Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1948, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1948, Page 6
194 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 1869. Þar var Jónas dæmdur í 4x5 daga, fangelsi við vatn og brauð'. t Hæstarjetti Var dómnum svo breytt (17. okt. 1870) að refsingin var færð niður í eins mánaðar einfalt fangelsi. Jónas tók sjer öll þessi málaferli tnjög nærri og er sagt að þau hafi flýtt fyrir dauða hans, en hann andaðist 1872. Aðalmál Sveinbjarnar var út af Liverpool eigninni. t undirrjetti tapaði hann því máli, en í landsyfirrjetti dæmdi meiri hlutinn honum eignina og Glasgovvmenn til þess að greiða honum 20.000 rd. skaðabætur og 200 rd. í málskostnað. Auk þess var And- erson dæmdur í 30 rd. sekt fyrir „ósæmilegan rithátt". Ástæðan var þessi: Robert. Andersen kaupmaður var hjer staadur haustið 1867 þegar þessi mál öll hófust fyrir rjettinum og Hein var kominn frá Kaupmannahöfn til að sækja þau gegn Glasgowmönnum. Þá ritaði Anderson,_ áður en hann fór, dómsforsetanum í yfirrjetti brjef og hreyfði þar sterkum mótmælum gegn því, að Jón Pjetursson og Benedikt Sveinsson heldi dómarasætum sínum í þessum málum, „og mun hann hafa kveðið fremur ófagurlega að orði um kumpánaskapar samband þeirra beggja við þá Jónas og Sveinbjörn og enda valið þeim meðfram meið- andi sakargiftir, eftir því sem dóm- endum fanst“, segir í Þjóðólfi.* í Hæstarjetti var kveðinn upp dóm- ur í þessu máli 1. febrúar 1871. Er þar talið ósannað að Sveinbjörn hafi fengið afsalsbrjef hjá Jónasi fyrir Liverpool eigninni áður en löghalds- gerð fór fram eftir kröfu Glasgow- manna. Afsalið var að vísu dagsett 30. okt 1866, en 1. apríl 1867 hafði Jónas gefið út veðbrjef í eigninni til handa Magnúsi í Bráðræði, eir.s og hann ætti hana þá sjálfur. Jónas hafði haldið þvi fram, að þetta hafi hann gert í um- * Jón Jónsson, síðar iandritari, var málfærslumaður þeirra Glasgow- manna. boði Sveinbjarnar, en fyrir því komu engin gögn. Er svo löghaldsgerðin tal- in gild og þar með höfðu Glasgow- menn unnið málið. Um sekt Andersons í landsyfirrjett- ardómi sagði Hæstirjettur svo: Fjesekt sú er stefnda, R. Anderson er gerð, verður að falla niður, með því að ekki verður álitið, að með bví brjefi hans sje brotið á móti þvi vel- sæmi, er málspartar skulu gæta fyrir rjetti. Að því leyti að röksemdaleiðsl- an í brjefinu um óhæfni 2 dómend- anna að sitja í dómi, hafi í sjer fólgn- ar meiðandi sakargiftir á þá, þá er það þeirra að hreinsa sig þar af með sjer- stakri málssókn. — ★ ÞANNIG lauk þá þessum málaferlum með fullum sigri Glasgowmanna. En það varð þeim að litlu liði, því, að meðan á málaferlunum stóð (1868) varð firmað Henderson. Anderson & Co. gjaldþrota. Var þá allur búðar- varningur í Glasgow seldur við opin- bert uppboð, sem stóð vfir í marga daga. Egill kaupmaður Egilsson (sonur Sveinbjarnar Egilssonar) keypti Glas- gowhúsið 1872 fyrir 6000 rd. Seinna hafði hann makaskifti á því og Görð- unum við Þórð Guðmundsson er þar bjó. Seinast mun Þorvaldur í Núpa- koti (Þorvaldseyri) hafa eignast hús- ið, en það brann til kaldra kola 18. apríl 1903, og hefir ekki verið byggt á þeirri lóð síðan. Hvers ilóttir var Theresa Jacobsen ENN er eftir dálítill kafli þessarar sögu, og sá einkennilegasti. Eins og fyrr er frá sagt andaðist Tærgesen kaupm. árið 1867. Þá var H. Th. A. Thomsen skinaður lögráða- maður ekkjunnar, en W. Fischer fjár- haldsmaður ómyndugra barna hennar og Tærgesens. Auk þess voru erfingj- ar tvær dætur Tærgesens af fyrra hjónabandi. En nú brá svo undarlega við, að þeir Thomsen og Fischer báru fram þá rjettarkröfu að Theresa, sem gift var Sveinbirni Jacobsen. fengi ekki að taka arf eftir hinn látna, því að hún væri ekki hans dóttir, heldur dótt- ir Linnerts, fyrri manns fyrri konu Tærgesens, og þess vegna aðeins stjúp dóttir hans, og því ekki borin til arfs eftir hann. Til stuðnings þessari kröfu sinni lögðu þeir fram: 1. Skírnarvottorð um að Andrea Petræa Theresia Linnert, eða Lindner, dóttir Andreas Nielsen Linnert og eiginkonu hans Johanne Kathrine f. Wedel, væri fædd 17. febr. 1826 og skírð í Frúarkirkju í Kaupmannahöfn 11. júní s. á.. 2. Bólusetningarvottorð fyrir An- dreu Petræu, dóttur sálaðs stýrimanns Lindners, dags. í Kaupmannahöfn 16. maí 1827. 3. Dánarvottorð frá sjómannaskrán- ingarskrifstofunni í Kaupmannahöfn, dags. 18. mars 1828, um að Andreas Nielsen, innskrifaður í sjóliðið, hafi dáið í Altona 30. júlí 1826. 4. Útskrift úr sálnaregistri Reykja- víkurdómskirkju, er sýndi að Andrea Petræa Tærgesen, dóttir faktors R. P. Tærgesen, var fermd árið 1841 (15 ára) og gift Sveinbirni Jacobsen 27. ág. 1845, þá 20 ára að aldri. 5. Vottorð um að eftirlátnir fjár- munir matróssins A. N Linnert hafi verið afhentir 11. apríl 1828 ekkju hans Johanne Kathrine Linnert f. Wedel er þá átti 2 ómyndug börn eftir mann sinn. 6. Vottorð frá mjólkurkaupmanni J. C. Tærgesen og T. F. Hillebrandt urta kramara í Kaupmannahöfn, sem átti að vera vitnisburður þeirra um það, að Theresa Linnert og Theresa Jacob- sen væri ein og sama kona. Þetta vott- orð var óeiðfest. Mönnum kom þetta mjög á óvart og skildu ekkert í þessum lagarefjum, því að allan þann árafjölda, sem Tærgesen hafði verið í Reykjavík var aldrei tal- inn minsti vafi á þvi að Theresa væri dóttir hans. Hún hafði altaf borið nafn ið Tærgesen og var bæði íermd og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.