Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1948, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1948, Qupperneq 10
198 T'V-t' 1' ■¥ VIW i *>• , gróðurreitana, gildir almennt, hvaða aðferð, sem beitt er til þess að verma þá. ‘ Elsta aðferðin, sem enn er mikið notuð, oft msð góðum árangri á sól- ríkum stöðum, er að hagnýta að eins orku sólar'nnar gróðrinum til fram- dráttar undir gleri raitsins. — En við meiri háttar starfrækslu á þessu rviði, voru menn löngu fyrir aldamót fam- ir að notfæra sjer tæknilega mögu- Ieika til öflunar nægilegs hita í gróð- urreita. Ber þá fyrst að nefna gerjun. Við efnabreytingar þær, sem gerjunar- bakteríurnar valda í ýmsum lífrænum efnum við hæfileg skilyrði, m.a. í hús- dýraáburði, myndast nokkur hiti, er hægt er að notfæra til uppeldis plantna með því að koma gerjunar- efnunum fyrir undir gróðurreitum sem einangrar þann hita, er af gerj uninni stafar. Skal nú gerð nokkur grein fyrir þessari aðferð. Á þann stað, sem reitnum er ætlað- ur, er flutt í haug hrossa- eða sauða- tað, ásamt moði, heyrudda eða þangi. Þessu er síðan blandað saman, og verður því að haga eftir ástæðum, en áhersla lögð á að hræra öllu vand- lega saman. Síðan er blöndunni dreift í lag á staðinn og látin ná 30 til 40 cm. út fyrir fyrirhugaða karma reits- ins. Laginu er þjappað mjög vel sam- an. Ef reiturinn er útbúinn seint að vetri þarft 70 til 90 cm. þykkt lag af gerjunarefni, en sje ekki hafist handa fyrr en seint í apríl eða síðar r.ægir lag, sem nemur 40 til 50 cra., en varla þó minna, svo að nægilegur hiti haid- ist í reitnum. — Allt er þó þetta háð þvi hversu gerjunin er ör, og hvernig ytri aðstæður eru á staðr.um. — Ef frost er í jörðu eða snjór, er nauðsyn- Iegt að hafa einangrað staðinn með torfi eða öðru, sem tiltækilegt er. — Þegar lokið er þessum undirbúningi, er karminum þrýst niður í blettinn, gluggunum komið fyrir og reiturinn þakinn með yfirbreiðslum fyrst um LESBÖK MORGUNBLAÐSINS sinn, meðan hitinn er að myndast og ná hæfiíegu marki. Þegar reiturinn er nægilega vermdur, er góðri gróður- mold dreift inn í karminn og sáning hafin. Eafmagns-gróöurreitir LAUST eftir fyrri heimsstyrjöldina var farið að gera tilraunir erlendis með notkun rafmagns við hitun gróð- urreita. Byrjunar örðugleikar voru hvað mestir á því að einangra straum- inn þannig, að ekki stafaði hætta af. Var helsta úrræðið að lækka spenn- una niður í 5 til 15 volt áður en strauminum var hleypt gegn um vermi þræði reitanna. — En eftir árið 1926 komu á markaðinn sjerstakir þræðir í gróðurreita, einangraðir svo, að til- tækilegt var að nota venjulega 220 volta spennu, með mótstöðu allt frá 0,5 til 2 ohm. pr. m. Venjulegast er rafmagnið látið verma jarðveginn í gróðurreitum og þá stundum einnig loftið. Sjaldnar er það, að hitaþræðir sjeu lagðir ein- göngu ofanjarðar í reita, enda miklu óheppilegra. Meiri og stærri hitasveifl ur verða tíðari í reitnum, þar sem ekki er hafður straumur á allan sól- arhringinn, og heita loftið fljótt að rjúka burt, uns jafnvægi er komið á við andrúmsloftið, eftir að straumur er rofinn. I venjulegum reit, hituðum með raf magni, yrði nægilegt að hafa straum yfir blánóttina til uppeldis algengustu kál- og grænmetisplantna, nema í allra kaldasta og sólarsnauðasta tíðarfari. Þetta er að því ieyti mjög hentugt, að oftast er gnægð ódýrrar raforku á þeim tíma sólarhrings, bar sem það er fyrir hendi til almennings nota. Þegar vel er gengið frá slíkum reit, þarf hann ekki að vera svo dýr í rekstri, ef hagsýni er gætt við upp- hitun hans. Það má yera, að með því verðlagi, sem nú tíðkast, finnist mönnum vandaðir gróðurreitar hifaðir með raf- magni allt of kostnaðarsamir. — En með ört vaxandi raforku í landinu, og auknum möguleikum á sviði garð- yrkju, munu rafmagnsgróðurreitar eiga mikla framtíð fyrir sjer hjer- lendis á þeim stöðum, þar sem ekki er fyrir hendi nægilegt hveravatn til þessarar notkunar. Er því vert, að menn í sveitum og kaupstöðum lands- ins fari nú þegar að hagnýta þessa aðferð svo sem kostur er á, og er þess að vænta, að þeir, sem raforkumálum sinna, taki þetta mál til frekari íhug- unar. Verður hjer að eins lauslega drepið á gerð slíkra reita. Þegar gróðurreit á að hita með raf- magni, er gráfið fyrir jarðstreng að honum 25 til 30 cm. djúpt, sem tengd- ur er við rafmagnskerfið. Á sama dýpi eru oftast lögð rör í sjálfan reitinn með vissu millibili, þannig að styttst er á milli þeirra út við karm- ana, en lengra eftir því sem nær dreg- ur miðju reitsins. í þessi rör eru síðan hitaþræðimir dregnir og tengdir við jarðstrenginn í boxi utan reitsins. Rörin, sem geta verið 2" rafmagns- rör, eru höfð til hliðar þræðinum og gera það kleift að skipta um þræði, ef þeir bila, án þess að þurfa að hrófla nokkuð við reitnum eða gróðrinum, er kann að vera kominn í hann. Best er að hafa eiftangrað rörin frá undirlagi sínu og þau látin liggja í fínu sand- lagi. Ofan á þau er gott að fylla með örlitlu af leirjarðvegi og síðan með gróðurmold, uns þau eru orðin 25 til 30 cm. undir yfirborði í gróðurreitn- um, Þá eru einnig hafðir, ef vel á að vera, hitaþræðir ofanjarðar í reitum og eru þá lagðir innan á karmana. — Þeim, sem vildu kynnast nánar upp- hitun með rafmagni, gefst kostur á að sjá uppörátt af slíkum reit í Garð- yrkjuriti Garðyrkjuf jelags íslands, er kemur út á næstunni. Gróöurreitar vgrmdir meö heitu vatni ÞAÐ er á allra vitorði, að við íslend- fagar höfum algera sjerstöðu í allri Norðurálfu, hvað snertir þá óhemju

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.