Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1947, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1947, Side 1
UNDRAMÁLMURINN ALUMINIUM /Skip meö yfirbyggingu úr aluminium. Á STRÍÐSÁRUNUM jókst alumin- ium notkun geisilega mikið, því að þessi málmur var mjög handhægur tii ýmissa hernaðarþarfa. í Kanada eru auðugar aluminiumnámur, og þar var reist verksmiðja, sem kostaði 300 milljónir dollara. Það var mikið fje, og margir spáðu því þá, að verk- smiðjan mundi hætta störíum þegar að stríðinu loknu. Menn sögðu sem svo: „Það þarf að framleiða ókjörin öll af pottum og pönnum til þess að þessi verksmiðja geti borið sig“. En það ætlar að fara á annan veg. Enda þótt verksmiðjan bræði nú fjórða hluta alls aluminium, / sem framleitt er í heiminum, þá er svo komið að nú þarf að stækka hana, og er gert ráð fyrir að sú stækkun muni kosta 450,000 dollara. Þetta er eina dæmið þar í landi um það að orðið hafi að stækka hergagnaverksmiðju síðan stríðinu lauk. Þetta stafar af því, að nú er farið að nota aluminium til mörgum sinn- um fjölbreyttari framleiðslu en áður var; og eftirspurn að aluminium eykst stöðugt. Er talið aö verksmiðj- an framleiði nú aluminium í 4000 mismunandi vörutegundir. Nú er ekki talað um potta og pönnur eins og áður. Það er allt of smátt til þess að um það sje talað. Nei, nú er farið að smíða bíla, járn- brautarvagna, hús, skip og kjarnorku vjelar úr aluminium. Framleiðslan á aluminium er um 200,000 smálestir á ári í Kanada, en var 70,000 smálestir á ári fyrir stríð. Og verksmiðjan í Arvida veitir 4500 manns vinnu. Samt er búist við að tvöfalda verði vinnukraftinn áður en langt um líður. — Pantanir streyma þangað frá öllum löndum heims, jafn- vel frá Bandaríkjunum, sem eru þó auðug að aluminium. Ástæðan til þess er sú, að Kanacla getur framleitt ó- dýrara aluminium en nokkurt annað land nú sem stendur, og það stafar aítur af því, að þar er raímagn miklu ódýrara en annars staðar, og er feng- ið með vatnsafli. Aluminium bræðslu-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.