Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1948, Síða 10
166
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
eiga því láni að fagna að mega ganga
yfir netin. Þær gera sjer máske ó-
þarflega margar ferðir, að eins til
þess að láta aðra sjá hverra forrjett-
inda þær verða aðnjótandi.
Það eru margir hellar þarna og
sumir frægir fyrir það að í þeim hafa
fundist forn goðalíkneski. Við ætluð-
um eitt kvöldið að áræða að fara inn
í einn hellirinn, en komumst ekki
nema rjett inn fyrir munnann, því að
þá heyrðum við suð í fjöida af leður-
blökum og fram hjá okkur hröktist
höggormur inn í myrkrið. Það var
nóg; við snerum aftur og látum öðrum
það eftir að rannsaka hellana.
(Úr bókinni „Let us go to
Mexito").
^ V ^ ^ ^
„ÞÚ GERIR þjer allt of títt um það
að kynnast framandi fólki“, sagði
kaupmaður nokkur í Cleveland við
konu sína. „Jeg vildi að þú legðir
niður þann ósið að gefa þig á tal við
bláókunnuga menn“.
Daginn eftir þurfti konan að fara
eitthvað út í borgina og náði í bíl. I
bílnum sat annar farþegi, mjög gjörfu
legur maður. Frúin minntist orða
manns síns og heilsaði honum ekki
einu sinni. Og svo urðu þau samferða
langa leið, án þess að tala eitt orð
saman.
Maðurinn átti skemmra að fara en
hún, og þegar hann var farinn úr
bílnum sagði bílstjórinn:
„Þetta er líklega mesti einstæðing-
urinn í borginni. Hann er gestur hjer
og þekkir ekki neinn mann. Hann
kann heldur ekki ensku, og er því allt
af í vandræðum, því að hjer kunna
svo fáir sænsku, en hann er Svíi“.
Þá hjet frúin því að fara aldrei
framar að ráðum bónda síns. Hún er
setn sje sænsk.
(/-Jjö rn Ljnomundóóon:
ÖRNEFNI OG ÝMISLEGT
UM RAUÐNEFSSTAÐI
1 HAUST er leiu liu'tti hr. Árni Óla,
ritstjóri, erindi í útvarpið, þar sem
hann gat þess, að Skúli heitinn Guð-
mundsson á Keldum, hefði skrifað
svo skýrt og merkilega um öll örr.efni
á Keldum, að í ”aun og veru gætu
Keldurnar ekki farið í eyði þó bygð
felli þar niður . Jeg heyrði, því miður,
ekki þetta erindi, því Árni óla er sá
útvarpsfyrirlesari, sem jeg vil síst
missa aí. Samt hef jeg góðar heim-
ildir fyrir þessu. Skúli heitinn var
flestum öðrum vandvirkari. — Helga
heitin, dóttir Skúla, safnaði örnefnum
um meginhluta Rangárvallahrepps.
Hún sagði, sem satt er, að það er
erfitt að skrifa örnefni, svo vel sje,
þvi slík skrif þurfa að vera lifandi,
ef svo mætti segja og væri því ávallt
best, að sá sem skrifar væri vel kunn-
ugur landinu og bæri auk þess nokkra
hlýju til þess staðar, sem hann skrif-
ar um.
Helga kom nú að máli við mig og
beiddi mig um, að skrifa um örnefnin
í Rauðnefsstaðalandi, enda væri
mjer það skyldast, sagði hún.
Jeg lofaði þessu og nokkru síðar
skrífa jeg upp örnefnaskrá, sem mjer
þótti sjálfum sæmilega vel gerð og
sendi Helgu, en hún var þá barna-
kennari vestur í Dalasýslu. Svo sem
mánuði síðar fæ jeg þykkt póstbrjef.
Jeg þekki strax, að brjefið var frá
frændkonu og vinkonu minni Helgu
Skúladóttur og mjer til undrunar
sendir hún mjer aftur örnefnaskrá
þá, er jeg hafði búið til. — Fylgdi
og gott brjef, en í þessu brjefi segir
hún, að jeg hafi búið til örnefnaskrá
eða beinagrind, sem allt vanti utan á,
Jeg verði því að gera betur og búa
til ,,sál“, eins og hún kemst að orði,
í þessi örnefnaskril. Jeg skrifa að
nýu og lýsi nú betur en áður hverj-
um lið skrárinnar og sendi síðan —
Fekk jeg svo enn brjef og segir Helga
þá, að nú sje sæmilega gert og þó
ekki um oí.
Örnefni þessi, ásamt öðrum örnefn-
um, sem Helga safnaði í hreppnum,
eru nú geymd hjá Vigfúsi Guðmunds-
syni frá Keldum og er því ekki á glæ
kastað og verður sennilega síðar unn-
ið úr þessu og haldið til haga öllu því
er nýtilegt kann að reynast í þessu
efni.
Helga var kona stórgáfuð og svo
vandvirk á sumum sviðum, að af bar
samanber framan skrifað. Hún mun
og hafa verið kennari með afbrigð-
um í sumum fögum að minnsta kosti
og hvergi lítil. Fráfall hennar í jan-
úarmánuði 1947, var því þungt reið-
arslag, ekki einasta öllum hennar
nánustu heldur og líka vinum hennar
og mörgum þeim er kynnst höfðu
henni með skilningi á skapgerð henn-
ar og framkomu allri.
Þetta var nú um örnefnasöfnunina
í Rangárvallahreppi og skýringin á
því hver það var, sem hófst handa
um þetta.
Kemur þá að því, sem jeg veit, að
gerst hefur í sambandi við Rauðnefs-
staði.
Heklugosið, sem byrjaði 29. mars
1947 og sem fylgdi all-mikið vikur-
og öskuregn á allstóru svæði, fór
einna verst með jörðina Rauðnefs-