Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1947, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1947, Síða 4
304 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þorl. Ó. Johnson. íslandi, stofnaói scngfjelag, helt uppi ókeypis kennslu um tinia í ýms- um námsgreinum fyrir fátœka ungl- inga, Ijet halda menntandi og frœö- andi fyrirlestra í Reykiavík og nokkr- um öörum stöðurn, sýna skuggamynd- ir o. s. frv., og árlega helt hcnn fleiri skemmtanir ókeypis fyrir börn og fulloröna. Margt fleira nýtt og nytsam.legt kemur Þorl. Ó. Johnson fram með, þar á meðal að menn fari vel með skepnurnar. Hann vill að þeim sje látið líða vel í harðindum á veturna, því „viö höfum skyldur gagnvart dýr- unum eins og vorum náungum", skrif- ar hann. Á þessu sjest að hann hefur verið stórhuga umbótamaður og brautryðj- andi er unni framförum og vildi vinna þjóð sinni allt það gagn er hann mátti. SAMHERJI JÓNS SIGURÐSSONAR Þorl. Ó. Johnson var merkisberi frænda síns, Jóns Sigurðssonar for- seta, og í mörgu ráðunautur hans, einkum um þau mál er snertu verslun og samgöngur. Margt af því sem Þorl. Ó. Johnson skrifar og bendir á í ritl- ingum sínum eru áhugamál Jóns Sig- urðssonar. En hinsvegar dylst það ekki að tillögur Jóns Sigurðssonar um bætta verslun, greiðari og hag- feldari samgöngur, einkum við Stóra- Bretland, eru að nokkru byggðar á upplýsingum og tillögum Þorl. Ó. Johnson’s. En jafnframt því sem Þorl. Ó. Johnson er merkisberi Jóns Sigurðssonar,' gerði hann allt til að kynna hann og boðr.kap hans fyrir þjáóinni og flytja hróður hans iands- ho.nanna á milli. Á: ið 1887 sk.ifaði Þ. Ó. J. ævisögu Jóns Sigurðssonar á ensku og gaf hana út á eigin kostnað. Með útgáfu hennar vakti Þ. Ó. J. athygli ensku- mælandi manna á landinu, J. S. og starfsemi hans í þágu lands og þjóðar. Engu síður en önnur mikilmenni, bæði fyr og síðar, átti Jón Sigurðs- son marga mótstöðumenn, harðsnú- inn flokk, er var honum andstæður í stjórn- og endurbótamálum, svo var og fjöldi manna andvara- og áhuga- lausir um allar endurbætur þjóð sinni til handa. Á þeim tímum var menntun næsta lítil, blöð og bækur fáar og margir þeir valdamestu voru honum fráhverfir og skelltu skolla- eyrunum við kenningum hans og reyndu að rýra álit hans og slá ryki í augu fólksins. En liðsmenn forset- ans, sem fjölgaði ár frá ári, veittu viðnám. Þorl. ó. Johnson, með þeim gáfum, list og lipurð, sem hann var gæddur, stóð þar í fylkingarbrjósti og úrslitin eru alkunnug. Þorl. Ó. Johnson var svo eðlilegt að vinna að því að vekja og auka al- þýðuhylli Jóns Sigurðssonar, ekki af því að hann var frændi hans, heldur var hann hrifinn af þessum mikla manni er allt vann fyrir land sitt. Eftir að Þorl. Ó. Johnson kom til • Reykjavíkur, undirbjó hann venju- lega móttöku forsetans við komu hans til Alþingis frá Kaupmannahöfn. — Einkum man jeg eftir að jeg heyrði talað um hversu vel honum hefði tekist að taka á móti þeim hjónum, Jóni Sigurðssyni og konu hans, er forsetinn kom til Alþingis vorið 1877. Ingibjörg Johnson. Hann ljet sækja þau um borð í póst- skipið á höfninni á bátum fánum skreyttum og gjörði iandgönguna eins viðhafnarmikla og hátíðlega eins og um heimsókn þjóðhöfðingja væri að ræða.*) í samsætum sem Jóni Sigurðssyni voru haldin í heiðursskyni, átti Þorl. Ó. Johnson meiri eða minni þátt og gekkst fyrir söfnun þátttakenda í þeim, eins og það var hann, sem við einstöku tækifæri fekk Gröndal, Steingrím og Matthías til að flytja forseta kvæði, en annaðist sjálfur um að þau kæmu fyrir almenningssjónir. Myndir af Jóni Sigurðssyni ljet Þorl. Ó. Johnson prenta og sendi út um landið, sumpart endurgjaldslaust, eða ljet umboðsmenn sína selja fyrir verð er tæplega svaraði framleiðslu- kostnaði. Og síðast við jarðarför *) 1 samsæti um haustið, sem haldið var við burtför þeirra hjóna, orkti síra Mattþías kvæði til Jóns Sigurðssonar. Þar í er þetta erindi: Sjá hvar silfurfag-ur, situr Snæiands ás. Lífs hans ljósi dagur, líkist sumarrás. Full af frægð og stríði, fjöri, von og þraut, fyrir land og lýði )á hans grýtta braut.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.