Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1948, Qupperneq 7
LESBOK MORGUNBLAÐSINS
163
INDLAND HIÐ NYA
A ÞESSARI mynd má sjá hvernig Indland skiptist milli Pakistan og Hindustan.
Pakistan er í tvennu lagi og eru 1500 km. á milli landsvæðanna, sem eru austast
og vestast í landinu. Pakistan rikið er með dökkum lit, en Hindustan ríkið stryk
að. Svo eru þarna nokkur sjálfstæð furstadæmi og eru þau hvít á Iit. Mikil tog-
streita hefur þegar orðið um það að fá eitt af þessum furstadæmum, Kashmír
(nyrst í Iandinu), til þess að hverfa frá sjálfstæði sínu og sameinast öðru hvoru
höfuðríkjanna.
þeirra sem hafa unnið að auknir.gu
þekkingar hefur haft mikla og illa
þýðingu fyrir sögu mannkynsins. Það
er óhætt að segja, að hefði sá slóv-
leiki verið nokkru minni, þá hefðu
ekki heimsstyrjaldirnar tvær gengið
yfii, og hin bjartasta framtíð mundi
hafa brosað við mannkyni jarðar vorr
ax. En í þess stað er það sem nú blasir
við, þriðja heimsstyrjöldin, og býsna
erfitt að koma auga á nokkrar horfur
til að henni verði afstýrt. En ekki
virðist mjer unnt að sjá neinar líkur
til að risið mundi verða úr rústum
eítir styrjöld þar sem drepið hefði
verið og rústað með meir en tíföldum
árangri við það sem var í styrjöldinni
síðustu. Eins og búast má við að gert
mundi verða í heimsstyrjöldinni
þriðju.
II.
Ennþá eftirtektarverðari en það,
sem Linné segir um stjörnurnar. eru
orð hans um líftegundina mann, sem
hann kallar fullkomnastan, æðstan og
efstan alls hins skapaða. Og þó er hitt
sönnu nær, að maðurinn sje ófull-
komnasta veran í lífríki jarðar vorrar.
Eða vanskapaðasta, eins og öllu rjett-
ar væri að orði komist. Aðalatriðið
um mannlegt líf, er, að svo komnu
það, að maðurinn er svo miklu ófar-
sælli en nokkuð annað sem á þessari
jörð lifir, að þar kemst eiginlega eng-
inn samjöfnuður að. Maðurinn er því
rjett nefndur animal infelix: dýrið
ófarsæla. Það sem vandræðunum veld-
ur er smíð heilans. Heilinn er svo
vandgerður, líffæri vitsins. En það
sem manninum er fyrir sett er að
eflast svo að viti og þekkingu, að
hann geti tekið miklu meiri þátt í
sköpunarverkinu en hingað til, og haft
fullnægjandi stjórn á náttúruöflum
síns hnattar. En þegar því marki er
náð, eða jafnvel komið á þá leið svo
dugi, þá verður maðurinn ekki fram-
ar rjettnefndur dýrið ófarsæla Þá
mun það koma í ljós, að kvöl og ör-
vænting er vissulega ekki tilgangur
mannlifsins, þó að svo hefði mátt
ætla hingað til. En engum ætti að
geta dulist, að nú er svo kpmið, að
ekki má tæpara standa, ef þessu
marki á að verða náð. Úrslitatíma-
mót eru hjer á jörðu nú, slík að aldrei
hafa verið önnur eins, og mundi skiln-
ingur á þessu aðalatriði í lífssögu
jarðar vorrar ekki hafa dregist svona
hættulega lengi, ef að þeir sem hafa
unnið að því að afla þekkingar á líf-
inu hjer á jörðu og sögu þess, hefðu
átt nokkru betri ástæðum og meiri
samúð að fagna en hingað til heíur
verið.
Helgi Pjeturss.
Margt smátt
Þegar jeg var lítill bannaði mamma
mjer að þiggja peninga fyrir það að
gera einhverjum smágre ða. Jeg fór
oft í sendiferðir fyrir Ömmu og hún
vildi jafnan gefa mjer nokkra aura
fyrir það, en jeg bað hana í ganni að
„leggja það inn í reikning minn“.
Þegar amma dó fannst hjá henni
sparisjóðsbók með mínu nafni. — í
bókinni voru nær 5000 krónur og inn-
an á spjaldið var skrifað: „Kæri Jón.
Þetta hefi jeg lagt inn í reikninginn
þinn á 25 árum“.
^ ^ ^ ^ ^