Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1948, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1948, Qupperneq 9
LESBOK MORGUNBLAÐSINS U' 2 165 Það er grænt að lit og f jöllin umhverf- is það minna á landslag í Japan. Og þegar maður fer á báti um vatnið, er eins og maður sje kominn til Japan og horfi þar á málverk í tehúsi. Um- hverfis vatnið eru líklega tuttugu þorp, en svo má heita óslitin húsa- röð meðfram bökkum þess. Utan af vatninu að sjá ber ekkert á þeim, því að þau falla alveg saman við lands- lagið. Á hverri ey er þorp og þar gnæfir kross og trje við loft. Patzcuaro-vatnið er hæsta vatnið í Mexiko — og líklega í heimi, sem er skipgengt. Það er 6717 fet yfir sjávar mál. Menn hafa þarna eintrjánings báta með háum stöfnum, líkt og í Japan og Kína. Sumir bátarnir eru mjög stórir svo að tveir ræðarar eru í hvor- um stafni og eru árarnar eins og prik með hlerum á endanum. — Oft eru þessir bátar fullir af kvenfólki og krökkum og allskonar varningi. Kvenfólkið er heldur laglegt. Þær hafa hrafnsvart hár og fljetta það í tvær fljettur, sem falla niður á bakið. Þær eru í hvítum upphlut og hárauðu pilsi, sem er dragsítt og felt að mjöðm um. — Þegar Spánverjar komu hjer fyrst, var Tzintzuntzan höfuðborg í Taras- can ríkinu, og voru þar rúmlega 50 þúsundir íbúa. Nú er hún ekki annað en smáþorp við vatnið. Á þeim árum var Pátzcuaro að eins sumardvalar- staður höfðingjanna. Hinn hrausti þjóðflokkur vildi ekki beygja sig undir kúgun Spánverja. Þá kom harðstjórinn Nuno de Guz- man með tíu þúsund manna her þang að til þess að beygja þá. Hann tók Calzoutzin, höfðingja þeirra höndum og ljet brenna hann við hægan eld til þess að reyna að fá upp úr honum hvar hann geymdi auðæfi sín. — Grimmdarverk þetta hafði þau áhrif á borgarbúa að þeir flýðu í skelfingu upp í fjöllin. Seinna reyndi Quiroga biskup hinn góði, að lækna þau sár, sem Gazman hafði veitt. Þá sneru sumir aftur til borgarinnar, en flestir heldu þó kyrru fyrir í fjöllunum. Nú eru fjögur hundruð ár síðan að Guz- man framdi grimmdarverk sín, en fram á þennan dag tortryggja íbú- arnir alla ókunna menn, sjerstaklega hvíta menn. Þeir eru kurteisir, en kaldir í viðmóti. Það er aðdáanlegt hvernig þeir hafa haldið fornum siðum sínum. — Enda þótt' þeir játi allir rómversk- kaþolska trú, er mjer sagt að þeir til- biðji allir gömul skurðgoð og hafi þau á ökrum sínum til þess að vaka yfir uppskerunni. Þeir líta svo á, að sje það gott að hafa einn guð, þá hljóti það að vera betra e.ð hafa tvo eða fieiri. Þegar þeir taka þátt í kristilegum hátíðum klæöast þeir fornum búningum, með höfuðskrauti og grímum og ails konar verndargrip- um frá löngu liðnum dögum. — Úti fyrir kirkjunum dansa þeir forna dansa, af mikilli hrifningu, til heiðurs og ákalls sinum gömlu guðum. Það er sagt að þeir gefi kaþolskum dýrling- um nöfn sinna fornu guða. Þeir eru mjög söngelskir og í hverju þorpi eru haldnir strengleikar. Þeir hafa sinn eigin hljómsmekk. — Lög þeirra eru fremur þunglyndisleg og raunaleg, og þeir fyllast skelfingu, ef þeir heyra djass. Þeir eru mjög iðjusamir og stunda fiskveiðar af kappi. Sumir veiða með háfum og aðrir í net. Eru þau net svo stór, að marga menn þarf til þess að fást við þau. Fiskveiðarnar setja sinn svip á hvert þorp. Ef komið er þar um hádegisbil, þá hanga netin þar á 15 feta háum staurum eftir endilöngum götunum og afgirða þær. Þau eru hengd upp til þurks, og það er skrítið að sjá þau fyrst á meðan þau eru vot, því að þá eru þau glitrandi af hreistri, eins og þau væru úr silfri, eða þakin smáum demöntum. Netin eru gerð úr fínum þræði og möskvarnir eru örsmáir, svo að bau haldi hinum litlu fiskum. Hvar vetna sjer maður fó!k vera að keppast við að ríða þessi net. Og í hverjum kofa er verið að spinna þráð í þau. Við gengum meðfram netjagirðing- unum, en ungar stúlkur fóru fram og aftur og skeyttu ekkert um netin. Það er siður þarna, að þegar ungar stúlkur ber að netjunum, þá lyfta ungu piltarnir þeim upp, svo að þær geti gengið undir þau. En ef unga manninum líst vel á stúlkuna og vill gjarna giftast henni, þá tekur hann netið niður og lætur hana ganga yfir það. Með þessu litla viðv.iki játar hann henni ást sína. Ungu stúlkurnai' eru því allt af á ferð þarna fram og aftur og það er bæði sigursvipur og gleðibjarmi á andlitum þeirra, sem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.