Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1949, Blaðsíða 2
558
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Svaðastaðamönnum, Jóni og Sig-
fúsi. Sagði hann svo frá síðar, að
þeir hefði haft nóg hangikjöt í
nesti, en aldrei boðið sjer bita, þótt
sig hefði mjög langað í það. Þótti
þeim hann lítils verður og snauð-
ur, en ötull var hann og vel viti
borinn og gaf eigi sinn hlut eftir í
orðum.
Næsta ár fór Gísli enn suður og
mun hafa róið þann vetur í Stóra
Hólmi í Leiru, en þar var Ásgrím-
ur bróðir hans bóndi. Meðan Gísli
var þarna komst hann í kynni við
Jacobæus kaupmann í Keflavík og
varð það til þess að hann fór ekki
norður um vorið heldur gerðist
búðarþjónn hjá Jacobæus. Líkaði
kaupmanni vel við hann og er svo
sagt að hann sendi Gísla utan til
þess að kynnast betur verslunar-
háttum og hafi hann verið ytra um
hríð.
ÁRIÐ 1805 hætti Árni Reynistað-
armágur að hafa á hendi verslunar-
stjórastöðu fyrir Jacobæus í Reykja
vík og gerðist bryti við Bessastaða-
skóla. Var Gísla þá falin forstaða
verslunarinnar og kemur hann þar
fyrst við sögu Reykjavíkur. Árið
1811 keypti hann svo V\ hluta í
versluninni. Mun Gísli hafa kvænst
um svipað leyti og gekk að eiga
Guðrúnu Bjarnadóttur frá Vatns-
leysu í Viðvíkursveit, gjörfulega
konu og fríða sýnum.
Þá voru ekki glæsilegir tímar
hjer á landi. Þjóðin hafði ekki náð
sjer eftir móðuharðindin, og hvert
áfallið öðru verra hafði dunið yfir
hana síðan. Árið 1807 hófst ófriður
með Dönum og Englendingum, og
stóð enn. Árið 1808 rændi Gilpin
hjer sunnan lands. Árið 1809 komu
þeir Savignac, Phelps og Jörund-
ur og gerðu hjer stjórnarbyltingu.
Verslun var öll í molum, siglingar
óvissar og vöruskortur í Danmörk.
Allar útlendar vörur voru með
geypiverði, en íslenskar vörur voru
teknar fyrir lítið. Hvert harðinda-
árið öðru verra hafði gengið yfir,
fje fallið og víða sá á fólki. Sam-
tímis þessu varð hið mikla verð-
hrun peningaseðla, svo að menn
höfðu ekki mikið að kaupa fyrir.
Hörgull var á öllum nauðsynjavör-
um, meðal annars á færum, svo að
sums staðar gátu bátar ekki róið
vegna veiðarfæraleysis. Reyndu
menn þó að bjargast við það sem
til var, og gerðu sjer færi úr tog-
þræði. Margt annað var þá búið til
hjer á landi út úr neyð, svo sem
saumnálar, höfuðkambar, ullar-
kambar, hattar o. s. frv. Að sjálf-
sögðu var ull eingöngu höfð til
fatnaðar, og hefur líklega aldrei
verið meira tætt í landinu en þá.
Úr fæðuskorti var reynt að bæta
með því að safna fjallagrösum. Var
þá farið um allar heiðar og tínd
grös, sums staðar „blað fyrir blað“
Er þess getið að þegar Jörundur
kom í Viðvík og heimtaði hesta
af konu Jóns Espholins, þá sagði
hún alt sitt fólk vera með hestana á
grasafjalli. Gengu grasalestir á þess
um árum um landið þvert og endi-
langt. Meira að segja var þá flutt
út allmikið af grösum, því að Eng-
lendingar keyptu þau hjer syðra
og gáfu vel fyrir, og hagnaðist
margur á því.
Það bjargaði nokkuð hjer syðra
að fiskafli var góður 1810 og keyptu
sveitarmenn svo að segja allan
fiskinn, vegna þess að hann var þá
í lágu verði, og svo bönnuðu yfir-
völdin að fiskur væri fluttur út í
því árferði sem var. Um árið 1811
segir Espholin svo: „Á þeim vetri
var mjög þröngt syðra við sjóinn,
svo menn lifðu þar á einum sam-
an fiskinum þurrum, og víða var
þröngt í landi, björg lítil eða engin
nema sú er innlend var, og fiski-
laust nyrðra. Þá var bæði sunnan
og norðan lands og þó enn meira
eystra, vor svo kalt og ilt, að aldrei
ljetti kuldum og hríðum til þess
er 8 vikur voru af sumri. Var þá
svo mikil þröng, að hvorki var til
mjólk nje matur annar, og ei að
fá hið minsta í kaupstöðum, en
skuldir kallaðar sem óðast, veiði-
skapur enginn, því að ís lá fyrir
öllu landi....“
Þegar stríðið skall á voru margir
kaupmenn í stórskuldum, því að
þeir höfðu orðið að taka lán til að
koma upp verslunum sínum og
byggja. „Voru þá ei margir kaup-
menn er heita máttu auðugir
menn,“ segir í frjettabrjefi frá ís-
landi, en þó eru nefndir fjórir, og
er Jacobæus einn á meðal þeirra.
ÞANNIG var þá ástandið hjer á
landi, þegar Gísli tók við forstöðu
verslunar Jacobæus í Reykjavík.
Að vísu höfðu kaupmenn þá hagn-
ast á stríðinu og „drengir þeirra í
Reykjavík bárust á stórlega, þar
sem landstjórnarmenn hinir lægri
fengu varla ljereft í skyrtu.“ En
ekki var Gísli 'í þeirra hópi. Var
hann alþýðlegur maður og taldi
það köllun sína að hjálpa löndum
sínum sem mest og best á þessum
þrengingatímum, með því að gera
verslunina hagkvæmari fyrir þá.
En þar var við raman reip að
draga, því að kaupmenn höfðu sam-
tök um vöruverð, og á hinu leytinu
var enska verslunin, sem gapti yfir
allri fiskframleiðslu landsmanna.
Átti Gísli í höggi við þá á báða
bóga, en ljet hvergi sinn hlut, því
að maðurinn var einarður og fram-
takssamur. Við hinu gat hann enga
rönd reist að enn harðnaði í ári.
Lýsir Espholin svo árinu 1812:
„Gekk þá sótt í Reykjavík og dóu
margir. Á þorra versnaði veðrátt
og kom hafís. í Byrgisvík á Strönd-
um rak þá hval; þar var áður upp
etið nálega alt það er skinnkynjað
var. Margir þrotnir að heyum á
góu. Heldust stöðugt svo miklar
hörkur að á páskum frusu hestar
til bana vestra. Tók þá að falla