Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1948, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1948, Side 8
164 LESBOK morgunblaðsins pátzcuaro FRÁ MORELÍA fórum við með járn brautinni suðvestur til Pátzcuaro, sem er 280 mílur frá Mexikoborg og er á brún „tíerra cabente“ eða hitasvæðis- ins vestur við Kyrrahaf. Við höfðum hlakkað til að koma þangað, því að staðurinn er annálaður fyrir fegurð. Og um leið og við sáum vatnið vissum við að við mundum ekki verða fyrir vonbrigðum. Við komum til Hotel el Lago, sem er einlyft bygging rjett við járnbraut- arstöðina. Milli hennar og þess er að eins blómagarður, með stórum gera- níum, cosmos og öðrum blómum, en meðfram þeim eru raðir af fjólum. Rjett handan við gistihúsið stendur röð af háum eucalyptus trjám og bak við þau sjest á hið undurfagra Pátz- cuaro-vatn. Borgin, sem dregur nafr. af því og er nú bygð átta þúsund sál- um, teygist hátt upp í hlíðina fyrir ofan jámbrautarstöðina. Þegar lestin kom til Pátzcuaro flykt ust allir farþegar inn í veitingahúsið til þess að fá sjer að eta og var varla hægt að snúa þar hendi nje fæti um stund. En er lestin bljes til brottfarar urðum við tveir eftir. Við sátum ró- legir að snæðingi og í fyrsta sinn á ævi okkar brögðuðum við nú „pescada blanco“, hinn litla fisk, sem gert hefur Pátzcuaro-vatnið frægt. Nafnið þýðir hvítfiskur. Hann er afar smár og gagnsær áður en hann er soðinn. Er hann talinn hið mesta lostæti og á hann það vel skilið. Jeg er vanur að eta allskonar fisk, en það verö jeg að segja, að „pescada blanco" er sá besti fiskur, sem jeg hefi nokkv.rn tíma lagt mjer til munns. Okkur hefði nú liðið bærilep"’ við þessa sældarmáltíð, ef ekki hcfi. safn- ast að okkur hópur manna og glápt á okkur. Mjer líkar vel Mexikanar og mexikanskir siðir, en sumt í fari þeirra get jeg ekki skilið. Það er nú til dæmis þetta, að þyrpast að ókunn- um mönnum og horfa á þá eta. Þeir koma rakleitt inn í matsalinn, eins og það væri fundarstaður, og stara á mann þangað til manni verður órótt. Pátzcuaro er gömul og kyrlát borg og stendur utan í hárri hlíð. Eru þar steinlagðar götur, sem liggja í ótal krókum upp og niður. Hún hefur á sjer fornan svip og hin miklu súlna- hlið á fjóra vega við Plaza Grande, eru eins og fornminjar. Á Plaza eru gríðarstór asktrje, miklu eldri en elstu íbúamir. Húsin eru flest lág og einlyft með helluþökum, en útskornar vindskeiðar ná fram yfir göturnar. í gegn um opnar dyrnar sjer maður inn í fagra blómaskála og manni finnst þar svo yndislegt að hægt sje að gleyma sjer þar. Fari maður um hæstu götumar snemma morguns, standa Indíánakon- ur þar fyrir utan hús sín og eru að þvo búsáhöld sín, en ungar stúlkur koma úr öllum áttum með stórar krukkur á öxlunum. Þær hafa verið að sækja vatn. Og á götunum er fullt af mönnum ofan úr f jöllunum og reka þeir á undan sjer klyfjaða asna. — Maður mætir þarna líka kaupsýslu- mönr.um og Indíánum, sem allír víkja úr vegi af jafn mikilli kurteisi. Hjer er ekki vikið til hægri, eins og í Bandaríkjunum, heldur er það kurteisi að íara allt af út áf gangstjettinni, ef maður mætir kvenmanni, eða ein- hverjum sjer meiri. Meðfram einni götu, sem liggur að Golgatakirkjunni, eru skot í húsin og eiga þau að tákna hin ýmsu stig kross göngunnar. í lok nóvembermánaðar flykkjast Indíánar utan af landi þang- að til þess að gera bænir sínar fyrir framan þessa krossgöngustaði og til þess að hylla heilsugyðjuna, sem er verndarvættur Pátzcuaro. Jafnhliða fara fram alls konar hátíðahöld: kappsiglingar á vatninu, fornir dans- ar, hana-at, nautaat og margt fleira. Margar merkar kirkjur eru þarna. En merkust þeirra er La Calegíata. Var byrjað á byggingu hennar 1550 samkvæmt páfabrjefi. Þar er líkneski heilsugyðjunnar, sem sagt er að fá- tækur Tarascan Indíáni hafi fundið í bát á reki úti á vatninu. Við sjerstök tækifæri slær töfrasvita út um lík- neskjuna. Nýlega hafa yfirvöldin látið gera akfæran veg hátt upp í fjall í því skyni einu, að menn geti notið þar útsýnisins yfir vatnið og nágrenni. Þama blasir við manni ein hin feg- ursta sjón, sem hægt er að hugsa sjer. Beint niður undan manni, milli fjalls- ins og vatnsins, eru ræktaðar sljettur.. með fögrum höllum á víð og dreif. Meðfram vatninu blasir við fjöldi þorpa og ótal eyjar í vatninu, sem speglast í því. Slíkri sjón gleymir eng- inn. Vatnið sjálft er ótrúlega fagurt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.