Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1950, Qupperneq 4
32
LESBÓK MORGUNBL AÐSINS
þar til aflaföngum sumarsins hefur
verið komið þar fyrir.
Þá rannsóknarför förum við um
miðjan október, og höfum nú í
höndum lykilinn stóra, og opnum
með honum skemmuhurðina og
litumst um. Yst til vinstri handar
hefur bóndinn komið fyrir kvarn-
arstokk. Það er grunnur ka§si, sem
stendur á fjórum fótum, og í hon-
um er steinkvörn, sem snúið er
með handafli. í henni er malað alt
kornið sem notað er á heimilinu.
Innan við hana, við vegginn, stend-
ur stór ko(rnbyrða þannig bygð, að
hún er með fjórum okum á horn-
um; í þá eru grópaðar sillur, og
síðan þiljur eða fyllingar í sill-
urnar. Þessi byrða er mjög stór, og
er í henni ómalaður rúgur. Innan
við hana stendur önnur byrða
minni. í henni er bygg og grjón og
er hún því hólfuð í sundur. Innan
við byrðurnar og næst gaflhlaðinu
stendur stór kista, í henni eru kæfu
belgir. dálítið af smjöri, og margir
ostar. Öll standa ílát þessi á lágri
trjegrind, svo ekki komi að þeim
raki frá moldargólfinu. Inst við
hina hlið skemmunnar stendur lok
laus kassi og er hann fullur af sölt-
uðum fiski, en utan við hann er
tunna full með kjöti af nautgrip,
en við hlið hennar önnur tunna
með kindakjöti, og yst við þilið
stendur þriðja tunnan; í henni er
sýra sem bóndinn ætlar að gefa
skepnum, og í sýrunni fljóta nokkr-
ir tólgarskildir, sem þóttu geymast
sjerlega vel í sýrunni. Það getur
líka vel verið að bóndinn hafi safn-
að þorskhausabeinum og sett í sýr-
una til fóðurdrýginda, því þar
urðu þau meir og mjúk, og mesta
lostæti fyrir hross og nautgripi.
Uppi á fjölunum sem ligggja á
bitunum er annars vegar hlaðið
þorskhausum svo hundruðum skift
ir, en hinum megin er snyrtilegur
hlaði af harðfiski.
★
Hjer er nú lokið frásögninni um
skemmubyggingu bóndans og þann
forða, sem hann geymir í skemmu
sinni. Sennilegt er að skemman
sje nú jöfnuð við jörð ásamt öðr-
um húsum í bæarröndinni, og rísi
aldrei upp aftur í sama formi.
Túnið er nú sljettað og stækkað
og mishæðir og kennileit í því og
umhverfi þess eru máð í burtu, því
líkast til hefur stór jarðýta verið
hjer að verki. Steinhús er nú risið
á rústum gamla bæarins, og kjall-
ari þess hefur tekið við hlutverki
skemmunnar.
Alt er þetta framfara og menn-
ingar vottur, og stefnir hröðum
skrefum í rjetta átt: til meiri vel-
megunar, ljettari vinnu og meiri
afkasta.
En þó að svo sje, er ekki holt að
gleyma hinum gömlu menningar-
verðmætum, eða láta sem þau hafi
aldrei verið til, heldur sje það
fyrst núna sem við sjeum að eign-
ast sveitarmenningu. Við þær að-
stæður, sem hjer hefur verið drepið
á, þurfti ennfremur að halda hin-
um skörpustu sjerkennum menn-
ingarinnar, skýrri hugsun og fyr-
irhyggju langt fram í ókomna tím-
ann, þar sem heilar sveitir voru
einangraðar frá kaupstað 8—10
mánuði á ári samfleytt.
Bóndinn gat ekki hringt í síma,
og beðið að senda bíl með björg í
bú, ef föngin þraut í skemmunni,
heygarðinum, eða eldiviðargeymsl-
unni.
Þegar svo bar við, var eina úr-
ræðið að leita til þeirra fáu manna,
sem höfðu þann sið, að eiga jafnan
drjúgan varaforða, og voru því
nokkurskonar tryggingarstofnanir
fyrir sveit sína, og verður þeirra
menningarstarf seint ofmetið.
En einnig þeim var mikill vandi
á höndum. Hjálp sinni urðu þeir að
haga þannig að hún kæmi að sem
mestum notum, án þess að stefna
sjálfum þeim í voða. Þeir voru
mjög gagnrýndir, og því veitt ná-
kvæm eftirtekt hvernig þeim fór
hjálparstarfið úr hendi.
Það var því síst minni vandi að
hafa ráð á skemmulyklinum á þeim
tímum heldur en nú að hafa lykla-
völd að þeim sjóðum, sem sam-
kvæmt lögum eiga að koma þeim
til hjáipar, sem atvikin hafa látið
fara halloka í baráttunni fyrir dag-
legu brauði.
Skemmulykill.
(Teikning- Ástríðar K. Thorarensen).
V
Veðurspár.
Fyrir 60 árum þóttust menn hafa
fundið upp góða aðferð til þess að
sjá fyrir veðrabrigði. Var það gert
með því að taka ljósmyndir af loít-
inu og sólinni. Á þessum myndum
þóttust menn sjá ýmis merki þess
hvernig veður mundi verða næsta
sólarhring. — Um það leyti átti
ljósmyndalistin 50 ára afmæli. Er
hún talin hafa fyrst komið fram
á sjónarsviðið 19. ágúst 1839 er
Daguerre birti í Akademíinu
franska hvernig hann færi að því
að gera ljósmyndir sínar. En á þess-
um 50 árum hafði ljósmyndalistin
tekið stórkostlegum framförum.
----o----
Ræðulok.
Sumir gamlir prestar enduðu
prjedikanir sínar þannig: „Alt hvað
oftalað ér eða vantalað, bið ieg
góðan guð að afsaka og þar næst
þennan ókristilega söfnuð.