Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1948, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
197
glugga og reka hæla niður með þeim
til stuðnings,
í öðrum gróðurreitum eru karm-
arnir hafðir fastir. Lengd þeirra fer
þá eftir aðstæðum, en þó mun varla
hagkvæmt að hafa t.d. rafmagnsgróð-
urreita öllu lengri en 8 til 12 m.
Karmana má einnig gera úr stein-
steypu, en þeir eru heldur lakari hvað
snertir einangrunargildi en trje-um-
gjörð, en auðvitað miklu varanlegri
smíði. Fyrir steyptri umgjörð verður
að grafa niður fyrir frost, eða um
80 til 100 cm. djúpar rásir. Hins vegar
er mjög hagkvæmt að steypa stöpla
í fasta gróðurreita, og ganga þannig
frá, að hægt sje að skipta um hliðar-
borð, þegar með þarf, án þess, áð við
sjálfum reitunum sje hróflað. Á þetta
einkum við rafmagnsgróðurreita.
Hæðarmismunur langhliða í föstum
gróðurreitum er hæfilegur 12 til 14
cm. Götur milli reita ættu að vera
50 til 70 cm.
Gluggar
ÁRÍÐANDI er að velja gott efni í
gluggana, kvistlausa furu, vel þurra.
Stærð þeirra má haga eftir ástæðum,
en gæta verður þess, að þeir sjeu
liprir og vel meðfærilegir. Ef reitur-
inn er 1,75 m. á breidd, sem er mjög
venjuleg stærð, væri hæj^legt að hafa
gluggana 1,75X1,05, eða um það bil.
Verður þetta að sjálfsögðu að miðast
við efni og ástæður, að fáanlegt gler
skerist hæfilega niður í rúðurnar o. s.
fr. — Meðfylgjandi mynd sýnir góða
gerð af gluggum, þar sem þess er gætt,
Hentugur frágangur til aö skoröa
glugga
I ,
i
að þeir steypi vel af sjer vatni og sjeu
ljettir í vöfum.
Á hlið hvers glugga eru settar tvær
þægilegar höldur, sem má smíða úr
„galvaniseruðum“ vír eða öðru slíkur
og festar á gafla grindarinnar þannig,
að þær verði ekki til fyrirstöðu, þeg-
ar gluggunum er raðað.
Áður en glerið er sett í gluggagrind
ina, er hún borin heitri línolíu og
síðan máluð einu sinni til tvisvar með
hvítri málningu. Rúðurnar eru lagðar
í allt að % cm. þykkt kítti, vel mjúkt
og festar niður með smánöglum eða
grönnum listum.
í stað glers er þegar farið að nota
sóldúka, og vafalaust koma á næst-
unni fram efni, sem heppilegri eru
yfir gróðurreiti. Sóldúkarnir haf^f
þann kost, að vera ljettari, óbrot-
hættir og að öllum jafnaði miklu ó-
dýrari en gler.
Þegar sóldúkur er hafður, verður
grind gluggans að miðast við breidd
hans og þanþol. Meðfylgjandi mynd
sýnir eina gerð af grind, er ætluð er
undir sóldúk. Þess skal gætt að of-
bjóða ekki styrkleika dúksins með bví
að hafa langt milli gluggapóstanna.
Þarf helst að hafa tvo pósta í milli á
dúk, sem er 90 cm. og þar yfir á
breidd, enda hætt við að dúkurinn
slakni, ef þanbilið er haft mjög mikið.
Alla gluggana í sama gróðurreit
ætti ætíð að hafa jafn stóra.
Fleira er meö þarf
ÞEGAR gróðurreiturinn er fullsmíðað
ur, þarf að hugsa fyrir loftræstingu,
ábreiðslu o. fl., sem með þarf við starf
rækslu reitsins.
Við temprun hita og lofts í gróður-
reitum eru oftast hafðir þar til gerðir
klossar, sem lyfta gluggunum af karm
inum öðru megin.
Mikils virði er það, að gluggarnir
sjeu sem stöðugastir, þegar þeir eru
opnir, og samkvæmt þeirri reynslu,
er fengist hefur við starfið, eru góðir
klossar með þeirri lögun, sem sýnd
er hjer á teikningu. — Þá er nauðsyn-
legt að tryggja, að gluggarnir geti
ekki fokið. Auðveldast er að ganga
þannig frá, að vír sje strengdur langs
eftir gróðurreitunum yfir gluggana
með þar til gerðum útbúnaði, að hægt
sje að reyra þá niður með áhaldi, sem
Merkingar eru áríöandi
strengir vírinn. — Sjá meðfylgjandi
mynd.
Sama útbúnað má svo nota til þess
að halda niðri ábreiðslum, þegar með
þarf.
Ábreiðslur eru oftast mikið hag-
nýttar fyrst á vorin, þegar veður öll
eru óstöðug, og eru til mikils gagns
við að halda jöfnum og hæfilegum
hita í reitnum. Hentugastar eru strá-
mottur, þar sem þær eru mjög ljettar
og hafa þann kost, fram yfir t.d, torf
eða striga, að halda ekki í sjer rign-
ingarvatninu.
Ef skýlingin á að vera örugg gegn
snjóþyngslum og öðrum áföllum, er
gott að eiga einnig lipra hlera til hlífð
ar gluggunum og gróðri, gerða úr
panel eða öðru þunnu efni.
Það, sem áður hefur verið sagt ura