, en enginn gætti þess fyr en um seinan, að þ>ar var ekkert vatnsból. Verkfræðingar og aðrir vitrir menn fóru þá að leita að vatni þar í nágrenninu, en fundu ekki. Þá mintist konungur þess 'að hafa heyrt getið um konuna sem sá í jörð. Var hún nú sótt. Hún gekk fram og aftur umhverfis höli- ina, og benti að lokum á stað, þar sem vatn væri undir. Var nú farið að grafa þar, og var grafið mjög djúpt, og seinast komu menn þar niður á nóg vatn. Konungur varð svo hrifinn af þessu að hann aðlaði konima, Ijet hana fá lífstíðarlaun og heiðraði hana auk þess með orðu Krists. Þettd er sagan um þessa konu. í Antwerpen í Belgíu var líka einu sinni maður, sem sá í gegnum öll klæði, hversu þykk, sem þau voru, nema þau væri rauð. í gegn um rauð klæði gat hann ekki sjeð. SKIP KEMUR AÐ LANDI. Þá ganga og miklar sögur af frönskum manni á Mauritius, sem sá til skipaferða mörgum dögum áður en þau komu að landi. Hann hjet Bottineau og var liðsforingi í sjóher Loðvíks XIV. Þeir sjóliðsforingjar, sem voru á Mauritius, eyddu mestum tíma sín- um í það að horfa eftir skipaferð- um, því að það var merkis atburð- ur á þeim dögum, ef skip kom til. eyjarinnar. En Bottineau hafði það fram yfir aðra, að hann sá skipin áður en nokkur annar gæti komið auga á þau. „Jeg veðjaði oft um það að skip væri að koma, tveimur eða þremur dögum áður en til þess sást, og mjer brást sjaldan boga- listin, svo að jeg græddi vel fje á þessu“, sagði hann. Aldrei notaði hann * sjónauka og fjelagar hans töldu, að hann hefði ófreskisgáfu. Sjálfur kvað hann þetta aðeins stafa af eftirtekt á loftinu. Sögurnar um ófreskisgáfu hans bárust til flotamálaráðuneytisins í París, og það skipaði landstjóran- um á Mauritius að þafa eftiriit með þessu. Samkvæmt skýrslu hans, sem nær yfir árin 1778—1782, hafði Bottineau sagt fyrir komu 575 skipa, og oft fjórum dögum áður en þau komu. Einu sinni skýrði hann frá því, að ellefu skip væru á leið til eyj- arinnar. Þótti það heldpr en ekki tíðendum sæta, að svo stór floti væri á ferð, því að þá var stríð milli Frakka og Englendinga. Hlej-pi- skúta var þegar send á stað til að njósna um skipin. En áður en hún kæmi aftur sagði Bottineau land- stjóranum frá því að skipin myndu hafa breytt um stefnu. Seinna kom þangað kaupfar, sem sagðist hafa mætt ellefu skipum, sem hefði ver- ið á leið til St. William-vígis. Eins og fyr er sagt helt Bottineau því fram, að hann sæi til skipanna í loftinu, og aðrir gæti sjeð hið sama. Honum voru boðnar 10,000 livres og 1200 livres á ári meðan hann lifði, ef hann vildi skýra frá . því, í hverju þetta lægi. En hon- um þótti tilboðið of lágt og hafn- aði því. Seinna fór hann til Frakk- lands og ætlaði þá að selja þessa „uppgötvan“ sína. en þá vildi eng- inn heyra hann nje sjá. Lenti hann svo í fátækt og basli, dó örsnauður og fór með „uppgötvunina“ í gröf- ina með sjer. :*'■ :.|r ' UNDRABÖRN Bráðþroski sumra barna, er al- veg furðulegur. Merkilegasta dæm- ið um það er ef til vill Heinrich Heineken, „undrabarnið í Liibeck“. Hann fæddist árið 1791. Hann var altalandi þegar hann var 10 mán- að Þegar hann var ársgamall hafði hann lært löng kvæði utanbókar. Fjórtán mánaða gamall hafði hann lesið alla biblíuna og var henni gagnkunnugur. Tveggja ára gamall rökræddi hann sagnfræðileg efni við hina lærðustu kennara, og pró- fessorar í landafræði áttu í vök að verjast að hann ræki þá á stamp- inn. Hann kunni latínu reiprenn- andi og mörg yngri tungumál. Ævi hans var eins og blossi sem hverfur jafn skyndilega og hann kemur. Heineken dó 4 ára gamall. Sjerstaklega virðist tónlist mörg um meðfædd. Mozart var ekki nema þriggja ára þegar hann byrj-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.