Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1948, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1948, Síða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSENS 191 Tærgesen var tvígiítur. Fyrri kona hans hjet Johanne Katrine Linnet (f. Wedel) ekkja eftir danskan sjóliða, en seinni kona hans var Anna Maria, dóttir Jóhanns Ilansen frá Bátsönd- um. Árið 1865 seldi hann W. Fischer kaupmanni verslunarhús sín. Tveimur árum scinna dó hann, 68 ára að aldri. ★ NÚ ÞARF að nefna fleiri menn til sögunnar. Einar Jónasson, sá er fyrr var nefnd ur, vcrslunarstjóri hjá Wellejus, bygði hús í Aðalstræti árið 1824, þar sem Spunastofa innrjettinganna hafði ver- ið. Kona hans hjet Margrjet Hösk- uldsdóttir. Sonur þeirra hjet Jcnas og kallaði sig Jónassen. Einar varð ekki gamall og eftir dauða hans giftist Margrjet Torfa söðlasmið Steinssyni* og bjuggu þau þarna í Aðalstræti. Upp frá þvi var húsið kallað Stein- senshús, en varð seinna Aðalstræti 14 og var rifiö árið 1931, rúmlega hundr- að ára gamalt. Jónas Jónassen kvæntist Ivristjönu, * Hann druknaði á sundi 13. júní 1858. systur Geirs Zoega úfgerðarmanns. Þeim varð ekki barna auðið, en ólu upp nokkur fátæk börn, eða Kristjana að honum látnum, því að hún var hinn mesti skörungur. Hún hafði matsölu á hend^eftir að hún misti mann sinn og ,,naut almennrar virðingar vegna óþreytandi orku og ráðdeildar", segir dr. Jón biskup Ilelgason. Maður er nefndur Sveinbjörn Jac- obscn. Hann var fæddur árið 1816, sonur Hans Jacobsen verslunarstjóra í Iveflavik og Ástu Ásbjarnardóttur, bróður Egils í Njarðvik. Voru þeir Sveinbjörn Egilsson skáld og Svein- björn Jacobsen því að öðrum og þríðja að frændsémi. Sveinbjörn kvæntist Therese Tierge- sen, sem talin var dóttír Tærgesens kaupmanns af fyrra hjónabandi. Bvrj- aði hann að versla í gömlu faktors- ibúð Sunchenbergs og fór oft sinna ferða um verðlag. Auk þess var hann með annan fótinn í Danmörku fram- an af. Vcrslun hans mun hafa gengið vel, því að á fyrsta ári 1840, er hon- um gert að greiða 14 rd. í útsvar og munu aðeins tvær verslanir hafa greitt hærra útsvar þá. Sveinbjörn var maður vinsæll og var mikils metinn borgari. Sjest það t. d. á því að hann var kosinn af bæn- um í nefnd þá, er annaðist fjárskifti Reykjavíkur og Seltjarnarneshreppsj Jókst það álit og síðar, eins og sagt mun vcrða. Glasgovv bygð VESTURGATA var upphaílega nefnd Hlíðarhúsastígur, en seinna íekk hún nafnið Læknisgata. Árið 18jl keypti Jón kaupmaður Markúsgpn lóðina nr. 1 við Læknisgötu, bygði þar hús árið eftir og rak þar versiyn, En árið 1857 fórst hann með póstskipinvi ,,Sp- löven“ cg var húsið þá selt Kristjáni kaupmanni Þprsteinssyni. Að hpnum látnum (1859) keypti Hans.Chr. Rcbb húsið og verplaöi þar til 1866. Kallaði hann verslun sína ,,Liverpool“ og fekk húsið það nafn. Þetta hús endurbygði Sigurður Magnússon frá Bráðræði og stækkaði það að mun. Stendur það enn og er í daglegu tali nefnt „Liver- pool“, þótt verslunin með því nafni sje ílutt í hús Mjólkurfjelagsins. ★ FYRIR vestan Sunchenbergshúsin og íyrir ofan Liverpool voru Borgara- bær og Melbysbær. Borgarabær hjet upphafléga Marteinsbær, en skifti um nafn þegar Guðmundur borgari Bjarnason frá Langárfossi, faðir Þórð ar hafnsögumanns, fluttist þangað. Melbysbær hjet upphaflega Þorfinns, bær, en var nú venjulega kendur við Mclby beyki, og stundum við Ilöltqr skóara, og nefndur Höltersbær. Árið 1862 keypti enskuf kaupmað- ur, P. L. Illndersen þessa.bæi báða, og á lóð þeirra Ijet hann reisa árið eftir hið stærsta hús, sem þá var til á Islandi, og neíndi „Glasgow". Lýs- ingarnar á því hvernig Glasgow bar af öðrum húsum nálgast helst frásagn- ir um þaö hvað Ormurin.n .langi hafi borið af öðrum skipum. Húsið var 40 álnir á lengd og 20 álnir á breidd, fvær hæðir á háum steinlímdum kjallara, með kvistum á rishæð og svölum, þar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.