Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1949, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1949, Blaðsíða 4
323 LESBOK MORGUNBL^ÐSINS í sðgu Þuríða* ijrmanns er furð- anleg tímatalsskekkja, sem geng- ur í gegnum allt það tímabil, sem hjer um ræðir og að uokkru um lerigra árabil, og verður ekki hjá því kopiist að gera nokkra grein fyrir þyí máli. Skekkjan er í því fólgin, að Brynjólfur Jónsson segir Þuríði. frafa farið vinnukonu að Gaulvefjabæ 1805, 28 ára gamla. Þar og víðar er hún í tvö ár, sem full grein er gerð fyrir í sögunni. Síðan hafi hún farið að búa í Evstri- Móhúsúm vorið 1807 með Erlendi Þorvarðssyni og búið með honum í tvö ,ár (1807—1809). Þetta hlýtur að vera rangt, því að Erlendur kvæntiat annari konu 2. júlí 1806 sámkv. prestsþjónustubók Hraun- gerðis og hafði þá að sjálfsögðu slitið 'sámvistum við Þuríði. Bú- skáparár Erlends og Þuríðar gatu því eigi verið síðar en 1804—1806 Af því leiðir og, að Þuríður hefur ekki farið að Gaulverjabæ síðar en vorið 1802, enda mun það eigi held- ur fvrr vera, því að í manntali 1801 er Þuríður heima á Stjettum með móður sinni og systkinum. Hjer skakkar því 3 árum. Af þessu leið- ir enhfremur, að Þuríður reisir bú í Götu árið 1811, en ekki 1814, eins og í sögunni segir. Kemur þetta heim við það, er sagan segir, að hrakningurinn til Þorlákshafnar hafi ofðið fyrsta veturinn, sem Þuríður bjó í Götu. En eftir áreið- anlegum heimildum, annál Gunn- laugs á Skuggabjörgum, Tíðavís- um Hjáltalíns og Skiptabókum Ár- nessýslu varð hrakningur þessi og mannskaði 25. febrúar 1812, en ekki 1815, eins og í sögunni af Þuríði segir. Eftir þessu er líka skakkt til fært, hvenær Þuríður gerðist for- maður. Eftir sögunni verður það 1818 oða 1819. En hið rjetta er 1816. Kemur það heim við, að Þur- íður hafi verið 25 vertíðir foimað- ur á árunum 1816—1840 að báðum árum meðtöldum. Þess vegr.a er það rangt, að Þuríður hafi verið formaður til 1843. Til eru for- mannavísur úr Þorlákshöfn frá 1842, og er hún þá ekki meðal for- manna. Aftur er Þuríður talin í formannavísum úr Höfninni 1840 og mun það hennar síðasta vertíð þar, enda fluttist hún það ár til Hafnarfjarðar, og er mjög ólíklegt, að hún hafi stundað sjó austan fjalls eftir það. Þannig er nálega alt tímatal þessa kafla rangt. Gift- ingarár Þuríðar og Jóns Egilsson- ar er talið 1817 í stað 1820, mann- skaðinn mikli á Stokkseyrarsundi 1824 í stað 1828, búskaparár Þuríð- ar á Kalastöðum 1825—26 í stað 1828—29, o. s. frv. Hirði jeg eigi að rekja það hjer frekara, en set hjer til vfirlits dvalarstaði Þuríðar í Stokkseyrarhverfi á þessu tímabili samkvæmt rjettu tímatali: Þuriður fer að Gaulverjabæ 1802, er þar eitt ár vinnukona, fer að búa í Laugarnesi með Jóni Ólafssyni úr Skaftafellssýslu vorið 1803, skilur við hann um sumarið og er með móður sinm á Stjettum um veturinn eftir. Þuríður býr með Erlendi Þor- varðssyni í Eystri-Móhúsum 1804 —1806, er vinnukona á Grjótlæk 1806—1809 og á Baugsstöðum hjá Jóni hreppstjóra Einarssyni 1809— 1811. Þuríður reisir bú í Götu vorið 1811 og býr þar óslitið til 1822 eða í samtals 11 ár. Þuríður býr á hálfu Stóra-Hrauni 1822—23, í Grímsfjósum 1823—24 á parti úr Efra-Seli 1824—26 hjá þeim Salgerði, systur sinni, og Kristjáni, mági sínum. Á árunum 1826—28 er hún talin búlaus í Trað- arholti, en þó er hún talin til heim- ilis í Götu 1827 í sáttabók presta- kallsins Árið 1828—29 býr Þuríður á parti úr Kalastöðum á móti Gísla Þorgilssyni. Var sambýli þeirra erfitt á báðar síður, að því er virð- ist, og gengu um það kærur að minnsta kosti af Þuríðar hendi, sem hjer er eigi ástæða til að rekja. Síðasta árið, sem Þuríður átti heima í Stokkseyrarhverfi 1829—30 var hún húskona á Efra-Seli. Vonð 1830 fluttist hún alfarin út á Eyr- arbakka. Árin, sem Þuríður bjó í Götu, 1811—22, munu hafa verið besta skeiðið á hennar löngu ævi. Þar vegnaði henni vel, enda þá á blómaaldri, 34—45 ára. Þá hóf hún formensku sína. Hin tíðu búferli Þuríðar. eftir að hún fór frá Götu, voru henni ekki til happs. Gengu efni hennar þá mjög til þurrðar, og mun henni ekki hafa tekist að komast í verulegar álnir eftir það, þrátt fyrir dugnað sinn og for- mannsheppni. Það er formenska Þuríðar, sem mest hefur haldið nafni hennar á lofti. í sögu hennar eru því miður engar sjerstakar frásagnir af sjó- mensku hennar, en aðeins lokið lofsorði á hana með almennum orð- um. Til eru óprentaðar athuga- semdir og viðaukar við sögu Þur- íðar formanns eftir Jón Gíslason í Meðalholtum, bróður Gríms í Nesi, en þeir voru synir Gísla Þorgils- sonar á Kalastöðum, sambýlis- manns Þuríðar árið 1828—29. Jón segir þar frá einu dæmi, er sýnir glöggskyggni Þuríðar á sjó og veð- ur og skjótri framkvæmd hennar, er hún hafði tekið ákvörðun. Hann segir svo frá: „Það sem Þuríði var best gefið. var sjerleg heppni hennar til sjáv- ar. Eitt árið, þegar hún bjó í Götu, var ógæftavertíð. Einn dag varð lægð á sjó, svo ekki þótti vonlaust. að róið yrði. Þá voru þó krapa- hryðjur á haflandsunnan. Þuríður fór fram á Roðgúlsbakka frá Götu að líta til sjávar og „bræða hann“ sem kallað er, því Músarsund svo- kallað er þar fram undan. Þar fyrir neðan fjörumál er Stál, sem er merki á sundinu. Eftir eina hryðj-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.