Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1947, Qupperneq 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
305
Þorl. Ó. Johnson hjá vörugeymsluhúsi sínu.
þeirra hjóna — Jóns Sigurðssonar og
konu haná — er fór fram í Reykjavík
vorið 1880, á landsins kostnað, stóð
Þorl. Ó. Johnson fyrir undirbúningi
— þótt hann Ijeti nafns síns þar
hvergi þetiö. Hann var í ráðum um
það hvernig jarðarförinni skyldi hag-
að og var það samkvæmt tillögum
hans, ^vipað og tíðkast í Englandi
þegar greftrun merkustu manna þjóð-
arinnar fer fram. Og ber því Þorl. Ó.
Johnson mikið heiðurinn fyrir það að
jarðarför Jóns Sigurðssonar varð „ís-
landi til sóma“, eins og komist var að
orði í flestum innlendum og erlend-
um blöðum í þá daga. Eins sá hann
um að ræður og kvæði er flutt voru
við þetta tækifæri voru prentuð,
skreytt og bundin á viðeigandi hátt
og siðan dreift út um landið.
Afmælisdag Jóns Sigurðssonar
gerði Þorl. Ó. Johnson að hátíðis- og
merkisdegi, meðan forsetinn lifði. —
Hann helt brúðkaup sitt á afmælis-
dag hans, 17. júní 1876 og aðrar at-
hafnir er hann áleit þýðingarmiklar
ljet hann fara fram þennan dag. —
Minningin um Jón Sigurösson og helgi
fœöingardags hans sem allir núlifandi
Islendingar halda í heiöri, er því í
öndveröu innleidd af Þorl. Ó. John-
son. Með þessu má svo að orði kveða,
að hann hafi sáð frækorni í góða jörð
og með dásamlegri nærgætni hlúð að
frjóanganum í uppvextinum, sem síð-
an hefur þroskast og dafnað.
Það sem Þorl. Ó. Johnson gerði
til þess að flytja öllum landslýð á-
hugamál Jóns Sigurðssonar, kynna
hann fólkinu, vekja athygli þess á
honum og verkum hans og flytja
hróður hans um bæi og byggðir lands-
ins er mikið og á hann skilið heiður
og þökk fyrir. Og þótt ekkert væri
annað, sem lægi eftir Þ. Ó. J. en þetta,
þá væri það út af fyrir sig nægilegt
til þess að halda nafni þessa merkis-
manns á loft um langan aldur.
KÖLD ÖRLÖG
En Þorl. Ó. Johnson’s naut ekki
lengi við. Árið 1886 varð hann fyrir
miklum f járhagslegum hnekki — sem
í raun og veru var óviðkomandi versl-
un hans — og stafaði af fjárkaupum
er hann framkvæmdi, sem umboðs-
maður fyrir erlent verslunarhús. —
Sökum óheppilegra skipaferða, óhag-
stæðrar veðráttu og verðfalls á fjenu
í Englandi, lauk þessari verslun með
tapi, sem kaupendunum tókst að
koma yfir á hann, sem umboðsmann
sinn á íslandi.
Tilfinninganæmum og samvisku-
sömum sæmdarmanni, eins og Þorl.
Ó. Johnson fell þetta afar þungt. —
Hann veiktist. Lífsgleðin hvarf.
Hann varð þunglyndur, fásldptinn og
forðaðist allan fjelagsskap og öll af-
skipti af almennum málum. Og þótt
hann heldi áfram verslun í nokkur
ár eftir þetta (til 1892) var hann
annar maður en áður. Þorl. Ó. John-
son náði aftur heilsunni að mestu og
lifði í mörg ár eftir þetta, en gaf sig
nær eingöngu að lestri skáldverka og
fræðirita.
Hann andaðist 25. júní 1917.
Við veikindi eiginmanns síns tók
frú Ingibjörg Johnson að sjer forsjá
húss, heimilis og barnanna, lítt stálp-
aðra. Og með fádæma ráödeild og
dugnaöi rókst henni að inna þetta af
hendi með þeim ágætum að orð var
gert á.
Þorl. Ó. Johnson var að dómi sam-
tíðarmanna sinna, maður bráðgáfaður,
starfsmaður hinn mesti, glaðlyndur
og góðgjarn, enda var hann virtur og
mikils metinn af öllum er þekktu
hann. Hann var listrænn hugsjóna-
maður, umbótamaður, sem hvatti til
dáða. — Þjóðhollur forgöngumaður
nýrrar stefnu, einkum á sviði verslun-
ar og viðskipta og markar djúpt spor
í samtíðinni.
Hann mun með rjettu mega teljast
í flokki hinna þjóðnýtustu íslendinga
á öldinni sem leið.
^ ^ ^ ^ ^
í HOLLYWOOD
Fyrsti maöurinn minn gengur nú
með grasiö í skónum á eftir mjer og
vill endilega giftast mjer. En jeg hef
hann grunaöan um þaö aö vilja vá í
peningana sína aftur!