Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1947, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
rjett áöur en þú ferö að sofa. Þetta
er sennilega útbreiddasta bábyljan.
En rannsóknir hafa sýnt, að þótt
menn borði ljettan mat og drekki
heita eða kalda mjólk rjett áður en
þeir fara að sofa, þá hefur það engin
áhrif á svefninn. Margir sofa jafnvel
best, ef þeir drekka kaffi undir svefn-
inn. Aftur hefur kaffi æsandi áhrif
á suma, og þeim gengur illa að sofa.
Hjá sumum er það aðeins ímyndun.
Þeir halda að kaffi hafi æsandi áhrif
á sig, og sofa því illa, ef þeir drekka
kaffi á kvöldin.
Flestir venja sig á það að sofa reglu
lega og það er best. Á morgnana er.
blóðhitinn lágur, en hækkar í önnum
dagsins. Þegar vöðvarnir fara að
þreytast lækkar blóðhitinn aftur og
nær lágmarki sínu um það leyti sem
menn hátta.
Hvaða áhrif hafa svo þessar breyt-
ingar á blóðhita á svefninn? Tvent
kemur þá til athugunar:
Þegar þú ferð í sumarfrí, hugsarðu
þjer að hvíla þig rækilega og sofa
fram til kl. tíu á hverjum morgni.
En þrátt fyrir þennan ásetning þinn,
vaknarðu klukkan sjö á hverjum
morgni eins og áður. Svefntími þinn
er orðinn afskamtaður og þú vaknar,
hvort sem þú vilt það eða ekki.
Ef þú verður fyrir einhverri geðs-
hræringu að kvöldi, þá hækkar blóð-
hitinn. Og afleiðingin verður sú að þú
sofnar ekki fyr en komið er fram á
nótt.
Mismunandi svefntími getur haft
hin óheillaríkustu áhríf á sambúð
hjóna. Tökum eitt dæmi, sem Kleit-
man hefur athugað. Jón varð að fara
snemma á fætur á hverjum morgni.
Konan var kyr í rúminu og svaf enn
tvær stundir. Svefntími þeirra varð
því mismunandi. Þegar Jón kom heim
á kvöldin var hann þreyttur, en þá
var konan í essinu sínu og vildi að þau
færi út að skemta sjer. Aftur á móti
var hún svo syf juð á morgnana, þeg-
ar hann fór á fætur, að hún gat ekki
svarað því, sem hann spurði um.
Þegar svefntími hjóna er þannig
mismunandi, þá verður afleiðingin
gremja og ónot, þau verða uppstökk
hvort við annað, og oft endar bað
með skilnaði.
Óteljandi menn hafa skrifað Kleit-
man og beðið hann að gefa sjer ráð
við svefnleysi. „Það er ekki hægt,“
segir hann, „hver maður verður að
þreifa sig áfram með það hvenær
hann getur helst sofið og haga sjer
eftir því“.
Ef líkamsæfingar hjálpa til að auð-
velda svefn, þá skaltu stunda þær.
Ef þú getur sofnað undir útvarps-
útsendingu eða grammófónspili, þá
notaðu þau tækifæri.
Ef heit böð hafa þau áhrif á þig
að þú getur sofnað, þá notaðu heit
böð að staðaldri.
Og ef hið gamla og einfalda þjóð-
ráð dugir, að þylja eitthvað, þá skaltu
fylgja því, hvort sem það er að telja
hægt, lesa bænir, eða þylja nöfn.
„En notið aldrei svefnlyf, nema
með læknisráði,“ segir Kleitman. —
„Þau eru hættuleg og geta ekki á
neinn hátt bætt úr þeim ástæðum,
sem svefnleysi valda.“
Eftir margra ára reynslu og at-
huganir gefur hann mönnum bessi
heilræði:
1. Haltu ákveðnum svefntíma. —
Venjulega sofa menn best, ef þeir fara
altaf að hátta í sama mund.
2. Reyndu að ná fullkominni hvíld
áður en þú legst til svefns. Svefnleysi
stafar venjulega af tauga- eða hugar-
æsingi.
3. Sofðu einn í rúmi. Margir halda
að hjónarúmin sje skilyrði fyrir því,
að hjónaband blessist, en ýtarlegar
athuganir sýna að menn sofa best,
þegar þeir sofa einir.
4. Ef þjer gengur illa að sofa, þá
skaltu reyna að hátta klukkustund
fyr en venjulega. Þeir, sem hátta
snemma, sofa betur og hvílast betur
en aðrir. Þegar menn ganga til hvílu
seinna en þeir eru vanir, þá bregst
það varla að þeir sofa illa.
307
5. Athugaðu það rheð sjálfum þjer
hvort þú færð nægilegan svefn. Ef þú
vaknar fyr, en þú hefur ætlað vekj-
araklukkunni að hringja, þá sýnir það
að þú ert útsofinn. En ef þú ert syfj-
aður og þjer finst þú vera þreyttur,
þegar vekjaraklukkan hringir, þá
skaltu hátta fyr næstu kvöld.
4/ ÍW V ÍW
-Áljónaíhi fnaÁt r
— hiónaland
/
NAFNFRÆG kvikmyndaleikkona,
sem hafði verið gift oft — og vel —
fann ástæðu til þess að skilja við
mann sinn fyrirvaralaust. Lögfræðing
ur hennar sagði að það væri ekki
hægt nema hún færi suður til Mexiko,
þar væri slíkir smámunir afgreiddir
samstundis.
„En jeg kann ekkert orð í spönsku“,
sagði leikkonan.
„Það gerir ekkert til, þjer þurfið
ekki annað en segja „sí, sí“ nokkrum
sinnum, og þá gengur allt eins og í
sögu“.
Leikkonan fór suður yfir landamær
in og ætlaði að fá hjónaskilnað í
næsta þorpi. Þetta vakti mikla at-
hygli og allir þorpsbúar streymdu til
ráðhússins. Þarna fóru fram hátíðleg-
ir siðir og Ipikkonan sagði „sí, sí“ oft
og mörgum sinnum. Að lokum laust
múgurinn upp fagnaðarópi. „Er jeg nú
skilin?" spurði leikkonan.
„Skilin, ónei“, sagði dómarinn. „Jeg
var að enda við að gifta yður borg-
arstjóranum hjerna“.
^ ^ íW
HVAÐ ER MÍNÚTA LÖNG
Tilraun hefur veriö gerö meö marga
menn í einu til aö vita hvort þeir hafi
þaö á tilfinningunni hvaö ein mínúta
er lengi aö líöa. Árangurinn varö sá,
þegar meöaltal var tekiö á ágisk-
ununum, aö menn heldu eftir 35
sekúndur aö mínúta vaeri liöin.