Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1948, Page 16
172
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
T
BIFKEIÐASLYS. — Bifreiðaslysum fer ori ijoiganai njer a íanai og siaia lang-
flest af ógætilegum akstri. Mörg bifreiðaslysin kosta mannslíf, og er því ekki að
furða þótt rcynt sje að finna einhver ráð tii að fyrirbyggja slíkt í framtíðinni.
Fyrir skömmu rákust tvær bifreiðar saman á Bústaðaveginum, sunnan við
Reykjavik. Myndin er af öðrum þessum bil og sýnir hvernig hann var útlítandi
eftir slysið. Bifreiðarstjórinn beið bana.
MAGNÚS í ÖGRI
Jónsson, átti Ragnheiði, dóttur Egg-
erts Hannessonar. Hann var ágætur
höfðingi. Hann reið jafnan svo á Al-
þing að fylgd hans var auðkend, þvi
að þeir höfðu allir lagvopn, 40 menn
eða fleiri, og setti hver vopnin upp
fyrst. er hann reið á Þingvöll. Var það
svo hvert sumar meðan hann sat uppi,
og vildu sem flestir vera í hans för
(Arfc).
STEINBÍTAHAMAR
Á Seiárdalshlíðum hinum nyrðri,
gengur klettur einn í sjó fram, sem
heitir Steinbítahamar, og er allmikið
dýpi við hann. Sagt er að nafn dragi
hann af því að þar hafi menn dregið
steinbít fram af hamrinum. Eitt sinn lá
maður þar við um vortíma og dró mik-
ið af steinbít og öðrum fiski. En á
hvítasunnudag hvarf hann og var talið
að hann hefði fengið flyðru á færið og
hún kippt honum fram af hamrinum.
HRAFNAÞINC-
Það er víst sumstaðar almenn mein-
ing manna, að hrafnar haidi þing á
haustin og skipti sjer til vetursetu
niður á bæina, pari sig og rífi í sundur
staka hrafninn, ef hann verður nokk-
ur. Á Hörðuvöllum í Fljótum sá jeg
í ungdæmi mínu tvívegis, eitthvert
haustið, 60—30 hrafna saman komna,
sem að litlum tíma liðnum flugu allir
burt í ýmsar áttir, 2 og 2 eða 4 og 4
saman, en í engum hóp sá jeg fleiri
en 4. Hvort r.okkur hrafninn varð
stakur, man jeg nú ekki með vissu,
enda þó mig minni, að í annað skiptið
væri stakur hrafn, sem nokkrir hrafnar
sóttu að, en forðaði sjer það er jeg til
sá. (Sjera Jón Norðmann).
JÓN BISKUP VÍDALÍN
átti Sigríði dóttur Bauka-Jóns Hóla-
biskups. — Hún var svinn mjög og
þótti ekki bæta um fyrir manni sínum.
Einu sinni rak hval á reka biskups og
var mjög hart i ari, en samt seldi bisk-
up allan hvalinn dýrum dómum. Mar-
grjet, móðir hans, frjetti þetta og þótti
ill tíðindi. Hún tók sjer ferð á hendur
í Skálholt. Þegar biskup frjetti að hún
var komin, gekk hann út að fagna
henni, en kerling rak honum þá utan
undir og sagði um leið, að hann mætti
ekki láta skurðgoðið frá Leirá draga sig
til helvítis. Að svo mæltu fór hún leið-
ar sinnar, en biskup mælti: „Reið er
móðir vor nú“. Skömmu seinna rak
aftur hval á reka hans og gaf biskup
þann hval allan.
STEINBOGINN Á BRÚARÁ
Fjöldi manna flosnaði þá upp (árið
1602) og er þess getið að mikil aðsókn
varð í Skálholtsstað. Hugði brytinn að
henni myndi ljetta, ef brúin sú hin
sjálfgerða, eða steinboginn á Brúará,
sá er hún hefur nafn af tekið, væri brot
inn. Fór hann þá til með vitund eða
ráði Helgu Jónsdóttur biskupsfrúar,
en án vitundar Odds biskups, og braut
brúna með mannafla. Biskupi líkaði
illa er hann fekk slíkt að vita, og hvað
hvorki sjer nje honum happ mundi
af verða. Drukknaði brytinn litlu síð-
ar í Brúará; en mönnum þótti bending
á hinum yngri börnum biskups, að
Eiríkur hafði vitsmunabrest mikinn, en
Margrjet var kvenna fríðust öðrumeg-
in á andlitinu, svo að kinnin var fagur-
rjóð og blómleg, en önnur hvít og visin
(Árb. Esp ).
EBENEZER HENDERSON
enskur prestur, sem var hjer iaust
eftir aldamótin 1800, lýsir Reykjavík
svo: „Reykjavík er eflaust versti stað-
urinn á íslandi, sem menn geta dvalið
í að vetrarlagi. Fjelagsbragurinn er
hinn auðvirðilegasti, sem hugsast get-
ur. Hinir útlendu íbúar sitja vanalega
allan daginn auðum höndum, með tó-
bakspípur í munninum, en á kvöldin
spila þeir og drekka púns“. — Reykja-
vík mátti þá kallast dönsk.
SIGURÐUR BREIÐFJÖRÐ
gisti einu sinni á Hjalla í Ölfusi hjá
nafna sínum Sigurði Hinrikssyni. Fekk
hann þar góðar viðtökur, en eitthvað
bar þeim á milli því að Breiðfjörð
kvað þessa vísu um nafna sinn:
Ef það væri ekki synd
að jeg likti saman.
hefir rjetta marhnútsmynd
mannskrattinn í framan.