Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1947, Page 2
174 ' ..' •' " ■“ '1 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
— / svissnesku ölvunum
neðan hann voru hús á víð og dreif og
sumstaðar voru smáþorp. Jeg horfði
hrifin á fegurðina, en fanst þó satt að
segja, að Island væri alveg eins fal-
legt, þó skógurinn yki reyndar á feg-
urðina. En, hugsaði jeg með sjálfri
mjer, það er líka til skógur og skógi
klæddar fjallshlíðar á Islandi!
Samferðamaður minn var ungur
piltur frá Fribourg. Hann var líka að
fara til Rómaborgar, en ætlaði að
fljúga frá Milano. Við spjölluðum
saman um hitt óg þetta og meðal
annars sagði hann mjer, að hann
væri vanur að smygla vindlingum og
súkkulaði, þegar hann færi til ítalíu
og það hefði altaf gengið vel hingað
til.
Við ókum í gegnum Rhonedalinn í
Wallisérölpunum, þ. e. a. s. lestin fór
eftir hlíðarbrúninni, svo við sáufn
niður í dalinn. Hann er ákaflega fal-
legur. Jeg mintist Níelsar Holgeirs-
sonar í sögu Selmu Lagerlöf, þegar
hann ferðaðist á gæsarbaki yfir Sví-
þjóð og horfði niður á akrana og eng-
in, sem voru eins og köflóttur dúkur
til að sjá. Eins var þessi dalur. Rauð-
máluð járnbrautarlest var á ferð
niðri á dalbotninum og líktist helst
leikfangi, svo lítil sýndist hún mjer
ofan af hæðinni. Uppi í hlíðunum
voru bjálkakofar handa fjenu og þeir
stóðu opnir svo fjeð gæti leitað sjer
skjóls, ef rigning kæmi.
Nú vorum við rjett að segja kom-
in til Brig. Svisslendingurinn opnaði
ferðatöskuna sina og fylti vasa sína
af vindlingaöskjum og súkkulaði. —
Mjer til undrunar spurði hann mig,
hvort mjer væri ekki ilt í eyrunum, en
jeg kvað nei við þvi. Hann sagði mjer
þá, að við værum nú að fara úr mjög
mikilli hæð niður á láglendið og þá
yrði flestum ilt í eyrunum af loft-
þrýstingsbreytingunni. En mjer varð
ekkert ilt í eyrunum, svo jeg er sjálf-
sagt eitthvað öðruvísi en annað fólk.
Með smyglurum.
I Brig kom fleira fólk inn í klef-
ann, tvær konur, önnur ítölsk en hin
svissnesk og karlmaður, að öllum lík-
indum svissneskur. Þetta fólk hafði
heilmikið af súkkulaði, vindlingum,
kakao og kaffi. Það talaði ósköp ró-
lega um það, hvernig best væri að
koma því fyrir svo tollþjónarnir sæju
það ekki. En tillþjónarnir skoðuðu
ekki töskurnar þeirra nema rjett til
málamynda; mína tösku kærðu þeir
sig ekkert um að sjá, en pilturinn
varð að opna sína og hún var ræki-
lega skoðuð, en auðvitað var hann
búinn að taka alt grunsamlegt úr
henni. Vegabrjefin okkar voru skoð-
uð og stimpluð og siðan rann lestin
inn í Simplongöngin. Þessi göng eru
ein þau lengstu í Evrópu, enda tók
. það 10 ár að höggva þau í gegnum
fjallið, þó unnið væri samtímis að
sunnan og norðan. Þegar göngin
mættust inni í miðju fjallinu, fjellust
Italir og Svisslendingar í faðma og
hlógu og grjetu á víxl. Síðan hjeldu
þeir hátíð mikla inni í fjallinu. Nú
runnum við í gegnum fjallið í hálf-
tima og þegar við komum út hinu-
megin, vorum við komin til Ítalíu.
«
Yfir landamærin.
Aðalbreytingin, sem sjáanleg var,
var litbreyting. Loftið var öðruvísi.
Litirnir blárri og þokuslæðan, sem
var hvít eða hvítgrá í Sviss, var blá-
hvít, eða blágrá á ítalíu. Gróðurinn
var líka öðruvísi. I stað grenitrjánna
í Sviss voru birkitrje í fjallshlíðun-
um og það minti mig aftur á ísland.
Nú komu ítalskir landamæraverðir
inn í lestina og tóku vegabrjefin okk-
ar. Italskir tollverðir skoðuðu dótið.
Þó ekki mitt — svo jeg hlýt að hafa
verið ákaflega heiðarleg á svipinn —
enda hafði jeg engar tollskyldar vör-
ur meðferðis. Þegar jeg hafði fengið
vegabrjefið mitt aftur, fór jeg að
hugsa um að leita mjer að sæti í
fremri vögnunum, því jeg bjóst við
að alt myndi fyllast í Milano, svo
betra væri að hafa vaðið fyrir neðan
sig. Pilturinn lofaði að hjálpa mjer
með töskuna mína og f jekk mjer ein-
hvern brjefmiða, sem jeg stakk í vas-
ann, án þess að líta á hann og
gleymdi honum svo. Við fórum síðan
út, jeg til þess að gá að sæti, en hann
til þess að kaupa sjer farmiða með
flugvjelinni, að jeg held. En jeg sá