Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1947, Side 1
^JJannei ^jjónáion jrá ^JJíeJarcja. ki:
ÞEGAR JEG UET „HLAUPA GRIND
w
hann ákveðið að hann færi til Akur-
Rjett eftir 1870 komu harðindi. —
Vetiirinn lagðist snemma að með hríð-
um og frostum. — Snjór varð mikill
svo varla varð komist bæja á milli, •
l>ar sem verst var. — Eyjafjarðará
var á helluís fram í gegn. — Varð
,,augalaus“, eins og karlarnir orðuðu
það. — Samgöngur og aðflutningar
teptust, svo horfði til vandræða. —
Stöku menn réyndu að brjótast með
reiðingshesta til Akureyrar til að ná
í nauðsynjar, og einstaka göngugarp-
ur lagði líka leið sína þangað, til þess
að bera kannske 5 fjórðunga bagga á
bakinu heim aftur. —
En svo kom alt í einu hláka og
hlýindi. — H'eitur loftstraumur að
sunnan flæddi yfir landið, og snjór-
inn bráðnaði óðfluga. Stórir lækir
beljuðu niður á sljettlendið svo vatnið
huldi alt — en þetta stóð ekki lengi,
það kólnaði aftur í veðri, hörkufrost
kom, og bjartviðri. — Hlákuvatnið
fraus, og varð að svelli. — Ilvert sem
litið var'sást ekki annað en svell —
eintómt svell — það var komið ágæt-
is sleðafæri til Akureyrar. —
Þá var það árla einn morgun, að
síra Jón Austmann, síðar prestur að
Stöð í Stöðvarfirði, en þá í Saurbæ
í Evjafirði, vaktr einn vinnumanna
sinna, og tjáði honuin að nú væri
gott veður og tryggilegt, og því hefði
evrar, og ljeli hlaupa grind. —
Vesalings vinnumaðurinn horfði
svefnugum, en þó undrándi augum á
húsbónda sinn. — llvað var nú á
seið'i. Hann skildi þetta ekki. — Að
láta „hlaupa grind", það hafði hann
aldrei heyrt áður. — Ilverskonar
hundakúnstir voru þcttaP cða var
blessaður presturinn að verða eitt-
hvað ruglaður?
En fnálið upplýstist fljótt. — Hann
átti að fara með hcst og sleða í kaup-
staðinn, og flytja heim trjávið, korn-
mat og aðra þunguvöru. —
Og vinnumaðurinn fór, og ljet
„grindina hlaupa“. Hann kom heim
um kvöldið með 15—16 klyfjar á
henni. Færið var hið ákjósanlegasta,
sljettir og glærir ísar alla leið. —
En Eyfirðingar hentu gaman að
þessari mállýsku prests, cn hún mun
hafa átt rót sína að rekja til annara
hjeraða cða landsfjórðunga. —
Svona sleðafæri gafst samt ekki að
jafnaði, að minsta kosti ekki til fram-
fjarðarins. Oftast voru sleðaferðirnar
erfiðar mönnum og hestum, og stund-
um hættulegar. — Var það ckki ótítt
að menn færu hinar herfilegustú hrak-
farir, lentu í óveðrum og yrðu að
yfirgefa varning sinn, og halda slvppir
og snauðir heim. — Isar reyndust oft
óiraustir, brotnuðu niður, svó mcnn, “
hestar og sleðar fóru á bólakaf. — Þá
var á hangandi hári með að slys yrðu
ekki, og þá þurfti oft snarræði og karl-
mennsku til að bjarga öllu saman. —
Trjáviðarflutningar voru erfiðastir.
— Þegar flytja þurfti löng og digur
trje, 10—12 álna eða lengri, ])á vand-
aðist málið. — Tvær Ieiðir voru hclst
fyrir hendi. — Sú betri var að láta
„hlaupa grind", mcð öðrum orðum
aka þcim á slcðum ef mögulegt var.
— Ilin var sú, er þeir Halli hinn hvíti
og Bárður sonur hans notuðu, er þeir
fluttu „timbrið" úr Mjaðmárdal, cft-
ir því sem Víga-Glúmssaga hermir, en
það var að flytja það í „drögum". —
Tvö 12 álna trje þóttu „drápsklyfj-
ar“, og ekki nerna úrvalsgripir þoldu
þann drátt langa lcið. —
Margt mætti segja um sleðaferðirn-
ar gönilu, í Eyjafirði, Og margt ævin-
týrið gerðist í þeim. — Frásögn sú, er
hjer fer á eftir, er dálítið sýnishorn
af þeim.
Það var veturinn 1897. — Jeg hafði
fyrir stuttu lokið námi við búnaðaj--
skólann á Hólum í Hjaltadal og var
kominn heiin til að taka við búsfor-
ráðum mcð móður minni, því að faðir
minn var þá látinn. — Veturinn hafði
verið fremur óstiltur, og ekki frosta-
mikill svo Eyjafjarðará lagði seint og