Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1947, Side 3
LESBÓK MORG UNBLAÐSINS
159
það vorura við Jóhannes, eins og áður
er sagt. — Magnúsi hnykkti við frá-
sögnina og Ijet í ljós undrun sína yfir
ódrengskap hans, að nema ekki stað-
ar og gera þeim er á eftir voru að-
vart. Fór hann þegar lil vinnuraanna
sinna, og bað þá að fara sem skjótast
út að hylnum, og vita hvort þar hefðu
gerst nokkur tíðindi. Brugðu þeir
skjótt við, og hröðuðu ferð sinni. —
En frá okkur Jóhannesi er það að
segja, að ekki leist okkur að halda
lengra. — Komið var á ofsaveður og
vatnið óx óðfluga á átini, en koldimm
nótt að koma. Tókum við það ráð,
að reyna að koma sleðanum upp á
vesturbakkann, og heppnaðist það að
lokum. —
Rjett í þessum svifum komu sendi-
mennirnir frá Grund. —
Við stóðum nú þarna á bakkanum
og ræddum um hvað til bragðs skyldi
taka. — Fjöldi Eramfirðinga var fyr-
ir neðan, og ef þeir heldu áfram. var
voðinn vís. — Þá heyrðum við alt í
einu, þrátt fyrir veðurgnýinn og
vatnsniðinn, skruðninga út og fram á
ísunum. — Þóttumst við vissir um,
að þar væru menn á ferð. — Við
hlupum fram á ána, þar sem við viss-
um að ísinn var sterkur, og ætluð-
um að hefta för komumanna og köll-
uðum svo hátt til þeirra sem við gát-
um, til að vara þá við, en alt kom
fyrir ekki. — Aðkomumenn fóru mik-
inn og bar fljótt yfir, og ekki urðu
þeir okkar varir. — A næsta augna-
bliki voru menn hestur og sleði kotnn-
ir að vökinni, og svo fór alt á kaf. —
Við þutum að vökinni. — Þar
svönduðu tveir menn og einn hestur.
— Sleðinn, sem trjáviður var á, mar-
aði í kafi. — Kassi, sem bundinn var
ofan á viðinn, var fullur af vatni, og
út úr honum flaut alskonar varning
ur, pinklar og skjóður, tóbakspokar,
kaffibætisstvkki og margt fleira. —
Hv^ið gerðist næstu mínúturnar get
jeg varla sagt ,en einhvernveginn, og
með einhverjum ráðum, fókst okkur
að ná öllu upp á ísinn aftur að und-
anskildu ýmsu smádóti, er straumur-
inn bar út undir skörina og hvarf. —
Svo er sögunni nærfelt lokið. —
Vörður var settur við ána um kvöld-
ið og frameftir nóttunni, til að af-
stýra fleiri skakkaföllum. — Við Jó-
hannes fórum til'næstu bæja, og báð-
umst gistingar. — Næsta morgun
komum við varningi okkar í geymslu
þar, og heldum svo heimleiðis, nær-
felt slyppir og snauðir. —
„Mikill tjrt þú munur, og þó aldrei
nema munur“, sagði kerlingin. —
Vinnumaður síra Jóns Austmanns Ijet
„hlaupa grind“, og kom heim, heilu
og höldnu, með 15—16 klyfjar. — Við
Ijetum líka „grindina hlaupa“, en
komum heim aftur hraktir og hrjáðir,
— og það sem verst var, tómhentir. —
Nú er sleðaöldin að verða liðin, að
minsta kosti í Fram-Eyjafirði, og
bráðum deyr hún alstaðar út. — Onn-
ur og betri farartæki eru komin til
sögunnar. — Sleðarnir eru að hverfa,
og verða bráðum að hálfgerðum forn-
gripum, að minsta kosti í sumum
sveitum. — Innan skamms fer yngra
fólkið að hætta að skilja svona ferða-
leg. Það er þess vegna að jeg hefi
ritað þetta. —
Maj-Lis Holmberg:
BRJEF FRÁ FINNLAND!
Helsingfors, 6. apríl 1947.
NÚ VORAR í Finnlandi. Snjór-
inn bráðnar óðum í vorregni og vor-
sól, og ísana leysir með ströndum
fram. Það er mál til komið. ísinn
hefur gert oss miklar skráveifur í
vetur, eins og öðrum Norðurlönd-
um. Þar við bætist svo að ísbrjótar
vorir hafa legið iðjulausir að undan-
förnu, vegna verkfalls, vegna kröfu
um hærra kaup. Þetta verkfall kom
einmitt nú, þegar vorið er að levsa
skip vor, sem legið hafa innifrosin i
suðlægari höfnum við Eystrasalt og
þau eru væntanleg heim með vörur,
sem oss ríður lifið á að fá.
Verkföll, til að knýja fram hærra
kaup, ágerast nú í Finnlandi, og er
þá ekki alltaf skeytt um fjelagssam-
þykktir. I vetur var t.d. boðað verk-
fall, sem vakti feikna umtal og heit-
ar deilur. Það voru opinberir starfs-
menn, sem hótuðu að gera verkfall,
vegna þess að þeir höfðu ekki náð
samningum við stjórnina um hærra
kaup. Slíkt verkfall hefði orðið eins
dæmi í sögu hinna löghlýðnu oþin-
beru starfsmanna, og hefði getað
liaft hinar háskalegustu afleiðingar,
þvi að það mundi hafa náð til tug-
þúsunda starfsmanna hjá rikinu.
Verkfallið átti að hefjast aðfaranótt
1. mars, og þá hefði allar járnbraut-
arsamgöngur lagst niður, póst- og
símaafgreiðsla svo að segja stöðvast,
öllum opinberum skrifstofum verið
lokað o. s. frv. Til allrar hamingju
varð verkfallinu afstýrt nokkrum
klukkustundum áður en það átti að
skella á. Stjórnin lofaði þvi að sam-
ræma laun opinberra starfsmanna
hið allra fyrsta.
Hin almenna kauphækkun, sem
varð hjer í stríðinu, og einkum eftir
stríðið, náði ekki jafnt til opinberra
starfsmanna sem annara, svo að sú
kauphækkun, sem þeir hafa fengið
er ekki í hlutfalli við kauphækkanir
annara stjetta. Nú var grunnkaup
þeirra, miðað við dýrtíð, ekki nema
svo sem þriðjungur af því, sem gold-
ið var fyrir heimsstyrjöldina fyrri,
og talsvert lægra en kaup opinberra
starfsmanna í Svíþjóð.