Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1949, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1949, Blaðsíða 1
BRAUTRYÐ JANDI ÍSLENSKRAR VERSLUNAR MAÐUR er nefndur Christian Ad- olph Jacobæus og var fæddur í Keflavík árið 1767 og ólst þar upp. Þegar konungur hætti íslandsversl- un keypii Jacobæus verslunina í Keflavík og rak hana síðan til dauðadags. Hann henti það óhapp að flytja hingað bóluna 1786 og færa Reykjavík hana í vöggugjöf, því að þetta var sama árið og Reykjavík fekk kaupstaðarrjett- indi. Árið 1795 setti hann á fót verslun í Reykjavík í fjelagi við Just Lud- vigsen stórkaupmann í Kaupmanna höfn. Flutti hann þá fiskhús frá Keílavík hingað og ljet endurreisa það við Strandgötuna og var þar seinna ein af verslunardeildum Thomsens, kölluð Nýhöfn, nú Hafn- arstræti 18. Var sölubúð í öðrum enda þessa húss, en ibúð í hinum. Seinna ljet Jacobæus flytja annað hús frá Kefjavík og reisa það við endann á hinu; var það vöru- geymsluhús. — Þriðja húsið var seinna bygt þar fyrir vestan. Jacob- æus hafði hjer altaf verslunar- stjóra og varð fyrstur verslunar- stjóri hjá honum Árni stúdent Jóns son, sera kallaður var Reynistaðar- mágur, sá er seinna Ijet Jörund hundadagakóng dubba sig upp í land- og bæjarfógeta, en hafði litla virðingu af. NÚ VÍKUR sögunni norður í Skaga fjörð. Þá bjuggu í Málmey hjónin Simon Jónsson og Margrjet Guð- mundsdóttir. Þau áttu nokkur börn og var hið yngsta drengur, er Gísli hjet. í Málmey er grösugt og fagurt, en þar eru huldar vættir og mikið um huldufólk. Á eynni hvúla líka ýmis álög, meðal annars þau, að þar má enginn búa lengur en 20 ár, hvort það er nú vegna huldufólks eða annars. En bæði þar og í Þórð- arhöfða er mikil huldufólksbygð, og heíur það hina sömu bjargræð- isvegi og aðrir landsmenn. í æsku Gísla var hjá föður hans gamall maður, sem Helgi hjet. Hann var vanur að segja viku fyrirfram hve- nær Hofsós-skipið mundi koma. Hafði hann það til marks, að huldu- skipið kæmi ætíð undir Búðar- brekku í Þórðarhöfða viku áður en kaupskipið kæmi á Hofsós. Á þeim árum var það stærsti atburð- ur ársins þegar kaupskipið kom og færði björg í sveltandi bú. Má vera að út af þessu hafi Gísli snemma farið að hugsa um það hvernig á því stæði að landsfólkið væri eftir- bátar huldufólksins, hvers vegna það gæti ekki líka átt sin eigin skip og dregið sjálft björg í bú. Er það ekki ólíkleg tilgáta, eftir því sem seinna kom fram. Símon faðir Gísla hafði værið at- orkumaður og góður sjómaður. Var hann um skeið talinn gildur bóndi. En hann varð veill á geðsmunum og tók þá búið að ganga saman. Seinast varð hann brjálaður og var þá búinu tvístrað og varð lítið úr því. Varð Gísli nú að fara að vinna íyrir sjer sjálfur. Var það ráð tekið að senda hann til sjóróðra suður á Stafnes til Rannveigar systur sinn- ar, sem var gift Erlendi bónda Guð- mundssyni á Stafnesi. Fór Gísli gangandi suður með eitt hross í taumi og reiddi á því íöggur sínar. Um vorið fór hann svo norður á lestum og nú ríðandi. En engin hafði hann reiðtygi og varð að brjóta saman sjóklæði sín og hafa þau fyrir reiðver. Illa var hann og nestaður. Var hann í iör mcö þcim

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.