Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1947, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1947, Qupperneq 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 179 Jl vemicj- menn a o búa til SKYR Fyrir rúmum 5000 árum var arab- iskur kaupmaður, Kanana að nafni, á ferð og. þurfti að hafa hraðan á. Hann lagði á stað snemma morguns. Farangur sinn og nesti reiddi hann á asna, en til drykkjar ætlaði hann að hafa mjólk, sem hann ljet í sauðar- vömb. Segir nú ekki annað af ferðum hans en að hann helt áfram allan daginn..Og þótt vegurir.n væri erfið- ur og hiti mikill, stilti hann sig um það að bragða á mjólkinni, hugsaði sem svo, að hann kynni að hafa meiri þörf fyrir hana næsta dag. Seint um kvöldið settist hann að, og ætlaði þá að fá sjer ofurlítinn mjólkursopa. En honum brá heldur en ekki í brún, er hann fekk ekki annað úr vömbinni en svolítið af vatnsþunnum legi. í einhverju fáti þreif hann hníf sinn og risti gat á vömbina. Innan í henni fann hann hvítt mauk, og þegar hann bragðaði á því, fann hann að þetta var herra- manns matur. Hann sagði kunningjum sínum frá þessu fyrirbæri, og þeir undruðust mjög. Reyndu þeir svo að leika þetta eftir, og komust þá að þeirri niður- stöðu, að þetta, sem þeir kölluðu kraftaverk, gerðist ekki nema því að- eins að mjólkin væri látin í vömb úr nýslátraðri kind, og vömbin mætti ekki þorna, eða á meðan kæsirinn er ehn óskemdur. Á þennan hátt lærðu menn að búa til skyr. (Macleans Magazine). ^ ^ ^ ocj bama Árið 1934 voru hafin brjefaskifti milli sjómanna og barna í skólum í Englandi. Það byrjaði þannig, að fjórir skólar kusu sjer sitt skipið hver til þess að eiga brjefaskifti við. Fyrst í stað voru það skipstjórarnir, sem svöruðu brjefum barnanr.a og lýstu fyrir þeim ýmsum stöðum úti í heimi þar sem þeir komu. En brátt fóru aðrir skipverjar að taka þátt í þessum brjefaskiftum og reyndist þetta svo vel, að börr.in lærðu miklu meira í landafræði á þessu, heldur en þau gátu lært í skólanum. Siður þessi breiddist út og altaf fjölgaði þeim skólum og skipum, sem þátt tóku í brjefaskiftunum. Er nú svo komið að börn í 900 skólum í Bretlandi skrifast á við sjómenn, sem eru í siglingum. Á stríðsárunum voru það svo miklu fleiri skip en ensk, sem áttu brjefaskifti við börnin. Þess er t. d. getið að fyrir skemstu fengu börnin í einum skólanum stóra send- ingu af allskonar leikföngum. Þetta var gjöf frá dönsku stjórninni í þakk- arskyni fyrir það, að börnin í þessum skóla höfðu átt brjefaskifti við áhöfn á dönsku skipi, meðan á stríðinu stóð. Það er einnig sagt, að fyrir þessi brjefaskifti hafi aukist mjög áhugi drengja í skólunum fyrir sjómensku, og fjöldi þeirra hafi ráðist í siglingar er þeir höfðu þroska til. íW 5^ ^ íW 5W Ástin Manninum er ástin aðeins brot af lífinu, konunni er ástin allt. (Byron). Verði maðurinn fyrir vonbrigðum í ást, verður hann pipfirsveinn. En konan, sem verður fyrir vonbrigð- um í ást, giftir sig. ójómayma - Molar - Frú N. mætti frú P. á götu og frú P. gekk kengbogin. Frú N.: „Já, slœm er gigtin viö þig núna, þaö sje jeg á þjer,“ Frú P.: „Þaö er ekki gigtin. Það eru nýju sokkarnir mínir. Þeir eru svo stuttir aö sokkaböndin œtla alveg aö drepa mig.“ Þaö er víöar en hjer á íslandi, aö mönnum þykir seint ganga fyrir hinu opinbera um húsabyggingar. Breskur maöur Ijet í Ijós gremju sína meö því aö líkja stjórninni viö Salomon kon- ung og vtsaöi til biblíunnar I. Kon. 9. 10. En þar stendur: „Og aö 20 árum liönum, þegar Salomön haföi bygt tvö hús . . Enskur bóndi kom inn í banka á striösárunum og var meö fötu t hend- inni, fulla af peningum. Hann steypti úr fötunni á boröiö og sagöi aö þarna vœri 1000 Sterlingspund, sem hann œtlaöi aö láta t stríöslániö. En þegar bankamaöurinn taldi fjeö, sagöi hann aö þetta vœri ekki nema 900 pund. Bóndi vildi ekki trúa þvt, svo aö þeir töldu báöir, og niöurstaöan varö sú aö þetta voru 900 pund. Þá var eins og Ijós rynni upp fyrir bónda og hann sagði: „Æ, konan hefur þá fengiö mjer skakka fötu.“ . \ Mannkynssagan er röö atburöa, sem betur heföi aldrei skeö. Þaö eru til fleiri leiöir aö tapa pen- ingum, en græöa peninga. Á 13. öld voru um 3 miljónir íbúa t Englandi, en þá voru þar 57.000 prestvígöra manna, eöa nær einn af hverjum 50. Nú hefur íbúatalan tví- tugfaldast, en prestum hefur ekki fjölgaö. Nú er einn prestvígöur maö- ur af hverjum 1000 tbúum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.