Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1949, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1949, Blaðsíða 2
542 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hallsteinn, son Atla jarls, hafi skot- ið setstokkum fyrir borð að fornum sið. Þeim sveif að landi á Stálf jöru fyrir Stokkseyri, en skipið kom í Hallsteinssund fyrir austan Stokks- eyri og braut þar. „Hann bjó að Stjörnusteinum". í Árbók hins ís- lenska fornleifafjelags frá 1905 er þess getið til að bær Hallsteins hafi staðið á klapparhrygg nærri fram undir brimgarði austan Stokkseyrár. C-etur þetta verið rjett? Þess er, eins og áöur segir, minst í Larlnámu að setstokka Hallsteins hafi rekið á Stálfjöru, sem er austan Stokkseyrar, fram- undan íragerði, mikið nær landi (stórstraumsflæði), en umgetnir Stjörnusteinar. Og þótt því sje haldið fram í Árbókinni s. á., að þetta geti ekki verið sú Stálfjara, sem umgetur í Landnámu, er ekk- ert sem rjettlætir þá staðhæfingu. Stálfjaran og Stálkletturinn eru lengra frá stórstraums flæðarmáli en t. d. Höfnin á Eyrabrakka, og er þó ekki hægt að hugsa sjer minna landbrot þar, því þar er fjaran bæði skemra út og lægri en fram af Stálfjöru. í Flóamanna sögu segir: „Svo er sagt einhverju sinni að Þórður frjetti að Rafn væri riðinn út í Einarshöfn til skips". Þetta sannar að farið er að sigla skip- um á Einarshöín á landnámstíð, og eftir staðháttum er ekki hægt að hugsa sjer að þar sje um annað skipalægi að ræða en nú er. Flóamanna saga segir: „Hall- steinn hjet maður, hann fór úr Sogni til íslands, hann var mágur Hallsteins Atlasonar, honum gaf hann hinn ytra hluta Eyrarbakka. Hann bjó að Framnesi". Árbók hins íslenska fornleifaí'jelags 1905 seg- ir: ,.Er sagt að bærinn Framnes hai'i staðið þar sem nú eru fjöru- klappir út undir boðanum." Frarn- nesboði skagar lengst út aí brini- garðmum (HrauesUugar). en þar er ekkert sker upp úx á storstraurjas fjöru á nokkru svæði. Höfundur sögu Eyrarbakka getur til að lausa- grjótið í Hraunsfjöru muni að mestu úr þessum bæ. Það hefur ekki verið neitt smákot að veggj- um ef á að trúa því. Það hefur verið bygður stór sjóvarnargarður fyrir öllu landinu, mest af lausa- grjóti úr flæðarmálinu, og er þó mikið eftir. Það er annað sem færir til grjót- ið í Hraunsfjöru. Þegar frosta- kaflar eru, kemur íshella í fjöruna og þegar svo skiftir um veður í sunnanátt, verður oft brim og brýt- ur upp allan ísinn á einu flæði. Berast þá jakarnir upp í flæðar- mál, og eru þá oft steinar sem frosið hafa í íshelluna með, og má sjá á gróðrinum á sumum þeirra að þeir eru framarlega úr fjörunni. Og enn til að sanna hvað land- brot hafi verið ört á þessum slóð- um, segir í Árbókinni sama ár, svo og Þuríðarsögu formanns og sögu Eyrarbakka að trje það, sem standi í klöppunum framan Gamla Hraunsbakka hafi á miðri 19. öld staðið á grasbakka fyrir framan bæinn, en sje nú á sama stað, ym 60 faðma frá bakkabrúninni, Það vantar mikið til að trjeð sje 60 faðma frá bakkabrúninni. Og það sanna er að það hefur aldrei staðið neitt sundtrje á Gamla Hrauns- bakka. Þetta umgctna trje settu formenn aí' Eyrarbakka upp þarna í klöppunum um 1890 og er hliðar- merki frá Rifsós, sem er sund fram undan austanverðum Eyrarbakka og var mikið notað í tíð áraskip- anna. En eins og segir í Árbókinni er Hraunssund austan Framnes- boða, og eru mið á því Borg (gamli bærinn) sem er austasti bærinn í Hraunshverfinu og á að bera í austuröxl Ingólfsfjalls. Sjá þá allir, sem koma á þcssar slóðir, hvað það er fjæni að mið á Hraúnssundi hafi ttaðið i Ganila Hxaun-sbakka. Og í somu Árbok, svo og sogu Eyrarbakka segir: „Þar vestan við túnið", það er á Gamla Hrauni, „var hjáleigan Salthóil, sem eydd- ist í Stóraflóði 1799". Þetta er held- ur ekki rjett. Það er hóll vestan við túnið á Gamla Hrauni nefndur . Salthóll, en hvort kotið Salthóll hefur staðið þar fyrr á öldum cr engin vissa fyrir, og ekki hefur sjeð fyrir neinni hleðslu utan í hólnum. Hefði þó átt að vera notað þar grjót í veggjahleðslu, sem er þar nærtækt. Kotið Salthóll var austan við túnið á Stóra-Hrauni og skildi grjótgarður milli túnanna, og man jeg og fleiri eftir bæjartóftunum þar. Hafði farið af í Stóraflóði 1799 og ekki bygst síðan. Nú sjest ekkert sem bendir til að þar hafi bær staðið, nema bæarhóllinn og vatns- bólið. í Sögu Þuríðar formanns svo og Sögu Eyrarbakka segir að í'ólkinu í Salthól hafi verið bjarg- að í nefndu flóði, heim að Stóra- Hrauni, en það hefði verið með ðllu ómógulegt hefði kotið verið fyrir vestan Gamla Hraun, fyrir framan tjarnirnar, þar sem sjávarhæðin hafði verið svo mikil að gekk á bæina. Um þetta geta allir sann- færst sem koma þarna og athuga staðháttu. Friðrik Sigurðsson frá Gamla Hrauni. V ^W ^W 4/ *rf HÚN Sigríður var laglcg stúlka og ;if góðum ættum. En það var hennar þunga raun í Jifinu hvað hún var iöng, lcngri heldur cn nokkur önnur stúlka. Og það var sjálísagt því að kenna að hún hafði ckki ícngið ncinn biði), þótt hún væri orðin 27 ára gömul. Henni var því ekki meiri skapraun ger, en ef einhver mintist á hvað hún væri löng. Einu sinni fór hún niður að höfn þegar íarþcgaskip var að koma. En þá vildi svo illa til, að hún datt um land- írstinu kylliflöt. Jiún reis á telni' og for að dus'a »f sjer rvluð en þá fcallaði emhver háðíugl. .,Ef þu dettur aftur, þa ertu komin heim."

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.