Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1950, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1950, Side 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31 gamla mannsins bókstaflega, sýna þau að mikil áhersla var lögð á að veggirnir væru svo vel troðnir að sem minst vatn gengi-í þá, enda var ending þeirra undir því komin. Þegar hleðslumaðurinn hefur þannig troðið neðsta lagið, sem nefnt var undirstaða, var tvent til, annaðhvort bygði hann úr tómu grjóti, og byrjaði þá þegar á næsta lagi, eða hann hafði torflag á milli grjótlaganna, og mun það hafa ver- ið tíðara, því með því lagi bar minna á ójöfnum í veggnum og minna var um veggjarholur. í torf- lögin notaði bóndinn gamalt hey- torf, af heyunum sem hann gaf næstliðinn vetur, risti það eftir lengdinni, og ljet sljetta kantinn snúa inn. Er svo skemst frá að segja að þannig helt hann áfram með^ hvert lagið af öðru, þar til hlið- veggir eru orðnir rösk mannhæð eða um 2 m., en gaflhlaðið hafði hann með risi, var það því alt að 3% m. í toppinn. Að ofan eru vegg- irnir úm 3 fet á þykt, lóðrjettir að innan, en hallast að sjer að utan, það kallar hann að veggurinn flái. Bóndinn hefur aflað sjer viða til skemmunnar, hann á ítak í reka og hefur flutt heim um haustið nokk- uð af rekatrjám, og sagað þau um veturinn. Úr þessum viðum reisir hann grindina í skemmuna. Hann skiftir skemmunni í fjögur staf- gólf, og eru því fimm stafir með hvorri hlið; ofan á stafina neglir hann borð sem hann kallar brún- ás eða móleður, undir stöfunum hefur hann flata sljetta steina, svo stafirnir standi ekki á moldinni; þessa steina kallar hann stafsteina, þeir varna því að stafirnir sigi ofan í gólfið undan þunga þaksins. Milli stafanna leggur hann bita og á bit- ana jafnmargar sperrur. Þær eru rjettur vinkill í kverkina, og það sperrulag kallar hann að húsið sje krossreist. Á sperrurnar leggur hamr svo langbönd, og hefur þau þjett eða gisin eftir því hvað hellan er stór sem nota skal á þakið. — Þessu næst tekur hann til þakhell- una, en hana hefur hann orðið að sækja langar leiðir til nágranna síns, því hellutak er ekki í heima- landi hans. Neðstu helluna lætur hann liggja á veggnum og upp á neðsta lang- bandið, og svo hverja röðina af annari, vel skorðaða, þar til þakið er alt lagt með hellu. Bóndinn á allmikið heytorf frá vetrinum, því hann hefur lítið hlöðupláss, þess vegna getur hann þakið alla helluna með notuðu hey- torfi, þurru og þokkalegu. Nú þykir honum þakið of þunt að hafa að- eins tvöfalt torf, og lætur því drjúgt lag af heyrudda ofan á innra torfið. Þessu næst fer hann að afla torfs á þakið, það sker hann í sljettri, vel gróinni laut, með stuttum ljá, sem hann kallar tvískera. Hann sker aðra hlið torfunnar í einu, en hún liggur laus í pælunni þegar báðar eru skornar. Torfið flytur hann heim á hestum, og eru 5—6 torfur hæfilegur hestburður. Með þessu torfi tyrfir hann alt þakið, og út á ytri brún veggja, og er þá skemman fullbygð og öll grasgró- in utan, en að framan er hún ó- ásjáleg, því þilið vantar. Borðviðar mun hann afla sjer í það í kaup- staðarferðinni í byrjun júlímánað- ar, og verður hann því að gera hjer hlje á skemmusmíðinni. Nú hefur bóndinn horf-ið til ann- ara verka, hann hefur sýslað um fráfærur og ullarþvott, og síðan farið x kaupstaðarferð. Næst verð- um við hans vör er hann kemur úr kaupstaðnum. í þeirri ferð dreg- ur hann að forða, sem endast á að mestu leyti til næsta vors. Allir heimamenn bíða þess með óþreyju að hann komi úr kaupstaðnum, því þeir eiga von á að fá þá eitthvað, sem þá vanlxagar um. Við veitum sjerstaklega eftirtekt einum stórum og stæðilegum hesti í lestinni, sem er undir trjedrætti, og þegar hann nálgast sjáum við að á honum er borðviður, tvær tylftir (24 borð) tommu þykk, 12 feta löng og 7 tommu breið. Þessi borð ætlar bóndinn að nota í skemmuþilið. — Það er tekið af hestinunp hjá skemmunni, og við sjáum afj dá- lítill vankantur hefur nuddast á þann enda borðanna, sem nam við jörð; þetta kallar hann drátt, eða að borðin sjeu dregin. Eftir nokkra daga leysir bóndinn reipin af borðunum og fer að smíða skemmuþilið. Hann smíðar fyrst grind og dyraumbúning, en síðaix, leggur hann borðin á bitana, sperr- una og grindina með 5 tommu milli bili og neglir þau vel föst; sperran sem í er neglt heitir þilsperra. Þeg- ar hann hefur þannig þakið þilið, neglir hann önnur borð utan á þau og yfir skörðin á milli þeirra, þetta kallar hann reisifjöl. Þessi aðferð var oft notuð til að þekja veggi og þak á timburkirkjum. Að þessu loknu neglir hann vind- skeiðarnar, þær neglir hann í þil- sperruna gegnum þilið, og lætur torfþekjuna falla þjett að þeim. Þessu næst smíðar hann sterka hurð úr hefluðum borðum og setur á hana vænar hjarir, sem hann hef- ur smíðað um veturinn. Afganginn af borðunum lætur hann svo inn í skemmuna, raðar þeim upp á bit- ana. Hann hefur keypt mjög stóra og sterka skrá í kaupstaðnum, og set- ur hana fyi’ir skemmuna, hun verð- ur að vera vel læst, því í henni eiga að geymast mikil verðmæti. Einkum er lykillinn áberandi stór, að minsta kosti 6 þumlunga langur og gildur að sama skapi. Nokkuð af kaupstaðarvörunni, sem bóndinn kom með, lætur íiann þegar í skemmuna, en best er íyxir okkur að biða með að litast þar um

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.