Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1948, Side 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSIN S
193
Arnljótur Ólafsson gat þess að einn
þingmanna hefði verið kosinn með 3
atkvæðum, og ef eigi að taka kosn-
ingu hans gilda, þá sje ,,það næsta
undarlegt að vjefengja þá kosningu
þar sem nálega allir kjósendur koma
til kjörfundar og kjósa þingmann með
miklum atkvæðaf jölda — að kæra sig
þannig ekkert um kjósendur".
Hann helt því og fram, að það gæti
haft mikla þýðingu fyrir samgöngu-
málin aö Sveinbjörn sæti á þingi, því
að danska stjórnin væri þá að semja
við Henderson um gufuskipaferðir til
íslands. „Það er vissulega hart að
menn skuli ekki athuga hvað er þing-
inu og landinu til gagns og sóma.“
Aðrir heldu því fram að Sveinbjörn
væri manna kunnastur högum og
þörfum kjördæmis síns og væri Reyk-
víkingum því mikið tjón að missa
hann af þingi.
Þeir sem urðu Sveinbirni þungir i
skauti voru Halldór Kr. Friðriksson
(sem hafði orðið konungkjörinn) og
Jón Guðmundsson ritstjóri Þjóðólfs.
Ilalldór upplýsti að gjaldþrot Svein-
bjarnar hefði verið tilkynt hjer og
þinglesið á bæjarþingi 26. ág. 1858.
Borgarabrjef hefði ekkert að segja;
ef það væri í vörslu hans, þá hefði
hann vanrækt að skila því.
Jón Guðmundsson sagði: „Til þess
að sýna að háyfirvaldið hefur ekki
talið hSnn danskan þegn, þarf ekki
að fara lengra en til úrskurðar eins,
þar sem háyfirvaldið í Suðurumdæm-
inu skar svo úr í fyrra sumar, að
dönskum lögum yrði eigi beitt við
Jænnan mann, af því að hann væri
búset.tur i Englandi og yrði að álítast
enskur þegn og undir enskum lögum.
Nú fá menn að heyra að hann sje orð-
inn meðeigandi Ilendersons í verslun-
inni. Það er gleðileg fregn, cn hitt er
leiðinlegra, að enginn hefur vitað
þetta fyr. Það hefur verið haft fyrir
satt að Ilenderson hafi einn átt versl-
ariir sínar hjer þangað til í vor, að
Anderson nokkur gekk í fjelag við
hann. Að hann (Svbj.) hafi haldið
faktora hjer fyrir verslun sína eftir
gjaldþrotið í Kaupmannahöfn, er ó-
satt, því að verslunin var ekki rekin
fyrir hans reikning heldur þrotabús-
ins, þetta eina og sama sumar sem
gjaldþrot hans var þinglesið.“
En þótt hjer væri saumað að Svein-
birni, urðu þó orð Jóns Sigurðssonar
líklega þyngst á metunum. Hann
sagði: „Meiri hluti kjörstjórnar vildi
ekki fella r.einn dóm um það hvort
hann væri kjörgengur. En minni hlut-
inn (bæjarfógetinn) beimtaði ský-
lausar sannanir fyrir kjörgengi, af bví
að harn var ekki á kjörskrá. Kjör-
gengi þingmannsins er ekki sanr.að
enn og Alþingi verður nú að heimta
ao hann sanni það. Geri hann það slíal
jeg glaður gefa honum atkvæði mitt.“
En Sveinbjörn gat ekki sar.nað kjör-
gengi sitt, og fór því svo, að hann var
feldur frá þingmensku og gerður þing-
rækur með 16:9 atkvæðum.
Tók þá varamaður hans, Magr.ús
Jónsson í Bráðræði, við þingmensku,
og þótti íylgjendum Sveinbjarnar súrt
í broti.
Málafcriin r.iiklu
NÚ ER ÞESS að geta, að þetta sama
ár keypti Jónas Jónassen verslunar-
stjóri Hendersons, húsið Liverpool af
Hans Robb. Afsal fór þó ekki fram
fyr en löngu seinna. En Robb þóttist
*
ekki hafa selt alla lóðina með hús-
inu. Þóttist hann eiga skika þar eftir
og seldi hann * Glasgowverslun árið
1867. Um svipað leyti seldi svo Jónas
Jónassen Liverpool eignina, að engu
undanskildu og var Sveinbjörn Jacob-
sen kaupandi. Ætlaði hann þá þegar
að fara að byggja stórt steinhús á
lóðinni og haföi fengið til þess tvo
steinsmiði frá Danmörku.
En þetta hús átti einmitt að standa
á þeirri lóð, er Robb hafði sclt þeim
Glasgovveigendum. Risu þcir nú upp
og kváðu þetta sína eign og húsið líka,
því að Jónassen hefði keypt það fyrir
peninga verslunarinnar.
Jónassen var óreglumaður og var
því ekki alt í sem bestu lagi hjá hon-
um, og var hann kominn í skuld við
firmað. Var honum nú tafarlaust vik-
ið frá.
Hófust svo út af þessu óskapleg
málaferli milli Henderson, Anderson
& Co. annars vegar, en Jónassen og
Sveinbjarnar Jacobsens hins vegar.
Vöktu málaferli þessi svo mikla at-
hygli „að segja má að allur bærinn
stæði á öndinni út af er.dalyktunum“,
segir Klemens Jónsson. Gengu kæru-
málin á víxl og fekk Jacobsen einn af
helstu málaflutningsmönnum Dana,
H. N. Hansen til þess að standa fyrir
sínu máli, en hann sendi hingað full-
trúa sir.n, Hein að nafni. Voru málin
þrjú, sem Sveinbjörn átti í við hús-
bændur sír.a: út af lóðinni, sem Robb
séldi, út af Liverpool eigninni allri, og
út af skuldaskiftum.
En Jónas Jónassen kærðu þeir
Glasgowmenn fyrir sviksarrilegt at-
ferli, og eins höfðuðu þéir rriál til
greiðslu á skuld hans við ffrriiáð.
Málaferli þessi urðu svo umfangs-
mikil, að ekki er hægt að rCkja þau
hjer að neinu ráði.
Rannsókn í sakamáli Jónasar hófst
fyrir lögreglurjetti í júlí 1867.' Síðan
gekk allur seinni hlúti sumáfs' og
haustið fram í nóvember til þess að
leita upplýsinga í málinu með þing-
vitnum og á annan hátt, Ixeði í Kaup-
mannahöfn og hjer innan lands, t. d.
í Norður-Múlasýslu, Gullbringusýslu
og víðar. Rannsókn hófst svo fyrir al-
vöru í febrúarlok 1868 og var haldiö
áfram fram í apríl. Þá voru frumpróf
in send amtinu og leitað umsagnar um
sakamálshöfðun. En amtið áleit , að
frekari rannsóknar væri þörf einkum
um reikningsskil ákærða. Vrar því enn
hafin rannsókn að nýju og var eigi
lokið fyr en undir jólin. Hófst þá saka
málshöfðun,, og var vörn eigi lokið
fyr en í jan.' ar 1869. Þá yar spkin
tekin til dóms, og Jónas dæmdur í 2
ára betrunarhúsvinnu.
Svo fór málið til landsyfirrjettar
og dómuA þar kveðinn upp 11. okt.