Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1947, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
297
LÁVARÐADEILDIN
Af efri deild breska þingsins, eða lávarðadeildinni, fara mikiu
minni sögur en af neðri deildinni, og menn þekkja mikhi
minna til starfa hennar. — / þessarri stuttu yfilitsgrein geri'
Tweedsmuir lávarður nokkra grein fyrir hlutverki deildarinnar.
hinni fornu grísku speki, sem of lít-
ill gaumur hefur verið gefinn hingað
til.
Og þá er ekki síður eftirtektarvert
og hjálpvænlegt, að á Bretlandi er nú
að koma fram ný heimspeki, þar sem
látin er í ljós þessi afar þýðingar-
mikla hugsun, að mannkyn jarðar
vorrar muni ekki geta komist á braut
hinna sönnu framfara, ef ekki nýtur
við hjálpar frá lengra komnum man.
kynjum á öðrum jarðstjörnum al-
heimsins. Virðist ástæða til að bíða
með mikilli eftirvæntingu næstu
bókar Riplev Webbs, þessa stórgáfaða
nýa enska heimspekings. — Virðist
mega gera sjer vonir um, að þessi
stórmerkilegi undirstöðusannleikur,
sem Webb gerir varla meir en tæpa
á í síðustu bók sinni, muni í þeirri
næstu, hafa náð þeim þroska, sem
nauðsynlegur er, til þess að fullkom-
lega geti að notum orðið. Mundi þá
einnig hjer á landi, undirstöðuhugsun
þessi, fá þær undirtektir, sem hún á
skilið. En það er víst að úr því að
svo væri komið, mundi engu þurfa að
kvíða um framtíð íslensku þjóðarinn-
ar.
18. september.
V 4/ íW
AÐVÖRUN
Kirkja nokkur var eitt sinn svo vel
sótt, að vrestur setti vörð við dyrnar
og bannaöi honum að hleypa fleirum
inn. Rjett á eftir kom maöur þar á
harða hlaupum og vildi komast inn.
Vöröurinn varnaöi honum inngöngu.
Maðurinn sagði þá að hann þyrfti
nauðsynlega að finna mann, sem þar
vár inni, og þaö gilti líf eður dauða.
Vörðurinn var góðhjartaöur, svo að
hann gat ekki staðist það. „Jœja,
faröu þá inn," sagði hann, „en guð
hjálpi þjer, ef jeg sje þig biöjast
fyrir.“
HÓGVÆR BEIÐNI
Strœtisvagnstjórinn: Gerið svo vé.
að ýta hver öðrum aftar í bilinn!
í ÖLLUM þingræðislöndum eru
þingin í tveimur deildum, en efri
deildirnar eru skipaðar sín með hverj
um hætti. Jafnvel í bresku samveld-
islöndunum, sem hafa myndað stjórn-
arfar sitt eftir stjórnarfari Breta, er
talsverður munur á því hvernig efri
deildir þinganna eru skipaðar.
Mestu skakkar um þingin í
Ástralíu og Kanada.
í Ástralíu eru þingmenn til beggja
deilda kosnir á svipaðan hátt, þannig,
að þar er raunverulega um tvær
þjóðkjörnar þingdeildir að ræða.
í Kanada hafa þeir öldungadeild,
sem meira svipar til lávarðadeildar-
innar bresku. Aðalmunurinn er sá, að
þar erfa menn ekki þingsæti. Venju-
lega situr hver stjórn í Kanada lengi
að völdum. Þingsæti í öldungadeild
losna því aðeins að þingmaður deyi.
Þegar einhver stjórn hefur setið
lengi að völdum í Kanada og skipað
sínum fylgismönnum öll sæti, sem
losnað hafa í öldungadeildinni, þá
hefur hún venjulega tryggt sjer meiri
hluta fylgi þar. Þegar ný stjórn tekur
við völdum, á hún það því nokkurn
veginn víst að andstæðingar hennar
sjeu í meirihluta í öldungadeildinni.
í lávarðadeildinni bresku gengur
þingmennskan að erfðum frá föður
til elsta sonar og menn öðlast þár
sæti þegar þeir eru aðlaðir. Ýmsum
kann að virðast það harla úrelt og
íhaldssamt fyrirkomulag. En breska
lávarðadeildin er þó vel váxin því
hlutverki, sem hún á að gegna.
Frá lögfræðilegu sjónarmiði er hún
æðsti dómstóll landsins, og forseti
hennar er æðsti maður ríkisins annar
en konungurinn. Um lagasetningu
deildarinnar eru margir í vafa, því
að það ber svo litið á því starfi.
Neðri deild þingsins er skipuð
þjóðkjörnum þingmönnum, og meiri
hluti hennar ræður allri lagasetningu.
Lávarðadeildin er nokkurs konar
endurskoðandi á gerðir neðri deildar.
Hún hefur fleiri sjerfræðingum á að
skipa, og hún á að sjá til þess að
frumvörpin fari þaðan betur úr garði
ger heldur en þau koma frá neðri
deild. Um það, að lávarðadeildin sje
betur mönnum skipuð að þessu leyti
heldur en neðri deildin, má þess geta,
að þar eiga nú sæti 13 menn, sem eru
sjerfræðingar í flugmálum, og hafa
ýmist starfað í flugmálaráðuneytinu,
eða þeirri deild samgöngumálanna,
sem fer með samgöngumál f lofti.
Þetta. er aðeins eitt dæmi.
Lávarðadeildin vinnur sín verk í
friði, og er laus við utan að komandi
áhrif. Þar geta menn látið í ljós skoð-
anir sínar án tillits til flokksfylgis.