Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1948, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1948, Side 15
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 203 SVALADRYKKIR VALDA TANNSKEVIDUM NÝJASTA uppgötvunin á sviði tann- lækninga er ap, að tannskemdir stafi aðallega af ýmsum efnum, sem í munn inn koma. Menn vita þó ekki enn um öll þau efni, sem tannskemdum geta valdið, en þau eru mörg, og stundum í venjulegum mat. Rannsóknir á þessu hafa farið fram í efnarannsóknastofu bandaríska flot- ans í Bethesda. Tveir vísindamenn, sem þar vinna, prófessor C. M. McCay við Cornell háskóla og tannlækninga- sjerfræðingur flotans, gerðu meðal annars þá tilraun, að láta tvær manns tennur niður í glas, sem var fylt með coladrykk. Tveimur dögum seinna voru tennurnar orðnar meirar og að miklu leyti leystar upp Út af þessu hefur tannlæknir við Mayo klinikina skýrt svo frá, að 26 ára gömul stúlka, sem hafði drukkið að minsta kosti eina flösku af cola- drykk á dag í f jögur ár, hafði svo að segja mist allar tennur sínar. Þær höfðu orðið meirar og skörð dottið > þær, svo að hún átti erfitt um að tyggja. Enda þótt þessar tannskemdir verði raktar til coladrykkja, þá geta aðrir svaladrykkir, svonefndir gosdrykkir, haft sömu afleiðingar, sje þeirra neytt að staðaldri. Margir, sem gæta vel heilsu sinnar, drekka ekki annað en gosdrykki og stæra sig af því. Þeir iiafa ekki vitað að slíkir drykkir eru hættulegir fyrir tennurnar. Og ekki eru sumir ávaxta- drykkir betri. Tveir vísindamenn hjá Mayo hafa skýrt frá því i „Joumal of the Ame- rican Dental Aásociation“ að þeir haíi skoðað 50 sjúklinga, sem höfðu skémt tennur sinar með því að drekka lemon- safa. Flestir höfðu drukkið safann blandaðan vatni þegar þeir komu á fætur á morgr.ana og talið það heilsu- samlegt. Þessi siður er eflaust mjög útbreiddur, því að þessir 50 sjúklingar voru frá 22 ríkjum. Hjá öllum voru hin sömu einkenni. Sýran í drykknum hafði leyst upp gler ung tannanna og þær svo molnað nið- ur. Sjerstaklega voru framtennur illa farnar hjá þeim, sem lögðu það í vana sinn að naga lemon-ávöxt. Sumir höfðu neytt þessara drykkja að læknisráði, sjerstaklega vegna þess að mikið er í þeim af C-fjörefni. En læknarnir segja að hægt sje að afla líkamanum Cfjörefna á skynsamlegri hátt, en með því að ónýta í sjer tenn- urnar á því að drekka lemonsafa. Þá hefur og komið í ljós að menn geta eyðilagt í sjer tennurnar með bví að eta súran brjóstsykur og hósta- töflur. Dr. F. H. Mc-Clure í Bethesda gerði tilraunir með nolckra drykki á rottum. Hann skifti rottunum í hópa. Einn hópurinn fekk aðeins vatn að drekka, annar engiferöl, þriðji coladrykk, fjórði grape-lög og fimti trönuberja- lög. Frá þessu hefur hann skýrt í „Journal of Nutrition“ og segist hafa alið rotturnar þannig í 80 daga, en þá slátrað þeim og rannsakað tennur þeirra og vegið þær. Með öðrum hætti var ekki hægt að fá öruggan saman- burð. Tennurnar úr þeim rottum, sem fengu vatn, vógu að meðaltali 15,3 milligröm, en tennurnar úr þeim, sem höfðu fengið engiferöl vógu ekki nema 14,2 milligröm. Tennurnar úr þeim, scm fengu coladrykk voru h'eldur lak- ari, vógu ekki nema 14,1 milligram. En þó kastaði tólfunum þegar kom að þeipi rottum, sem höfðu fengið hinn heihiæma grape-dryldc. Tennumar úr þeim vógu aðeins 13,2 milligr. Þó höfðu þær rottur, er Iifðu á tranberja- leginum goldið mest afhroð, því aö tennurnar úr þeim vógu ekki nema 9,7 miiligröm. Sýrurnar í leginum höfðu tært burt þriðjung af þungá tannanr.a. Aliir ávaxtasr.far eru óhollir fyrir tennumar. En nú er svo að þeir eru taldir nauðsynlegir við alls konar mat- reiðslu. Vísindamennirnir tóku sig þá til, og reyndu að finna eitthvað sem gæti komíð í stað þeirra og skemdi ekki tennur. Þeim tókst að hafa upp á því. Það er rabarbarlögur. Sje honum blandað saman við ávaxtasafa, er ekki hætt við tannskemdum. Þetta upp- götvaðist þegar verið var að gera til- raunir á rottum. Menn komust að því, að ef blandað var örlitlu af „oxalate“ í ávaxtadrykki, varð ekki vart við tannskemdir. Þá var að finna ein- hverja fæðutegund, sem auðug væri að „oxalate“, en í rabarbar er einmitt míkið af því. Og þegar nú rabarbar- safa var blandað saman við ávaxta- drykkina, bar ekkert á tannskemdum. Vel má vera að þessi uppgötvun verði til þess, að rabarbar komist til vegs og virðingar og verði mjög eftir- sótt verslunarvara. ^ ^ ÞAÐ er mælt að bændur í SuÖur-Afr- íku hafi fundið upp nýa aðferð til þess að kenna hundum sínum að verja sauöfje fyrir bitvargi. Hvolparnir eru teknir ungir og vandir undir ær. Þegár þeir stálpast er þeim gefinn matur heima, en þeir eru annars látnir vera með sauðf jenu allan sólarhringinn. Með þessu móti verða kindumar ekki hræddar við hundana, og þeír gerast sjálfkjörnir verjendur þeirra. Þegar hundarnir fara heim til að heimta mat sinn, elta allar kindurnar, eins og þeir væri forystusauðir. ^

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.