Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1948, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1948, Síða 5
593 LESBÓk' : ‘ JÓL í BOLIVIA ÞAÐ rigndi látlaust alla nótt- ina. Undir dögun komumst við í dálítinn skóg, en hann var svo blautur að við gátum olcki kveikt upp eld og matbúið ívr en oftir klukkustundar stríð. Skömmu síðar komum við að kol- mórauðri leirá. Við urðum að fara úr sokkum og skóm og vaða hana og fara svo í sokkaplöggin í leir- bleytu hinum megin. Síðan lá leið okkar yfir sendnar hæðir, þar sem hvorki sást bygð nje liíandi skepna. En þar voru þúsundir af stórum kaktusum, sem voru eins og hend- ur, er teygðu risastóra fingur upp í loftið. Af þeim hafði hrunið ó- tölulegur grúi af „tunco“ eða á- vöxtum, sem flagna þegar þeir eru fullþroskaðir. Innan í beim er svört fræleðja, ekki ósvipuð jarðarberj- um á bragðið, og ágæt við þorsta. Leiðin lá nú lengi yfir bessa eyðimörk. Þar varð á vegi okkar á, sem við þurftum að fara yfir mörgum sinnum og í hvert sinn urðum við að fara úr sokkum og skóm. Þetta tafði miki* fyrir okk- ur. Undir kvöldið sáum við hvlla undir dálítið þorp. Mjer kom þetta alveg á óvart, því að jeg bióst ekki við mannabústöðum hjer. Þorpið stóð á hól hjá hálfþornuð- um læk. Það heitir Pampa Grande. Þegar jeg kom inn í borpið höfðu fjelagar mínir þegar lagt undir sig leirkofa og bylt þar inn öllu hafur- taski sínu í einn graut. Þarna gát- uip við fengið brauð, hart og mygl- að, ,gh brauð var það samt. Við seftUmst fyrir utan kofann og fór- um að jóðla á þessu Mintist þá einhver á það að nú væri aðfanga- dagskvöld. Þá var sjálfsagt að halda hátíð. Einn dró gamla flautu upp úr poka sínum, og jeg átti mu.nn- Brol úr ferðasögu eflir Ifarn,’ A. Franek. hörpuræfil. Og nú var spilað og sungið alt hvað af tók Það sje fjarri mjer að halda því fram að músíkin hafi verið ógöliuð, en hún hafði þó þau áhrif 4 hina lötu þorpsbúa, að nokkrir þeirra fóru á fætur og störðu undrandi á okk- ur. Við klyktum svo auðvitað út með þjóðsöngnum. Daginn eftir ákváðum við að vera um kyrt í Pampa Grande. Við vorum degi á undan áætlun, og það var engin hætta á því, að við kæmust ekki til Santa Crux fyrir áramótin. Nú var yndislegt jólaveður. Við vorum hjer í 4000 feta hæð yfir sjó. Golan var því hressandi og svöl og loftið gott. Alt var kyrt og hljótt. íbúarnir nentu ekki að hreyfa sig út úr leirkofunum og hvorki heyrðist til þeirra stuna nje hósti. Meira að segja nentu ekki þeir, sem voru í næsta kofa, að koma út og glápa á okkur. Við lágum undir trje og hvert sem litið var blöstu við okkur sendnir hálsar með kræklóttum hríslum, eins langt og augað eygði. Alger þögn hvíldi yfir öllu nema hvað einstaka sinnum heyrð’st í skógar- dúfu. Okkar mesta áhugamál var nú að fá eitthvað í jólamatinn. Jeg fór til oddvitans. Þetta var korn- ungur maður. Honum fanst mjög til um begar jeg sýndi honum vegabrjef mín, og sagði að við skyldum „fá hvað sem við óskuð- um“. Jeg tók hann á orðinu, bað hann að útvega mjer egg og fekk honum einn ,.bolivano“. Hann kall- aði þá á dreng, sem gekk á il- Höf. og innlendur hermaður sem honum var fenginn til fylgdar. skóm, sendi hann á stað og skip- aði honum að koma sftur með fulla körfu af eggjum Síðan fór hann inn til sín. Eftir klukkustund kom pilturinn röltandi aftur og kvaðst ekki hafa getað fengið eitt einasta egg. Hann skilaði mjer peningnum. En jeg var nú orð- inn svo vanur ferðalögum í And- esfjöllum að mjer dat* ekki í hug að sætta mig við þetta og fría yfirvöldin við að gera sjer frek- ara ómak. Oddvitinn stekk þá upp á því að fá einn hænu-unga. en hann kostaði einn „bolivano11. Hann varð öldungis forviða á bruðlun- arsemi minni þegar jeg kvaðst vilja kaupa hænuunga fyrir það. Ekki vildi hann taka við peningnum en lallaði á stað til þess að leita að hænuunganum, að hann sagði, en laumaðist krókavegu heim til sín. Mjer dettur ekki í hug að álasa honum fyrir það. Hann hafði verið skipaður með valdboði í stöðu sína, en fekk engin laun. Hann var því eins og milli steins og sleggju. Annars vegar varð hann að taka tillit til nágranna sinna og vina, sem hann varð að dvelj-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.