Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1948, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1948, Side 4
160 LESBOK MORCUNBlJVÐSINS Sigurjón 22 ára. hún hefði komið okkur að haldi, ef á hefði reynt, því að bæði var mikið brim og sjórokið svo, að ekki grilti í skipið úr landi nema endrum og eins og sjór gekk hvað eftir annað vfir pað. Skemmtileg endurminning Jeg hefi ekki minnst á skautaíþrótt- ina, en hana stundaði jeg af kappi um eitt skeið. Þá var það einu sinni að hingað kom norskur maður, sem haíði sigrað í skautakeppni í tveimur borgum í Noregi. Hann skoraði á mig að keppa við sig. Jeg tók áskoruninni. Skyldum við þreyta íyrst 500 metra hlaup, þá 1500 riietra og seinast 5000 metra. Jeg sigraði í báðum styttri hlaupunum. Og þegar við vorum komnir langt með 5000 metra hlaup- ið, var jeg heilan hring á undan hon- um. Þá datt hann — og þar með var heirri keppni lokið. Þessu hefur lítt verið á loft haldið, en mjer þykir allt af gaman að minnast þess. Er það þó einkum fyrir það, að ftich. Braun, kaupmaður, gaf mjer eins manns kappróðrarbát í viðurkenningarskvni fyrir íþróttir, og þó sjerstaklega fyrir skautaíþróttina. Frœgur bátur Þessi bátur varð síðar frægur. Það var hann, sem danska herskipið tók hjer á höfninni fyrir það að hann hafði uppi íslenskan fána. Einai, bróð ii minn, var þá á bátnum. Þetta of- beldi hins danska varðskipsforingja vakti almenna gremju meðal bæjar- búa og hvar sem til spurðist, og skal jeg svo ekki orðlengja meira um það. En jeg skal segja þjer frá einni sjóferð. Þá var komið hjer þýskt skemtiferðaskip og fóru farþegar ríðandi og á vjelbátum upp í Kolla- fjörð. Jeg reri á eftir á bátnum mín- um og gekk vel upp eftir. En á helm- leiðinni tók að hvessa, og þegar jeg kom í sundið milli Viðeyjar og Eng- eyar, gaf svo mikið á, að báturinn sökk undir mjer. Ekki brá mjer svo mjög við það, en ætlaði að synda með bátinn til lands. Þegar jeg var kominn með hann upp undir Engey, bar þar að vjelbát frá þýska skipinu og vildi hann endilega bjarga mjer. Var jeg fyrst dreginn upp í bátinn og svo átti að innbyrða bátinn minn. En við það skolaði út úr honum ýmsu dóti, þar á meðalj myndavjel, sem kunningi minn hafði ljeð mjer. Um leið og jeg sá það, steypti jeg mjer útbyrðis og kafaði eftir myndavjelinni. — Þótti þeim þýsku það víst skrítið, en jeg mátti ekki hugsa til þess að týna því, &1&U1JU11 5CAIU„U1'. ■z-'-æmmmmmmmmmmmmmmmm sem mjer hafði verið ljeð, enda var jeg alls ekki borgunarmaður fyrir myndavjelinni. Þeir þýsku fóru með mig um borð í skipið og vildu allt fyrir mig gera, neldu víst að jeg væri mjög aðþrengd- ur. Buðu þeir mjer allskonar vín, en jeg vildi ekki þiggja. Að lokum felst jeg á að þiggja heitt kaffi. — Þann drykk hafði jeg aldrei bragðað fyr, og er jeg saup á þótti mjer hann svo vondur að jeg skirpti honum út úr mjer. Þetta er í eina skipti á ævinni, sem jeg hefi bragðað kaffi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.