Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1947, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1947, Qupperneq 6
162 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS gjafir, svo sem kerti, sokka, smjör o. s. frv. og þeim er tekið með við- höfn og veitingum. Svo er gerður samningur. Þar er það fyrst og fremst tekið fram hvað stúlkan á að kosta. og hvort henni beri skylda til þess að ferð- ast með manni sínum, ef hann fer í langferðir, hvort maðui-inn má hafa hjákonur, hve margar am- báttir unga konan á að fá og síð- ast — en ekki síst — hve oft tengda móðirin má koma í heimsókn til ungu hjónanna. Þegar ákvörðun er tekin um það, er einn af föru- nautum föður brúðgumans látinn hafa úrslitaatkvæði, og fellur það oftast á þá leið, að hann ákveður •að heimsóknirnar skuli helmingi færri en faðir brúðgumans bauð. Nú líður að brúðkaupsveislunni. Og þá kemur nú margt til greina um venjur og siði. Til þess að skilja það. yerða menn að hafa í huga. að Marokkomenn álíta að ó- teljandi hættur fylgi brúðkaup- inu. Allar vondar verur eru þá á ferli, ákveonar í því að búa vesl- ings brúðhjónunum ill forlög. Þess vegna verður að gera ýmsar var- úðarráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að hinum illu nornum takist að koma fram vilja sínum. Merkasta athöfnin er sú. að hinn tilvonandi brúðgumi er settur á stól úti fyrir bústað sínum og konur smyrja hendur hans með „henna“, en það er rauður leir. Á meðan gera aðrir sem mestan há- vaða, glym og garg, syngja og leika á hljóðfæri. Verður af þessu svo mikill glaumur, að enginn ill- ur andi getur þolað það, hversu illskeyttur sem hann er. Brúður- in er líka máluð með ,.henna“. — Eru málaðar allskonar myndir á hendur og fætur, armleggi og fót- leggi. Þess ber líka að geta að hún verður að fara í bað á hverjum degi í heila viku fyrir brúðkaupið. Þá er það og venja að klæða brúð- gumann í kvenmannsföt og brúð- ina í karlmannsföt, til þess að villa hinum illu öndum sýn. Þegar brúðurin er til búin, legg- ur hún á stað að heiman með fríðu föruneyti, en áhorfendur grýta hana. Hvers vegna? Ekki til þess að gera henni neitt mein, helduv til þess að hún fari ekki með illar ættarfylgjur til síns nýa heimilis. Þegar hún kemur heim til bónda sins eru henni afhentir þrír hlutir til merkis um hina nýu stöðu hennar í þjóðfjelaginu. Eitt er lykill, annað daðla og þriðia ost- biti. Síðan er hún leidd inn í brúð- arherbergið og þar er hún skveytt að nýu og færð í bestu skartklæði sín. Ef hún hefur komið riðandi, er reiðskjótinn teymdur sjö siun- um umhveifis bústaðinn, hvort sem það er hús eða tjald. svo að illar fylgjur, er kunna að hafa komið með henni, verði viitar <>g viti ekki hvar hún er >iiður k min. Eftir ótal fleiri siði er svo komið að þeirri stóru stund þegar brúð- hjónin eiga að sjást í fyrsta skifti. En það skeður ekki fyr en á 7 degi brúðkauosins. Er það auðvitað mjög hátíðleg síund, en ákaflega hættuleg, því að nú eru allir hinir illu andar viðbúnir að stevpa ungu hjónunum í glötun. Brúðurin situr á bak við lor- hengi í herbei'gi sínu og e: her.nar vandlega gætt. Bruðgum>nn kem- ur inn. Ekki má hanri snúa sjer við þegar hann lokar dv”ur.um, því að þá getur vel verið að einhverjir illir andar sleppi fram hja honum inn í herbergið. Þegar hann er kominn inn, kastar hann af sjer hvítu sjali, sem lagt hefur verið yfir hann, snýr sjer mót austri og gerir bæn sína. í herberginu er stórt 'borð með mat. Hann gæðir sjer á rjettunum og ávarpar brúði sína, sem enn situr bak við for- hengið: ,,0, kona mín, þú verður að koma og borða með mjer!“ Hún svarar engu. Þá dregur hann fortjaldið til hliðar og sjer nú konu sína í fyrsta skifti slæðu- lausa. Hann stingur upp í hana ofurlitlum brauðbita, bita af hænsakjöt, rúsínu, valhnot, fíkju og eggi. Hann tekur síðan vatnsskál, sem flutt heíur verið þangað frá heimili brúðurinnar, gengur út í hvert horn á herberg- inu og stökkur þar vatni á. Síðan tekur hann hendur brúðurinnar og dýfir þeim ofan í vatnið í skál- inni. Svo drekkur hann úr skál- inni og gefur henni að drekka. Það er nauðsynlegt að hann drekki á undan henni, því að annars mun hann hafa konuríki í hjúskapn- um. Síðan styður hann fingrunum á enni hennar og les bæn úr Kór- aninum. Að því loknu segir hann: „Kona mín, guð blessi þig og mig og heimili okkar; hann gefi okkur mörg börn, hann gefi okk- ur frið, hann gefi okkur kýr ofi kindur. Það er ekki til nema einn guð og Múhamed er spámaður hans!“ Þrátt fyrir þetta mega menn ekki ætla að hjúskaparlíf í Mar- okko sje nein fyrir-mynd. Óvíða er konan jafn algerlega bónda sínum undirgefin. Hún verður að þola það að bóndinn hafi hjákon- ur, og hún má búast við því að einhvern góðan veðurdag taki hann sjer nýa konu, sem er yngri og fegurri, en hún sjálf, því að fjölkvæni er þar leyfilegt. Pi'ófes- sor E. Westermack, sem var í Marokko fyrir þrjátíu árum, seg- ist hafa haft í þjónustu sinni aldr- aðan mann, sem hafði átt 25 kon- ur, þó aldrei fleiri en tvær í einu. Af þessum konum höfðu tvær dá- ið, hinar hafði hann skilið við. ^ ^ ^ ^ V

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.