Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1946, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1946, Blaðsíða 14
L 426 LESBOK MORGUNBLAÐSINS FAWSETT-BRÆÐUR Mestu tímaritaútgefendur í Bandaríkjunum og líklega í heimi, eru þeir Fawcett bræður, fjórir ungir menn, sem af eigin ramleik hafa bygt upp níargra miljóna fyrirtæki. ENGINN maður mun dveljast um nokkra hríð í Bandaríkjunum, án þess að komast í kynni við eitt- hvert af tímaritum þeirra Fawcett- bræðr#. Þau eru svo að segja á hverju strái. Hin helstu þeirra eru: True Confessions (ástarsögur ofl.), Mechanix Ulustrated (vísindarit), Startling Detective (kynjasögur), Captain Marvel (skoprit), Motion Picture (kvikmyndarit), True og Todays Woman (skemtunar og fróðleiksrit). Faðir þeiira byrjaði þetta útgáfu fyrirtæki. Hann hafði verið liðs- foringi í hernum í fyrra heims- stríði og kom særður heim og varð að liggja lengi í sjúkrahúsi. Gerði hann sjer það þá til dægrastytting- ar að skrifa skopblað handa drengj- unum sínum, sem voru 6—11 ára. Þetta blað þótti svo skemtiiegt, að hann fór að fjölrita það og dreifði því ókeypis út meðal sjúklinganna. Hann kallaði blaðið Whiz Bang. Eftirspurnin að því varð þegar svo mikil, að hann sá sjer ekki fært að útbýta því gefins. Ljet hann þá prenta það og seldi hvert eintak á 25 óent. Útsölu á því hafði hann í gistihúsum. Þá hófst ævistarf þeirra bræðr- anna, því að þeir voru notaðir tiL þess að slá utan um bláðið, og unnu þeir að því í eldhúsinu heima hjá sjer. Og tveir þeir elstu óku því svo á handvagni til útsölustaðanna. Síðan hafa þeir allir unnið að þessu, og gert úr þessu risafyrir- tæki. Reka þeir eigi aðeins tíma- ritaútgáfu, heldur einnig margar prentsmiðjur og útsendingu ýmissa annara tímarita. í tímarit sín nota W. H. Fawcett, Jr. Gordon Fawcett Roscoe Fawcett Roger Fav. cett þeir 30.000 smálestir af pappir á ári, og eru fimtu mestu pappírs- kaupendur Bandaríkjanna. En sala tímaritanna nemur 10 milljónum dollara á ári, að frádregnum sölu- launum. Þeir hafa á hendi útsend- ingu 15 tímarita fyrir aðra, og á hverjum mánuði dreifa þeir út 25 milljónum eintaka af tímaritum fyrir sig og aðra. Dreifingarkostn- aðurinn nam 17.108.000 . dollurum síðastliðið ár. Þeir hafa sjálfir 750 útsölustaði víðs vegar um Norður-Ameríku. Og nú eru þeir að færa út kvíarnar, því að í vor fór elsti bróðirinn, Roger, til Norðurálfunnar og samdi um útgáfu á tímaritum þeirra í Eng* landi, Frakklandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörk, Hollandi og Belgíu. Ástæðan til þess, hve miklum vinsældum tímarit þeirra Fawcett- bræðra hafa náð, er aðallega sú, að þeir reyna fyrirfram að gera sjer grein fyrir því hvað fólk vilji lesa og um hvað það vilji fræðast. Einu sinni í mánuði halda þeir fund með öllum helstu trúnaðarmönnum sín- um og eru þar lögð á ráðin um það hvernig útgáfunni skuli hagað og tekin ákvörðun um stofnun nýrra tímarita. Því að altaf eru þeir að stofna ný tímarit. Ef fólk tekur þeim dauflega, er tímaritið látið deyja, og annað máske stofnað í staðinn. Þeir segja sem svo: „Tvær aðferðir eru til þess að gefa út tímarit. Önnur er sú að treysta á auglýsingar, hin að tréysta á kaup- endur. Vjer reynum að gera tíma- ritin svo úr garði, að fólk vilji lesa þau. Ef fólkið vill það ekki — og vjer getum sjeð það þegar komin eru nokkur hefti — þá leggjum vjer það tímarit tafarlaust niður, og byrjum á öðru, en treystum aldrei á auglýsingar, nje ætlum þeim að bera kostnaðinn“. Vegna þessa er það, að þeir bræður hafa hleypt rúmlega 100 tímaritum af stokkun- um, en í tugatali hafa þau svo dott- ið úr sögunni. Árið 1943 lagði Bandaríkjastjórn svo fyrir, að allir blaða- og bókaútgefendur skyldi minka þappírseyðslu sína um 10 af hundraði. Þá höfðu þeir Fáwcett- bræður 63 tímarit í takinu. Þeir hjeldu ráðstefnu út af þessu nýa viðhorfi, og þar var það samþykt að leggja niður 40 tímarit, til þess að ekki þyrfti að draga úr út- breiðslu þeirra, sem vinsælust voru. Útbreiddustu tímarit þeirra eru nú prentuð í 700.000—1.000.000 ein- tökum. i Þeir bræður kappkosta að fylgj- ast með tímanum og eru stöðugt í leit að nýum hugmyndum um út- *

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.