Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1948, Side 2
158
LESBÓK MORGUNLT.ADSINS
Fyrstu kynni af íþróttum
Fyrstu kynni mín af íþróttum voru
þau, að Magnús frá Cambridge kenndi
leikfimi í barnaskólanum gamla, sem
stóð þar sem Pósthúsið er nú. Magnús
var harður kennari. Ef við stunduðum
ekki æfingarnar af áhuga, eða gónd-
um út í loftið í stað þess að horfa á
hann, rak hann okkur út í horn, í
svokallaðan „skammarkrók", og þar
urðum við að standa þegjandi og
nreyfingarlausir og horfa á, og þótti
það mikil smán. Næsti kennari minn
í leikfimi var Ingibjörg H. Bjarna-
son, síðar skólastjóri Kvennaskólans.
Henni hlýddu allir. Þá fór kennslan
fram í Miðbæjarskólanum.
En fyrstu íþróttamennirnir, sem
jeg sá, var flokkur sá er Ferguson
æfði.
Sundkennsla hiá froskum
og álum
Jeg var ekki nema 12 ára gamall
þegar jeg fór í fiskvinnu á Kirkju-
sandi. Sundlaugin var þar skamt frá,
og mig langaði ákaflega mikið til að
læra sund. Fór jeg þá til Páls Erlings-
sonar og bað hann að kenna mjer. Og
hann tók mjer tveim höndum.
Þá var sundlaugin að eins pollur í
Laugalæknum og bakkamir hlaðnir
úr torfhnausum, en lítill skúr þar sem
menn afklæddu sig og klæddu.
Þarna í lauginni voru álar og rjett
fyrir ofan og jafnvel stundum við
laugina, voru froskar, sem sjervitur
Englendingur hafði flutt hingað og
slept í Laugalækinn. Þeir lifðu þar í
nokkur ár, en eru nú aldauða fyrir
löngu. Við strákarnir höfðum ákaf-
lega gaman af því að sjá þá hoppa og
vorum ekki vitund hræddir við þá,
en flestar stúlkur voru logandi hrædd
ar við þá, og um og ó að synda í
lauginni þeirra. vegna.
íslenska glímcn
Ein var sú íþrótt, sem aldrei lagð-
ist niður hjer á landi, og það var
þjóðaríþróttin okkar, glíman. En nú
var hún hafin til vegs og virðingar
að nýu. Glímufjelagið Ármann var
endurvakið haustið 1906 og þá var
byrjað að glíma í fiskpakkhúsi Elías-
ar heitins Stefánssonar. Það var inn
hjá Rauðará. Var langt að fara fyrir
þá, sem áttu heima í Vesturbænum,
og ekki var hægt að byrja fyr en á
síðkvöldum, því að þá var vinnutími
manna lengri en nú. En áhuginn var
mikill, og það dugði. Og ekki minnk-
aði áhuginn þegar það frjettist, að
sýna ætti kappglímu fyrir konung á
Þingvöllum sumarið 1907. Þá fekk
fjelagið stundum að hafa glímuæfing-
ar í vinnustofu Jónatans heit. Þor- Ewm-
steinssonar. En við Hallgrímur Bene- Augu okkar opnast
diktsson ljetum okkur þetta ekki
nægja. Við fórum á hverju einasta
kvöldi, þegar fært var veður, út á
Batterí og glímdum þar. Glímuvöll-
urinn var graslaut sunnan við hólinn,
og þar var oft harður atgangur.
Jeg gríp þetta tækifæri til þess að
lýsa því yfir, að mjer var það ómetan-
legt happ á lífsleiðinni að komast í
kynni við Hallgrím Benediktsson. —
Drenglyndi hans, framúrskarandi
reglusemi, afburðamennska í íþrótt-
um og íþróttaáhugi, gerði okkur fljótt
samrýnda, og öll þessi ár, sem liðin
eru síðan, hefur aldrei nokkur snuðra
hlaupið á vináttuþráð okkar.
Árið 1907 fekk Ármann leigt hús-
næði til glímuæfinga í Fjalakettinum.
Jafnframt fengum við og stundum
fyrir náð að glíma í fimleikahúsi
barnaskólans. Og eftir konungsglím-
una veitti Pálmi Pálsson, kennari,
okkur leyfi til þess að hafa æfingar í
fimleikahúsi Menntaskólans.
Þeir komu stundum á „dönskum stíg-
vjelaskóm“, ef þeir timdu þá að leggja
þá í það.
Í.R. stofnaö
Árið 1907 var íþróttafjelag Reykja-
víkur stofnað og voru þar m.a. Böðvar
Kristjánsson, Matthias Einarsson,
Magnús Magnússon, skipstjóri o. fl.
Kennari var Andreas Bertelsen. Jeg
gekk þegar í fjelagið og höfðum við
æfingar í barnaskólanum.
Þessi íþróttahreyfing, sem hjer er
talin, var vísirinn að því mikla í-
þróttastarfi, sem nú er komið á hjer.
Við þóttumst nú karlar í krapinu
og urðum upp til handa og fóta þegar
okkur gafst kostur á því að fara á
Olympsleikana í London 1908. — Við
æfðum af miklu kappi undir þá för.
En árangurinn af henni var nokkur
annar og jeg vil segja betri heldur en
við höfðum búist við. Okkur varð bað
þá Ijóst hve mikið við áttum ólært,
er við sáum á hve hátt stig íþróttirn-
ar voru komnar erlendis. Og við kom-
um heim fullir áhuga fyrir því, að
íslendingar reyndu að ná öðrum þjóð-
um á þessu sviði. Við sáum hvað
okkur skorti til þess að geta talist
sannir íþróttamenn og hlutgengir á
alheimsmótum. Varð þetta því sann-
arlega góð reynsluför, því að hún
stælti okkur upp í því að setja mai kið
hærra en við höfðum gert áður.
Knattspyrna á íslenskum skóm
Upphaflega var knattspyma stund-
uð á Melunum, án þess að þar væri
nokkuð lagað til að öðru en því, að
við tókum stærsta grjótið upp úr leik-
svæðinu og hlóðum því að marka-
stöngunum, til þess að festa þær. Þá
komu flestir á íslenskum skóm til
æfir.ga, nema þeir, sem efnaðir voru.
Sundskáli og íþróttavöllur
Upp úr þessu gerðust ýmsir merkir
viðburðir. Jeg gekst fyrir því að bók-
in „Min aðferð", eftir I. P. Möller var
þýdd á íslensku. Höfðu margir gott
af því, sjerstaklega þó vegna þess að
þá sáu menn það svart á hvítu, sem
fáir virtust hafa hugsað um áður,
hve nauðsynlegt er að hirða vel lík-
ama sinn, hvað þrifnaður og böð eru
mikils virði fyrir heilsu manna.
Svo rjeðumst við í það að koma upp
sundstað við Skerjafjörð, reistum þar