Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1950, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1950, Blaðsíða 12
40 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Eljagrímur grcipum slaer gráan skýjahjúpinn; kuldabólstra hagli hlær, hrannar bláu djúpin. Þegar tóninn tekur haust, taka að spillast veður, einhver gömul islensk raust innan i mjer kvcður. Hetjusögur, hetjuljóð hljóma á fornum nótinn. Þúsund vetra veðurhljóð vaka i hjartarótum. Horfna timans stuðlastál stökum máttinn gcfur. Foma rimið sciðir sál, saman' háttinn vcfur. og varð innilega hriíinn af þeim. Þangað sótti hann og efnið í mörg helstu skáldrit sín. „Völundarsögu“ samdi hann eftir Völundarkviðu í Eddu, „För Þórs til Jötunheima“, eftir sögunni í Eddu um för Þórs til Útgarða-Loka, „Baldur hinn góða“ eftir frásögn Eddu um Bald- ur. „Hákon jarl ríki“ er aftur á móti saminn eftir Heimskringlu Snorra. í „Nordens Guder“ reyndi hann að draga upp skáldlega mynd af goðafræði Norðurlanda cins og hún birtist í forníslenskum heim- ildum, aðallcga Sæmundareddu. Þá er og sorgarlcikurinn „Kjartan og Guðrún“ saminn cftir Laxdæla- sögu. Hann tók og Fornaldarsögurn ar til fyrirmyndar og jós þar af efni í skáldrit sín. Alla ævi var hann innilega hrif- inn af hinum fornu íslcnsku bók- mcntum og honum cr það máske manna rnest að þakka að athygli L’ana bemdist að fjársjóðum þess- um. Þá var Qehlenschláger og a n cj u r Hjartans yndið, móðurmál, máttarlind og gaman, það er mynd af þjóðarsál, þegna bindur saman.------ ---o--- Myndin breytist, ljóðalið Icngur skcytir cigi um klið; hugur veit ei hljómasvið, hrörnun leitar inn á við. Erlend tildrar tískan sjer, talin snilldarmerki hjcr, því sem skyldu þjónað er, þjoðargildi úr minni fer. — — ------------------o--- Visna sinna vcðraspil Vctur karliim rímar; gcngur að með gadd og byl, gluggarúður hrimar. — MARÍUS ÓLAFSSON mjög hrifinn af íslenskri ljóðagerð og hann reyndi að yrkja á dönsku með stuðlum og höfuðstöfum. ■^W ^W ^W ^W ^ ÞAÐ ER alvanalegt um vísur, sem verða landfleygar, að þær eru eign- aðar hinum og öðrum, og verður því oft erfitt, er fram líða stundir, að skera úr því til fulls, hver sje hinn rjctti höfundur. En þegar um er að ræða vísur, er kveðnar hafa verið í minnum þeirra manna, er enn lifa, þá er vandaminna að fara rjett með höfunda. Og síst af öllu ættu i)>énn að vera með ágiskanir um það að þcssi og þessi sje höf- undur að einhverri slíkri vísu, því að altaf á að vera hægt að fá úr því skorið hvert sje faðermð. Astæðan til þess, að á þetta ei minst, er sú, að hinn 10. jan. birt- ist í Morgunblaðinu minningar- grein um Kjartan Sveinsson, og kemur höfundur greinarinnar þar með vísu, sem hann eignar Kjart- ani. En visan er alls ekki eftir hann. Hún er eftir Guðmund Frímann Gunnarsson, sem seinast bjó að Hnúkum, skamt frá Blönduósi. Vís- an er auk þess ekki rjett með far- in, eftir því sem Agnar Bragi, son- ur höfundarins segir. Þannig er hún eins og Guðmundur kvað hana: Oft er mínum aldna strák ofraun þar af sprottin, hvað í mjer tefla öflugt skák andskotinn og drottinn. Guðmundur Frímann var Vatns- nesingur að ætt og af skáldakyr.i. Hann var hálfbróðir Ólafar Sig- urðardóttur skáldkonu á Hlöðum. >W >W 'W >W - Molar - HIN nafnkunna drykkjuknæpa á Third Avenue í New York, þar sem kvik- myndin „Lost Wcekend" (Glötuð helgi) var tekin, hefur nú verið seld og verð- ur þar sett upp fornsala. Líklegt er talið að kvikmyndin eigi sinn þátt í því að knæpan gat ekki haldið áfram. ÞESSI saga er sögð um Roosevelt Öldungadeildar þingmaður kom til lians að útlista fyrir honum skoð anir sínar og forsclinn sagði: , Þú hefur rjett að mæla“. Litlu seinna kom annar þingmaður í sömu er- indum, en hann var andstæðingur hins. Þegar hann hafði útlistað skoð un sína sagði Roosevelt: „Þú hefur rjett að mæla.“ Frú Roosevelt hafði hlustað á bæði samtölin og nú gat hún ekki orða bundist: „Þú getur ekki fallist á skoðanir beggja, þeir eru á öndverðum meið.“ (Jg Roose- veit svaraði: „Þu hefur rjett að mæla.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.