Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1948, Side 3
LESBOK morgunblaðsins
159
skála og höfðum fleka með stökk-
palli úti fyrir. Páll Erlingsson var
kennari og gátum við launað honum
sæmilega. Þarna komst fjöldi ma.nna
upp á það að fara í sjo og sannfærast
um hve heilsusamlegt það er. — Og
þarna lærðu menn fyrst dýfingar,
þótt í smáum stíl væri.
En stærsta átak okkar var það að
koma upp íþróttavellinum.
Á þessum árum fengum við engan
styrk, hvorki frá bæ nje landsjóði.
Við urðum sjálfir að afla fjár til
hvers eina, er miðaði að auknu í-
þróttalifi og bættum skilyrðum fyrir
íþróttamenn. Sjálfir lögðum við allt
af mörkum, sem við gátum. Það var
að vísu lítið, aðallega áhugi og fórn-
fýsi. Það er góður höfuðstóll, en ekki
nægði hann til þess að koma upp í-
þróttavellinum. Lán gátum við ekki
fengið, en við björguðum málinu með
því, að fara til fjölda bæjarbúa og fá
þá til að ganga í ábyrgð fyrir smá-
upphæðum. En safnast þegar saman
kemur og upp úr þessu fengum við
30 þúsund króna lán, og svo lögðum
við íram sjálfboðavinnu.
Iþróttavöllurinn var vígður 10.
júní 1911 og á aldarafmæli Jóns Sig-
urðssonar, viku seinna, fór fyrsta í-
þróttamótið fram þar.
Það lá við að við hefðum reist oKk-
ur hurðarás um öxl, og .’engi var 1-
þróttavöllurinn þungur baggi á í-
þróttamönnum. En allar skuldir hans
voru þó greiddar eftir 10 ár (1921)
og þá var eins og þungu fargi væri
af okkur ljett.
Mikiö skal til mikils vinna
Jeg held að mjer sje óhætt að full-
yrða það, að á þeim árum lögðum við
hart að okkur við þjálfun. Við not-
uðum hverja cinustu frístund, cn þær
voru ckki aórar en matmálstimar,
síðkvöld og sunnudagar. Sumarið
1911 langaði mig til þess að reyna
á þol mitt og lagði á stað fótgangandi
á laugardagskvöld, að afloknu starfi.
Gekk jeg þá fyrst til Þingvalla og
var 6 stundir á leiðinni. Þangað höfðu
komið um kvöldið nokkrir ríðandi
menn frá Reykjavík og verið 10
stundir á leiðinni. Frá Þingvöilum
gekk jeg austur fyrir vatn, niður
Grímsnes og Ölfus og yfir Uellis-
heiði og var kominn til Reykjavíkur
kl. 8 á mánudagsmorgun, þegar jeg
þurfti að fara í búðina. Þessi vega-
lengd, sem jeg gekk, er 165 km„ og
jeg mun hafa verið 23(4 klukkustund
á gangi, en hvíldi mig hinn tímann.
Þegar jeg kom að Kömbum hitti jeg
þar nokkra ríðandi menn, sem voru á
suðurleið. Þótti þeim ferðalag mitt
all einkennilegt og vildu endilega
gefa mjer ,,hressingu“, er þeir kölluðu
svo, en það var koníak. Jeg afþakkaði
boðið, en bað þá að skila til Sigurðar
á Kolviðarhóli að hafa til heitan sil-
ung og egg handa mjer þegar jeg
kæmi. Svo skildum við og jeg fór
beint upp Kamba. Á heiðinni var
þoka, og þá varð jeg þess fyrst var
að jeg var orðinn syfjaður og þreytt-
ur, því að mjer sýndust vörðurnar í
ýmissa kvikinda líki og að þær höll-
uðu sjer og veltu vöngum framan í
mig. Ferðin gekk þó vel og þegar jcg
kom á Hólinn voru hinir ekki komnir.
Þeir komu þangað klukkustund á eft-
ir mjer, og urðu alveg forviða er þeir
sáu mig. Á Hólnum sval jeg í 4 stund-
ir, lagði þaðan á stað kl. 4 um nótt-
ina og byrjaði mína vinnu í b.'.ðinni
kl. 8 eins og vant var. —
Einu sinni stofnuðum við fjórir
fjelag sem við nefndum ,,Órag“. Hinir
stofendurnir voru Hallgrímur Bene-
diktsson og þeir bræður Guðmundur
Stefánsson og Eggert Stefánsson,
söngvari. Gengust fjelagsmenn undir
þá skyldu að fara í sjó kl. 3 á hverj-
um einasta degi, hvernig sem veður
var, og heldum við þeim hætti í 2 ár.
Við fengum húsaskjól í Slippnum, þar
var hlýtt og notalegt. Svo gengum við
niður á milli skipanna, sem þar voru
og steyptum okkur í sjóinn, stundum
í hríðum og frosti, svo að íshröngl og
krap var i sjónum. Þetta gekk allt af
vel, nema einu sinni. Við vorum vanir
að halda hópinn á sundinu, en allt í
einu sjáum við það að kollarnir eru
orðnir fimm, og einn langdekstur. Það
var selur, sem slegist hafði í hópinn
og vildi skoða þessi nýstárlegu lagar-
dýr. En við vildum engan kunning-
skap hafa við hann og syntum ,,líf-
sund“ í land, en hann glápti á eftir
okkur og furðaði sig víst mjög á hug-
leysi okkar.
Tilgangur okkar með þessum suná-
íerðum var sá að sýna, að hægt er að
synda í köldum sjó, ef menn hafa
æfingu, og að sundkunnátta getur
allt af komið mönnum að liði, á hvaða
tíma árs sem er.
Upp úr þessu var svo efnt til ný-
árssundsins, sem þreytt var um
nokkur ár.
Björgun úr sjávarháska
Árið 1913 strandaði kolabarkur
mjkill sem Chouillou átti. Hann rak á
land í Rauðarárvíkinni snemma morg
uns. Þá var vitlaust veður, ofsarok og
stórsjór. Tveir menn voru um borð í
skipinu. Björgunarskipið ,,Geir“ ætl-
aði að reyna að bjarga þeim, fór á
strandstaðinn og skaut línu til skip-
verja hvað eftir annað. En veðurofs-
inn fleygði linunni, svo að hún hitti
aldrei skipið og gafst ,,Geir“ upp við
björgunina. Þá fekk jeg leyfi hjá
Ellingsen að sækja bát vestur í
Slipp. Nokkrir menn voru sendir eftir
honum og drógu þeir hann eftir göt-
um bæjarins, sem allar voru svellað-
ar. Svo fekk jeg þrjá menn til þess að
fara með mjer út á bátnum. — Við
vorum allir syndir, og þorðum því að
leggja í þetta. Komumst við út að
skipinu og gátum bjargað mönnunum.
Á leiðinni í land fyllti bátinn undir
okkur, en við höfðum landfesti á
honum, og svo vorum við dregnir í
land. Jeg efast um að aðrir cn syndir
menn hefði haft djöríung til þess að
fara út, og má því þetta teljast dæmi
þess, að hverju gagni sundkunnátta
getur verið. Hitt er annað mál, hvort