Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1948, Qupperneq 2
190
1
LESBOK MORGUNELAÐSINS
Borgarfirði, varalögmaður á Meðal-
felli í Kjós, biskupinn í Skálholti,
sóknarpresturinn á Lambastöðum og
landlæknir á Nesi við Seltjörn.
Frá áramótum 1788 var verslunin
gefin frjáls öilum þegnum Danakon-
ungs. Þá keypti Sunchenberg kóngs-
verslunina hjer með öllum húsum, og
\-arð þannig fyrsti sjálfstæði kaup-
maðurinn í Reykjavík. En eftir það
dvaldist hann hjer ekki nema á sumr-
in, sat i Kaupmannahöfn á veturna
því að hann var ráðamaður nefndar
þeirrar, er annaðist sölu og afhend-
'ingu kóngsverslana hjer á landi. —
Hafði hann þvi verslunarstjóra fyrir
sig. Meðal þeirra var Runolfur Klem-
ensson frá Kerlingardái. -— Hann
druknaði seinná í Tjörninni, „mjög
lítið drukkinn“, eins og komist er að
orði um það. Seinasti verslunarstjór-
inn hjet Christopher Faber.
Sunchenberg andaðist í Kaup-
mannahöfn 23. maí 1806. Þegar bú
hans kom til skipta kom það í ljós.
að Faber var kominn í stórskuldir við
verslunina. Var hann þá þegar sviftur
forstjórastöðunni og tekið af honum
allt, sem hann átti. Lifði hann sein-
ast sem gustukamaður i bænum.
Svo virðist -sem verslunin hafi þá
lagst niður og engin verslun verið að
staðaídri í Sunchenbergs-húsunum,
eins og þau voru kölluð, þangað til
1827, að danskur maður, Wellejus að
nafni, keyptí húsin og rak þar verslun
um nokkur ár. Það var hann, sem
„Ijet híaða upp nyrsta hólinn á Melun-
um og kallaði Wellejus-Minde, en
ekki festist það nafn við staðinn. —
Hann var hjer stutt, en hafði fyrir
sig ýmsa verslunarstjóra, þar á með-
al Peter Duus og Einar Jónasson frá
Svartagili.
Árið 1843 seldi hann M. C. Eech í
Kaupmánnahöfn verslun og hús, en
hann seldi aftur W. Fischer, er versl-
aði þar nokkur ár. Um 1850 eignaðist
Jón Robb húsin og ljet selja þau á
opinberu uppboði 1853. Varð þá hæst-
bjóðandi Robert Peter Tærgesen.
\
íbúöarhús Tærgesens, bygt um 1840, nú Tjarnargata 5 (Ljósm. Ólafur Kr,
Magnússon)
Nýir menn
TÆRGESEN var verslunarstjóri hjá
Knudtzon og naut mikils álits í bæn-
um, og þótti merkur maður.
Hann var fyrsti slökkviliðsstjóri
bæjarins (1837) og gengdi því starfi
með mesta dugnaði í 10—12 ár. Árið
1839 var fyrsta byggingarnefnd
Reykjavíkur sett á laggirnar, og átti
hann sæti í henni vegna stöðu sinnar.
Níu árum seinna (1848) fór fram
kosning á bæjarstjórn í fyrsta’ skifti,
og var hann þá kosinn úr flokki borg-
aranna. Árið eftir var aftur kosið, en
þá náði hann ekki kosningu, sennilega
vegna þess að mönnum þótti verslun-
arstjettin hafa full marga fulltrúa í
bæjarstjórn.
Um 1840 keypti hann svo nefnt
Petersens-hús, endurbj'gði það og bjó
þar til dauðadags, og ekkja hans eftir
hans dag. Þetta hús stendur enn alveg
óbreytt að ytra útliti og er nr. 5 við
Tjarnargötu, þar sem Hanskagerðin
er nú.
Annað hús, sem einnig stendur enn,
og allir Reykvíkingar þekkja, ljet
hann byggja árið 1854. Hann reif þá
aöalbúð Sunchenbergs, nyrst í göt-
unni og bygði þar vandað tvílyft hús.
Þar er nú Ingólfs Apótek. Má því
segja að Reykjavík búi enn að fram-
takssemi og dugnaði Tærgesens.
Hann kom og við ýms fleiri bæjar-
mál. Meðal annars var hann einn af
stofnendum „Bræðrafjelagsins". Það
var hlutaf jelag, stofnað 1850 af kaup-
mönnum, embættismönnum og borg-
urum í því skyni að koma upp ný-
tísku klúbbhúsi.
Að öðru 'leyti var Tærgesen harður
í horn að taka. Er þar helsta dæmið
hvernig hann reyndi að leggja Gróf-
ina undir sig. Illíðarhúsamenn og sjó-
menn úr Vesturbænum nöfðu hcift þar
uppsátur um ómunatíð, en hann bægði
þeim og þröngvaði svo kosti þeirra
árið 1854, að þeir fengu alls ekki sett
báta sína upp á malarkambinn, bví
að þar stóðu hinir stóru bátar Tærge-
sens. En nedar var bátum ekki óhætt
fyrir stórflóðum. Formenn kærðu
þetta fyrir stiptamtmanni og jafnað-
ist það svo í það sinn, að kaupmenn
fyrir austan hann leyfðu uppsátur á
stakkstæðum sínum, ef á þyrfti að
halda, en Tærgesen var ósveigjanleg-
ur. —