Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1949, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1949, Blaðsíða 14
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS f 554 HRUKKÖTT ANDLIT fá æskufegurð að nýju HÚN SAGÐIST vera 45 ára, en hún virtist vera sextug. Hún var eigi aðeins hrukkótt, heldur lá and- litshúðin í ljótum fellingum. Hún sagðist hafa orðið þannig af margra | ára áhyggjum. Hún hafði reynt öll f ráð til þess að ná af sjer ellimörk- r unum. Hún hafði makað alt andlit sitt með ljósrauðum og hvítum á- burði og borið eldrauðan lit á var- arnar. Hún skýrði lækninum svo frá að það væri aðeins andlitið, sem væri orðið gamalt. Líkami sinn væri jafn fallegur nú og þegar hún var 25 ára, leggirnir grannir og hvergi vottur æðahnúta. En annar lækn- ir, sem kom þar að í þessu, segir svo frá að sjer hafi virst hún herfi- \ lega ljót kerling. Þessi sami læknir kom mánuði 6einna inn í læknisstofuna og par var þá fyrir ung og glæsileg kona. Honum varð starsýnt á hana og hann var viss um að hann hafði aldrei sjeð hana fyr. Og þó var þetta sama konan. Með aðstoð lækn is hafði hún kastað ellisvipnum á einum mánuði. Læknisaðgerðin hafði aðeins tekið þrjár klukku- stundir, og hvergi sá ör í andliti hennar. Á þessum þremur stund- ! um hafði hún yngst um 20 ár. Læknirinn sem hafði hitt hana tvívegis, og svo undarlega um- breytta í seinna skiftið, heitir George Sava, og hann hefir sjalf- ur sagt frá þessu í bók um andlits- | fegranir. En læknirinn sem garði | þetta kraítaverk er próíessor | Pierre Marie í París. „Konan var sjálf undrandi á þeirri breytmgu sem a henni var ^ orðin“, segir Sava læknir. „Hún skoðaði sig vandlega í spegli frá öllum hliðum og ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum, enda virt- ist hún nú 20 árum yngri en áð- ur. En það var auðsjeð á henni að þessi breyting hafði hleypt í hana nýu lífsfjöri og stæhngu og nýrri lífsgleði". í blaðinu „Womans Life“ er sagt frá öðru dæmi. Konan, sem þar er talað um heitir Olga Kahler. Hún var gift og hún bað mann sinn um leyfi til þess að mega láta breyta andliti sínu. Hann svaraði: „Jeg elska þig eins og þú ert, en ef þú heldur að þjer líði betur og þú verð ir ánægðari á eftir, þá skaltu láta gera það“. Svo leituðu þau ráða hjá lækni sínum um það hvaða fegrunarlækn is hún skyldi leita. Síðan segir hún sjálf svo frá því hvernig þetta gekk. Fyrst var henni gefið inn eitthvert taugastyrkjandi lyf og síðan var andlitið deyft. „Eftir það leið mjer svo vel að þetta var eins og ljúfur draumur. Einstaka sinnum, meðan á aðgerð- inni stóð, man jeg að jeg talaði eitt hvað við læknirinn. En jeg man ekki hvað það var. Hitt man jeg að hann stóð rjett hjá mjer og kom við höfuðið á mjer við og við. Jeg kendi einkis sársauka og jeg vissi ekki hvað tímanum leið. Seinna var mjer sagt að jeg hefði legið á skurð arborðinu í hálfa þriðju klukku- stund. Þegar öllu var lokið veifaði jeg glaðlega hönd til læknisins og svo var mjer ekið burtu“. Daginn eftir mátti hún íara heim, en íjórum dögum síðarr fór hún aft- ur til spitalans til þess að lata taka af sjer umbúðirnar. Eítir aðra fjóra daga var nokkuð af saumun- um tekið úr og innan hálfs man- aðar höfðu allir saumarnir verið teknir og allur þroti var úr andlit- inu. En þá var annað eftir. Þá var gert við augnalokin og hvarmana. Viku seinna, eð þremur vikum eft- ir að byrjað var á fegruninni, hafði hún náð sjer að öllu leyti — en á þessum þremur vikum hafði gerst það kraftaverk, að tíminn hafði gengið aftur á bak um 15 ár. Nú var andlit hennar sljett og ung- legt, á því sáust engin missmíði eftir aðgerðina og svipurinn og andlitsfallið hafði ekkert breyst. Maðurinn hennar var í sjöunda himni af gleði, hann hafði nú end- urheimt hana jafn fagra og þegar þau voru í tilhugalífinu. Andlitsfegrun er nú framkvæmd á alt annan hátt en var fyrir nokkrum árum. Aðferðin er þessi: Fyrst er andlitið alt deyft svo að enginn sársauki fylgi .aðgerðinni. Síðan gerir læknirinn skinnspreítu fyrir ofan eyrað uppi í hársrótun- um, svo að ekki beri á öri, niður með eyranu að framan og í kring um það upp í hársræturnar aftur. Er þá eyrað alveg einangrað. Síðan að til hún verður alveg sljett, toguð na til hún verður alveg sljett, toguð að sárinu umhverfis eyrað og klipt af henni þangað til hún fellur við sárið, og þá er saumað saman. Satt er það, að þessi aðgerð dug- ir ekki árum saman. Eftir nokkur ár þarf að endurtaka hana, og máske í þriðja sinn. Fimtug kona, sem lætur fegra andlit sitt á þenn- an hátt, verður að útliti eins og hún væri þrítug. En ei'tir 15 ár lít- ur hún svo út eins og’ hún væri fimtug. Það má heita alveg ný sjerfræði- grcin að gera fólk þannig yngra að útliti, og ckki nema fáir læknar enn, sem eru snillingar í því. En erlendis er fjóldi lækna, sem ekk- ert kann að þessu, að fúska við

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.