Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1947, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1947, Síða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 177 Frá Rómaborg eyðilagðar og járnbrautarteinarnir voru líka eyðilagðir í stríðinu, svo alt er aðeins viðgert til bráðabirgða og lestin verður þess vegna að fara löt- urhægt. Jeg mintist þess nú, að jeg hafði mánuðum saman heyrt stríðs- frjettir frá Italíu, sem altaf voru eins: Herirnir gerðu ekki artnað en fara yfir Arno afturábak og áfram og sprengja brýr og eyðileggja járn- brautir. Þá urðu þessar frjettir að- eins að þokukendum myndum í huga mínum, en nú sá jeg vígstöðvarnar með eigin augum og mintist stríðsins á ný. Rökkrið var skammvint. Fyrr en varði var nóttin komin, niðadimm. Svissneska konan fór úr lestinni í Firenze (Flórens). Hún var ákaflega viðfeldin og okkur hafði fallið prýði- lega ásamt. Við hin fórum nú að „búa um“ okkur. Jeg breiddi hand- klæðið mitt á bríkina, vafði Álafoss- teppinu. mínu utan um mig og hafði bókina fyrir kodda. Maðurinn, sem kom í stað svigsnesku konunnar, lof- aði mjer að leggja fæturna upp á sætið sitt, en það var beint á móti mínu. Svo reyndi jeg að sofa og tókst það að einhverju leyti. Um 6 leytið vaknaði jeg og klöngr- aðist fram á snyrtiherbergið til þess að þvo mjer. Jeg hef aldrei sjeð eins óþrifalegt snyrtiherbergi á æfi minni. Mjer sló fyrir brjóst af óhreinindun- um og óþefnum, en tókst þó einhvern veginn að þvo mjer og komast til baka í klefann. Jeg átti ennþá eftir vín í flöskunni og ke3{ frá Sviss, en mjer var ómögulegt að bragða neitt eftir óþefinn í snyrtiherberginu. Svo jeg ljet mjer nægja að horfa út um glúggann og spjalla dálítið öðru hvoru. Komið til Róm. Við komum til Rómaborgar kl. 8.15. Brautarstöðin heitir Roma Ter- mina. Hún er ekki lík neinni annari stöð, sem jeg hef sjeð og jeg get ekkí lýst henni að neinu leyti, því mig skortir orð til þess. Hávaðinn ætlaði að æra mann. Allir virtust hrópa og kalla í senn. Jeg fann burðarkarl og kvaddi prestana með þakklæti fyrir samfylgdina. Burðarkarlinn fann bíl handa mjer og jeg ók af stað í gegn- um þvögu af fólki, bílum, sporvögn- um og hjólum og hávaða, sem var eins og fossniður. Eftir 10 mín. var jeg komin að klaustrinu, þar sém jeg ætlaði að dveljast. Þegar jeg fór út seinna um daginn, sá jeg stóra kirkju við endann á göt- unni. Það var Sánta Maria Maggiore, ein af pílagrímskirkjunum sjö. Og þegar jeg er búin að ljúkS öllu því af, sem tilheyrir tuttugustu öldinni: skráningtf hjá lögreglunni og sækja dótif? mitt á stöðina o. s. frv. hefst pílagrímsförin til kirknanna sjö. — Aldir og ár gleymast, því það er að- eins brautin sem pílagrímarnir ganga fram um víða veröld, uns við gistum í Paradís með sigursöng. Rómaborg 1. maí 1947. Guörún Jónsdóttir frá Prestsbakka. ^ ^ ^

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.