Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1947, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
299
Og á eftir honum komu allir hinir
negrarnir í hóp.
Svo fór hann með okkur í gegn
um göng og svo urðum við að þræða
mjóa brú og svo opnar hann fyrir
okkur járnhurð.
Og þegar við vorum allir komnir
þar inn, þá skellti hann hurðinr.i í lás
— og vöruhúsið siglrti á stað.
VI.
SKOTI nokkur annaðist öll vöru-
kaup hjá stóru firma. — Einhverju
sinni pantaði hann feiknin öll hjá
sölumanni, og varð sölumaður svo
feginn, að honum fannst að hann
yrði að launa Skotanum þetta á ein-
hvern hátt. Hann vissi þó. að hvorki
þýddi að bjóða honum peninga nje
prósentur. En hann hafði tekið eftir
því að Skotinn var sí-reykjandi
vindla. Sölumaður brá sje því út í
tóbaksbúð og keypti einn kassa af
bestu Havana-vindlum, sem þar var
að fá. Kassinn kostaði 15 dollara. —
Sölumaður fór með hann til Skotans
og bað hann að þiggja þetta af sjer
sem vinargjöf.
Skotinn sagði að það væri á móti
reglum firma síns að starfsmenn þess
tæki við gjöfum af viðskiptavinum.
Því miður gæti hann því ekki þegið
vindlana, enda þótt hann vissi að
gefandanum gengi ekki nema gott til.
Þá kom sölumanni nýtt ráð í hug:
,,Jeg get ekki verið þekktur fyrir
að fleygja þessum Vindlum", sagði
hann, „en þeir eru mjer ónýtir, því
að jeg reyki aðeins vindlinga. Viljið
þjer ekki kaupa þá af mjer? jeg er
viss um að þjer megið það“.
„Hvað á kassinn þá að kosta?“
spurði Skotinn.
„Þá skalt fá hann fyrir 25 cent“.
Skotinn opnaði kassann, þefaði af
vindlunum og skoðaði þá í krók og
kring.
„Jæja, fyrst svo er“, sagði hánn,
„Þá ætla jeg að fá fjóra kassa“.
VII.
ÞAÐ var verið að taka manntal og
manntalsmaðurinn kom inn á fá-
tæklegt heimili. Þar sat bóndinn með
margar bækur fyrir framan sig. Það
kom upp úr kafinu, er þeir fóru að
tala saman, að bóndi hafði látið ein-
hvern sölumann fleka sig’til þess að
kaupa alfræði orðabók, og til þess að
hafa gagn af henni, hafði hann sest
við og ætlaði að lesa hana alla spjald-
anna á milli.
Nú vildi manntalsmaðurinn fara
að skrá heimafólkið, og bóndi skýrði
honum frá nafni sínu og konu sinnar,
hvað þau væru gömul og svo fram-
vegis.
„Hvað eigið þið mörg börn?“
spurði komumaður.
„Við eigum þrjú börn og þjer getið
bölvað yður upp á að þau verða ekki
fleiri“.
„Hvernig stendur á því að þjer
eruð svo viss um það?“
„Það skal jeg segja yðiu-“, sagði
bóndi. „Það stendur nefnilega svart
á hvítu hjer í þessari bók, að fjórða
hvert barn, sem fæðist, sje Kín-
verji“.
VIII.
BANKASTJÓRI nokkur í Georgia
var alræmdur fyrir það hvað hann
var nískur. Hann átti heima á bú-
garði utan við borgina. Nú var það
einn sunnudagsmorgun, að hann upp-
götvaði það að hann hafði gleymt
áríðandi skjölum á borði í bankan-
um. Hann bað þá einn af þjónum
sínum, gamlan Svertingja, að fara
fyrir sig að sækja skjölin og fekk
honum lyklana.
Það var ákaflega heitt í veðri og
ryk á veginum, en samt kom Surtur
aftur eftir klukkustund með skjölin
og lyklana.
Bankastjórinn leitaði í vösum sín-
um, hverjum af öðrum, og sagði svo:
„Þetta er slæmt, Jim minn góður,
jeg helt að jeg ætti smáper.ing á mjer
handa þjer, en nú finn jeg hann ekki“.
„Ó, leitið þjer betur“, sagði Surt-
ur. „Ef þjer hafið einhvern tíma eign-
ast smápening, þá eigið þjer hann
áreiðanlega ennþá“.
^ ^ ^ ^
Ilúmið litar himintjöld,
hœkkar myrkurflóðiö,
brimið þrumar þungt í kvöld,
þyngir veðurhljóðið.
Hafið dökknar meir og meir,
merlar tunglið bletti.
Skuggum líkir skarfar tveir
skima A Svartakletti.
Maríus Ólafsson.
^ ^ V íW ^
KATTASAGA
SAM GOLDWYN þurfti einu sinni
að nota 150 ketti í kvikmynd. Hann
fól manni nokkrum að útvega sjer
kettina. En það var hægar sagt en
gert. Þá minntist maðurinn þess, að
í borginni voru óteljandi flækings-
kettir. Og ná vildi svo vel til að um
sama leyti var hafin allsherjar katta-
hreinsun í borginni, og þar náði raað-
urinn í þessa 150 ketti.
Kvikmyndajöfurinn borgaði 2,50
dollara á dag tneð hverjum ketti, en
svo kom að því að hann þurfti ekki
lengur á þeim að halda. Og nú sat
eigandinn uppi með þá og vissi fyrst
í stað ekki hvað hann ætti að gera við
þá. En svo datt honum gott ráð í hug.
Hann auglýsti í blaði að til sölu væri
nokkrir kettir, sem hefði leikið í kvik
mynd, og kostaði hver aðeins 1 dollar.
Sama daginn seldi hann alla kett-
ina, og nú hafa þessir flækingskettir
komist inn á góð heimili, þar sem
þeir njóta dálætis og umhyggju.