Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1948, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1948, Blaðsíða 6
594 ast hjá framvegis, og það var miklu þýðingarmeira að gera þeim til geðs heldur en einhverri stjórn sem sat langt í burtu, ar.nað hvort í La Paz eða Cochabaraba, og gaf út vegabrjef handa ferðalöngum. En maður má ekki vera hlífinn og undanlátur þegar jólamaturinn er í veði. Og þegar jeg hafði biðið eftir honum í klukkustund, fór jeg heim til hans. Hann lá þá í bæliti'.'.. „Jeg hefi ekki getað liaft upp á einum einasta hænu-unga“, sagði hann. „Enginn vill selia“. „Þetta dugjr ekki“, sagði jeg. „Við höfum ekkert að borða. Og nú eru jóhn — og innanríkisráð- herrann í La Paz sagði mjer ....“ Um leið og jeg nefndi ráðherr- ann reis hann á fætur en það var mjög raunalegur svipur á honum. „Jæja, jeg verð þá að gefa yður mat“, sagði hann sárdapur. „Yð- ur stendur alt til boða í bessu húsi“. „Kemur ekki til mála“, sagði jeg. „Mjer dettur ekki í hug að gera yður átroðning. En rf þjer getið útvegað okkur eitthvað í matinn, þá getum við vel malreitt sjálf- ir“. „Hjerna mður með ánni er fólk, sem hefir slátrað nauti ....“ „Jeg veit það, en nú eru þrír dagar siðan, og fjelagar mínir fengu kjöt hjá þeim í morgun og það var grænt í gegn, svo að þeir fleygðu því. Hundur komst í bað, og hann etur tæplega fleiri jóla- máltíðirnar“. „Æ, herra minn, þi er ekkert til“. „Þjer megið ekki gera Parapa Grande skómm“, sagði jeg. , Það er nóg til af hænsum hjer“. „Fólk vill ekki selja Eina ráð- ið fyrir yður er að fara og reyna að skjóta einn hana sjólfur“. „Jeg eyði ekki skoti á svo litlar LESBÖK MORGUNBLAÐSINS skepnur. Skotfærin eru dýr hjer inni í miðri Bohviu“ Það þarf þohnmæði til þess að þrefa við slíka menn. Innlendir ferðamenn láta sjer segiast þegar logið hefir verið í þá tvisvar eða þrisvar sinnum, og gefast þá upp. En þegar hann sá, að hann gat ckki hrist mig af sjer andvarpaði hann mæðulega, og nú lögðum við á stað til vinar hans, lögreglustjór- ans. Þeir stungu saman nefjum um hríð og kölluðu svo á mann nokkurn og skipuðu honum að sækja hænu-unga „hver svo sem ætti hann“. Maðurinr kom aftur cftir góða stund og kvaðst ekki hafa sjeð einn einasta hænu-unga Embættismennifnir litu báðir á mig eins og þeir vildu segja: „Þarna sjáið þjer, nú er öll von úti!“ En jeg skeytti því ekki. Þá kölluðu þeir á annan mann, fengu honum byssu og hvísluðu ein- hverju að honum. Hann fór. pg eftir nokkra stund heyrðist skothvellur. Embættis- mennirnir kiptust báðir við. Rjett á eftir kom skyttan, afhenti byss- una og sagði að hún hefði verið „illa hlaðin“. Hann mintist ekkert á hvernig liann liefði miðað henni. Embættismennirnir litv honiaug- um á mig. Jeg var þrjóskan sjálf. Þá tók lögreglustjórinn sjálfur byssuna. Hann var á svipinn eins og maður sem hefir kallað yfir sig dauðadóm. Hann benti skyttunni að fylgja sjer og svo gengu þeir út í steikjandi sólskinið. Nokkra stund heyrðist ekkert annað en suða í flugu upp uudir rjáfrinu. Svo kvað við rkot og rjett a eftir kom lögreglurtjórinn æð- andi inn, eins og morðingjar væru á hælunum á honuni. Hann faldi byssuna undir rúmdýnu settíst þar ofan á og reyndi að setja upp mesta sakleysissvip. Frá lagalegu sjónarmiði hafði hann riett til þess að skjóta öll hæns í þorpinu, ei æðri valdsmenn kröfðust þcss að hann hjálpaði ferðamanni. En það var auðsjeð að hann langaði Jítið til að upp um sig kæmist. Oddvit- inn horfði á hann bæði angurvær og með aðdáun. Þá hvíslaði lög- reglustjórinn: „Já, við hæfðum hann. Það var rauði haninn hans Don Panchito. Nei, það var sá grái. Jeg held að enginn úr fjölskyldunni hafi sjeð til okkar, en maður veit aldrei —“ Nú leið langur tími svo að ckk- ert skeði. Jeg var farinn að halda að þelta hefði alt verið látalæti. Hvað eftir annað risu umbættis- mennirnir á fætur og gægðust ílóttalega út um rifu á hurðinni. Og ef fótatak heyrðist fyrir utan var eins og þeir stirðnuðu upp. Alt í einu vatt manni lögreglu- stjórans inn úr dyrunum. Hann var með hanann undir kápu sinni. Og haninn var plokkaður. Þar var skýringin á hinni löngu bið. Þelta var stór liani og oddvitinn lielt að 50 centavos mundi vera liæfileg borgun fyrir hann. Hann kvaðst mundu færa Don Panchito pening- ana á morgun, þegar honum væri runnin reiðin. Jeg borgaðl lianann og flýtti mjer heim. ^ >W Amerísk stúlka segir frá; Einu sinm þegar jeg var að safna fje fyrir Rauða krossimi, bar mig að fallegu húsi. Og þar á riðinu sat enn fallegri persneskur köttur. Hann reis á fætur þegar jeg kom og fór á und- an mjer inn í húsið. og jeg faiui að liann bar af öllmn öðrum köttúm, sem jeg hefi sjeð. ..Aldrei heíi jeg sjeð svona fallegan kott“, sagði jeg við konmia. „Þið ætt- uð að senda hann á dýrasýmngu". „Já, þetta er merkilegur köttur“, sagði konan. „í hittifyrra sendum við hann á dýrasýningu og þa fekk hami fyrstu verðlaun sem fress og í fyrra fekk hami fyrstu verðlaun sein læða, svo jeg held að jeg sendi liaiui ekki oftar“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.