Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1947, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1947, Side 4
2% LESBÓK MORGUNBLAÐSINS lifir sjálfstæðu lífi, þannig að hún snúi til lífsins þarfa efnum hinnar líflausu náttúru, heldur lifir hann á því að spilla lífi annarrar jurtar. Kemur þar fram undirstöðu- einkenni helstefnunnar, spillilífs andstillingin. En hin fullkomna sam- stilling (harmoni) er einkenni líf- stefnunnar, þar sem öll hrörnun mun sigruð verða, og sjálfur dauðinn. Hin forna norræna trá á að iífið geti sigr- að dauðann, og að sá sigur eigi sam- leið með hinum fullkomna góðleik, er alveg rjett. Það, sem er svo ótrúlega gáfulegt hjá íslandsvininum William Morris, er nú þetta, að hann skuli setja fram- haldið á sögu Baldurs í sambandi við íslensku þjóðina. Svo gáfulegt er þetta hjá honum, að jeg tek það jafnvel fram yfir það sem andríkast er hjá öðrum William (sem Shakespeare hjet að ættarnafni). En það er þegar hann leggur Hamlet þessi o~ð í munn: „The World is out of joint1: heimurinn er úr liði. Því að það er einmitt þetta, sem að er, og það svo alvarlega, að þar má segja að sje allra meina rót. En þó að vísu rjettara að komast svo að orði: heimur vor er ekki kominn í liðinn ennþá. Eða, vísindalega sagt: vjer erum hjer á útjaðri sköpur.ar- verksins, og höfum ekki fengið það samband, sem oss er svo nauðsynlegt, við fullkomnari mannkyn á öðrum jarðstjörnum alheimsins — slík sem forfeður vorii köiluðu guði. Hlaut skilningur forfeðranna á þessum guð- um sínum að vera mjóg ófullkom- inn, og var þó, eins og saga Baldurs sýnir best, framar en nokkur önnur goðatrú. III. Jafnvel eftir þau tíðindi, sem orðið hafa á þessu sumrL er konungssonur- inn norski kom hingað til lands með fríðu föruneyti, til að færa íslensku þjóðinni í þakkarskyni, líkneski hins mikla sögusnillings, og þjóðhátíð hef- ur hjer haldin verið af því tilefni, er hjer rætt og ritað eins og þýðing þjóðar vorrar fyrir annað mannkyn sje ekki í öðru fólgin en útflutningi á þorski og síld, að ógleymdum nokkr um landbúnaðarvörum. Þetta er þó svo fjarri sanni, að hægðarleikur væri, ef nægilegrar þjóðrækni nyti við, að koma því orði á íslenska þjóð, er leiða mundi til þess, að stærri þjóðir teldu sjer ljúft og skylt, að rietta smá- þjöðinni hjálparhönd, ef nauðsynlegt kynni að reynast til þess að komið yrði fram ýmsum viðbúnaði, sem ekki verður án verið, í sambandi við mann kynshlutverk þjóðarinnar. En í hvaða átt þess hlutverks sje að leita, má þegar, að verulegu leyti ráða af því verki sem á sumri var verið að sæma með svo miklurp ólíkindum, að því er fyrri mönnum mundi þótt hafa. Og í sömu átt bendir hinn mikli náms- og fræðahugur íslendinga. Hefur mjer fátt þótt eftirtektarverðara um sögu íslensku þjóðarinnar en það, að menn skyldu verða fyrri til, hjeðan af landi, en öðrum Norðurlöndum, að sækja til sumra hinna merkustu menntastofnana, suður í álfunni, þar sem þó síst er of sagt, að íslending- um var margfallt örðugra um vik. Finnst mjer viðeigandi í því sam- bandi, að gera þá athugasemd, að sá ósómi má ekki viðgangast, að hætt sje að veita fiárstyrk ungu efnisfólki, sem hjeðan leitar til náms í útlöndum. Þá væri betra að biðja láns í Banda- ríkjunum, enda mætti þ'að gera í íullu trausti þess, að þjóðinni mundi ekki verða það ofraun, að endurgjalda það lán á sínum tíma. Og ekki þarf að hafa neinar áhyggjur af því, að stjórnarlegu sjálfstæði landsins mundi hættara en áður, þó að slíkt lán væri tekið, ef aðeins hins andlega sjálfstæðis væri gætt nokkru betur en verið hefur hingað til. IV. Aldrei hefur verið auðveldara að skilja en nú, að styrjaldir eru ekki rjetta aðferðin. Einhver stjórnmála- vitringur, sem jeg man því miður ekki að nefna, á að hafa sagt milli styrjalda, að nú væri svo komið, að í styrjöld mundi enginn sigra, en allir tapa. Má nú segja að þetta sje komið fram, svo mjög hafa jafnvel hinar sigursælu þjóðir sett ofan í ófriðnum — að Bandaríkjunum einum frátöld- um, en þó ekki að öllu leyti. Og það er jafnvel eins og hin líflausa náttúra hafi komist nokkuð úr jafnvægi við hinar ferlegu athafnir mannanna, eða samfara þeim og eftirköstunum. — Ýmist er of heitt eða of kalt, og sums- staðar eru vætur svo miklar, en annarsstaðar þurrkar, að til stór- vandræða horfir, og mætti þó fleira. nefna. Nú hefur að vísu, eftir ófriðinn, samstarf hinna sigursælu þjóða til að ráða bót á afleiðingum ófriðarins, verið meira en dæmi eru til áður; en þó getur enginn verið í efa um, að friðarsamstarfið er stórum minna og ófullkomnara en samtökin, þegar um gtyrjaldarframkvæmdirnar var að ræða. Og er þetta stóreftirtektarvert, þegar dæma skal um líkurnar fyrir framtíð mannkynsins, enda raunar augljóst, að aldrei hefur verið af meira krafti og kunnáttu búist undir ófrið en einmitt nú. Helstefnan ræður eindregið ennþá. V. Það er hjer á íslandi, sem fyrst hefur komið fram nokkur þekking á því, hvað til þess þarf, að horfið sje frá helstefnunni; og eins, hvernig verða muni framtíð mannkynsins, ef það ekki tekst. Hjer á íslandi, þar sem Völuspá hefur ort verið, sem vissu- lega er ekki nein eftirlíking Opinber- unarbókar biblíunnar, eins og sumir munu þó hafa vilja halda fram, held- ur að sumu leyti jafnvel merkilegri. • Og þó að sá sannleikur sem vjer verð- um að öðlast, sje svo afar þýðingar- mikill, þá er hann í rauninni einfaldur og auðskilinn. Svo vel vill til, að vjer getum í þessu efni stuðst við sumt í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.