Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1948, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1948, Síða 5
LESBOK MORGUNBLAÐSINS fpp* ' " 361 inn skógur áður en langt um líður. Mannshöndin hefur því gert sití til þess að fegra þennan stað og setia á hann hlýlegri svip en áour var. Á Núpsstao er enn forn bygging að no!:kru leyti. Þar er t. d- forn slenima. sniiðja og tvær hlöður. A 'ra þeirra gat jeg ekki skoðað, því a;' nún var full af heyi, cn mjer var sagt að þær væru svipaðar. Hina skrðaði jeg. Hún er 3x8 metrar að stærð með rúmlega mannhæðar há- u’n grjótveggjum, vaglabygging og eru fjórar stoðir undir hvoru megin og nokkurt bil milli þeirra og veggja. Stoðirnaí eru úr sívölum reka trjám, mjög ámóta að digurð, og annar langbitinn er eitt beint trje mjóg svipaö að gildleika í báða enda. Heiluþak er á hlöðunni eins og áður var á öllum húsum hjer. Þóttu hellu- þökin afbragð ef vel var skarað, því að þá lak ekki og viðir fúnuðu aldrei undir þeim. En erfitt var að ná í heilurnar; varð að sækja upp í fjall. Póru menn þá upp hjá Dröngum bcatt einstigi og báru hellurnar á bakinu heim Stundum var reynt að renna þeim niður á hjarni, en það þóíci ekki borga sig, því að hellurn- ar eru brothættar og vildu þá verða mikil vanhöld á þeim. Veggir hafa verið hafðir geisi- þvkkir hjer og öðru vísi gerðir en t. d. í Norðurlandi. Innri veggbrún er hlaðin úr brotnum blágrýtisstuðl- um, sem skorðast vel, og má úr þessu efni hlaða lóðrjetta og sljetta veggi. Að hleðslunni var svo mokað- mold og var henni rækilega þjappað sam- an. Til þess höfðu menn hnall, sem þeir kölluðu stulul og það var kallað að stutla að berja moldina sem fast- así saman. Til þess að reyna hvort vel væri stutlað, gerðu menn holu ofan í moldarvegginn að kvöldi og fy.Mu hana af vatni. Ef vatnið seig rJður um nóttina mátti hafa það til marks um að þá var illa stutlað. Þessir harðbörðu veggir missigu Basaltgangar sem kastalar » a>drei og lögðust því ekki á hleðsl- una og þeir standa von úr viti. Þessi h’.aða, sem hjer hefir verið sagt frá, vnr orðin mjög gömul í barnæsku e^stu núlifandi manna, og er enn mjög svipuð og hún var þá. Segi menn svo, að hús, sem bygð eru með gamla íslenska byggingarlaginu, sje altaf endingarlaus! Bænhúsið er önnur elsta bygging- in é Núpstað, eða jafnvel sú elsta. Það er bygt á sama hátt og hlaðan, nema að heilt stafnþil er fyrir öðr- um gafli og hálft fyrir hinum. Það var lagt niður sem guðshús með konungsúrskurði 17. maí 1765, eða fyrir 183 árum, en enr. stendur það nreð svo að segja sömu ummerkjum og þá. Það er rjett fyrir austan bæ- iiin og lítill grafreitur umhverfis það uu girtur moldar og grjótgarði. Vest- an á garðinum er hátt hlið með grind. Á vesturstafni bænhússins eru dyrn- ar með fornri læsir.gu og koparhring í hurðinni og yfir beim gluggakytra með tveimur svolitlum rúðum. Á austurstafni er lítill fjögurra rúða gluggi. Að innan skiftist húsið í for- ki-.kju og kór. Forkirkjan er með moldargólfi, en kórinn með trjególfi og allur þiljaður. Loft var yfir allri fvarnkirkjunni, en það hefir verið m.nkað. Þar uppi er kirkjuklukkan og kemur klukkustrengurinn niður um gat á loftinu. Af kirkjugripum í klettabrúnum. ev nú klukkan víst sá eini sem eftir ' er, að undanteknum nokkrum-guðs- orðabókum. — Bænhúsið hefur lengi veiið notað sem skemma, en því er haldið við, eins og vera ber. Og um- hverfis það er enn vígður reitur og þar hefir heimilisfolk á Núpstað ver- ið grafið fram að þessu, og þar segist Hannes Jónsson bóndi vilja hvíla að loknu dagsverki. Einn legsteinn úr stuðlabergi er í garðinum með ein- hvcrri lítt læsilegri áletrun, og ann- ar brotinn.----- Vegna þess hvernig Núpstað er í sveit komið, rjett við Núpsvötnin og Skeiðarársand, hefir það jafnan kom- ið í hlut þeirra, sem þar hafa átt heima, að flytja ferðamenn austur yfir sandinn, og jökulvötnin. En lík- lega hefir enginn maður farið jafn oft þessa erfiðu leið eins og Hannes bóndi. Hann er nú orðinn gamall maður, en fylgir mönnum þó enn, og hefir gert síðan í æsku. Auk þess annaðist hann póstferðir frá árinu 1904 (að undanteknum 4 árum) og þar til nú fyrir skemstu, að þessi pcstleið var tekin af og póstur nú sendur með flugvjelum til Öræía. — Voru póstferðirnar altaf 15 á ári, en auk þess stundum 2 eða þrjár 'fc-rðir á viku með ferðamönnum. Stundum var þó ekki farið nema á miðian sand — þar komu Öræfingar á móti.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.